Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 7
því svörtum af elli, og voru reifaðir bönd- þannig, að þær bentu að sameiginlegum miðdepli, eins og spælar í hjóli, nefnilega staðnum undir höfuðaltarinu. Hlutverk Píusar páfa XII. Rannsóknir dr. Kaas. Ekki var hreyft við neinu undir höfuð- altarinu nema þar sem nauðsynlegt var til þess að fá grundvöll undir súlur þaksins. Vinnan við byggingu hinnar nýju Péturs- kirkju stóð yfir meira en eina öld. Hátíð- leg vígsla fór fram árið 1626. Svo liðu enn þrjú hundruð ár. 1 ræðu fyrir rómverskum stúdentum í byrjun árs- ins 1949 lagði Píus páfi XII. áherzlu á, að gröf Péturs postula væri undir miðdepli Péturskirkjunnar. Áheyrendur hans þekktu að vísu gömlu helgisagnirnar, en enginn þeirra hafði nokkurn grun um, að páfinn hafði árangur síðustu fornleifarannsókna í huga, þegar hann tók þetta fram. Því að þessi árangur var þá aðeins kunnur litlum hópi sérfræðinga. Til þess að kornast hjá, að ályktað yrði of snemma um nokkuð, sem var ekki alveg ljóst og öruggt, höfðu allir hlutaðeigandi lofað að þegja. Almenningur átti ekki að fá að vita neitt, fyrr en alþjóðlegir sér- fræðingar höfðu metið þessa fundi og all- ur vafi um raunverulegt gildi þeirra hafði verið af tekinn. En 23. desember 1950 flutti páfinn sjálfur greinargerð í útvarp- ið: Gröf heilags Péturs var fundin að nýju. Sá sem átti frumkvæðið að rannsókninni á grundvelli Péturskirkjunnar var þýzki Prelátinn, dr. Ludwig Kaas, prófessor í kirkjusögu. Hann var fæddur og uppalinn i Trier — í bænum, þar sem Helena, móðir Konstantíns keisara, hafði látið byggja fyrstu kristnu kirkjuna. Það er bær, þar sem fornleifafræðin finnur aftur og aftur uýja vitnisburði um hina fornu Rómaborg. Þar varð dr. Kaas prófessor í kirkjusögu. En árið 1933 hvarf hann frá Þýzkalandi °g fór til Vatikansins. Píus páfi XI. fól dr. Kaas „undirheima" Péturskirkjunnar, eins og hann orðaði það allt, „sem var undir yfirborðinu". ^egar dr. Kaas fór niður í fyrsta sinn til þess að skoða hið nýja ríki sitt, varð hann ekki lítið skelkaður yfir hinni enda- lausu flækju steinhvelfinga og ganga, sem voru undir Péturskirkjunni. Það eitt var mikið að átta sig nokkurn veginn á öllum þessum hvelfingum innan um kistur úr steini og marmara, eldgamla legsteina og grafmerki. Þegar við byggingu nýju Pét- urskirkjunnar hafði allt verið látið fara niður í grafhvelfinguna, án þess að gera nokkurn greinarmun eða tilraun til þess að koma á skipulagi. Ringulreiðin hafði ekki beinlínis minnkað næstu aldirnar á eftir — keisarar og konungar, 144 páfar og óteljandi hópur kardínála og aðrir tign- ir menn höfðu verið lagðir til hinztu hvíld- ar þarna niðri. Það var ekki auðvelt verk að koma skipulagi á þetta — en á meðan á þessu erfiða starfi stóð, fékk dr. Kaas þá hug- mynd, að það ætti einu sinni að rannsaka þetta undarlega gleymda ríki undir Péturs- kirkjunni fyrir alvöru. Píus XI. var reyndar ekki sérlega hrif- inn af þessari hugmynd. Eigi að síður kom hinzta ósk hans, að vera lagður til hvíld- ar eins nálægt Píusi X. og unnt var, skrið á málið. Tveim dögum áður en útförin átti að fara fram, tók dr. Kaas að leita að hæfilegum stað. Þegar hann lét, á með- an á því stóð, fjarlægja stóra marmara- plötu af múrvegg, lét múrveggurinn und- an, og gömul hvelfing kom í ljós. Dr. Kaas kannaðist strax við það, sem hann hafði þarna fyrir framan sig, það var nefnilega dálítið, sem hann hafði séð í Trier, og var svo sérkennilegt fyrir múrverkið í fornum kristnum kirkjubyggingum, að ekki var um að villast. Nýi páfinn, Píus XII., fól honum að fram- kvæma fyrstu vísindalegu rannsóknina á „undirheimum" Péturskirkjunnar, og Kaas byrjaði á verkefninu um vorið 1939. Rann- sókninni var haldið vandlega leyndri, og hún tók lengri tíma en áætlað var og varð að rannsóknarferð í fortíðinni, sem tók mörg ár, og hún leiddi dr. Kaas og sam- verkamenn hans alveg aftur að upphafi tímatals vors. ^eimilisblaðið 227

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.