Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 13
leiks. Allt í einu greip ég andann á lofti. Á bókahillu stóð hlutur, sem kom mér til að taka viðbragð og grípa hann. Þetta var einn þeirra hluta, sem símamenn nota til viðgerðar á talsímum, hlerunartæki. „Hvaðan kemur þetta tæki?“ spurði ég. „Það skildi það eftir símaviðgerðarmað- ur,“ snökkti stúlkutetrið. „Hann kemur hingað aftur einhvern daginn.“ Ég svipaðist um. „Hvar er símaleiðsl- an?“ spurði ég. „Hún liggur yfir þakið,“ svaraði dreng- urinn. „Ágætt,“ sagði ég. „Hvar get ég fengið stiga?“ Drengurinn fór út í útihús, en á meðan stumruðum við Mary yfir barninu. Við gátum fengið það til að drekka tvö glös af volgri mjólk og fulla matskeið af olíu. Drengurinn sýndi allan þann mótþróa sem hann mátti, og grét eins hátt og hann gat. „Hann er byrjaður að finna fyrir kvöl- unum,“ sagði ég. „Ó, ég verð að geta sett þennan síma í samband við miðstöðina!" Eftir stutta stund kom drengurinn með þann afleitasta stigagarm í eftirdragi, sem ég hef augum litið. En tíminn var dýrmæt- um. Drengurinn reisti stigann upp við vegginn, og ég lagði út í þá áhættu að klifra hann með viðgerðartækið hangandi í símþráðarlykkju um háls mér. En um leið og ég náði þakskegginu, greip um það báðum höndum og kom upp á það öðru hnénu, brast stiginn undan mér og bein- línis féll saman í hrúgu fyrir neðan mig. Ég klöngraðist upp á mæni og fann þar leiðsluna, sem lá þar þvert yfir í lítilli hæð. Ég festi tækið við hana og hleraði með miklum hjartslætti. Andartaki síðar heyrði ég rödd, sem til- kynnti, að það væri miðstöðin. „Má ég fá að tala við Meyer lækni?“ spurði ég veikri röddu. ,,Halló“, sagði svo Meyer læknir skömmu síðar. „Það er Marjorie Kent sem talar. Ég er stödd hjá Brewster-fjölskyldunni og það er hér barn sem hefur drukkið flugna- eitur.“ „Já, einmitt." Rödd hans var mjög ró- andi, en líka harla fjarlæg og hlutlaus. „Flugnaeitur!“ hrópaði ég. „Hvað getið þér komið fljótt ?“ „Verið bara róleg, ungfrú Kent. Það er svo sem engin ástæða fyrir mig að koma.“ „Já, en herra læknir, er þetta ekki mjög hættulegt? Ég sagði, að þetta væri flugna- eitur. Getur það ekki steindrepið hann?“ „Ekki held ég það. Það er ekki vant að drepa eina einustu flugu.“ Um leið og ég sleppti tímtólinu, heykt- ist ég þar sem ég sat á þakmæninum og féll í grát. Allur þessi spenningur, allt þetta erfiði, rifnir sokkar og skrámuð hné, — allt til einskis. Kjóllinn minn var eyðilagð- ur, og ég sem hafði ætlað mér að fara á kjörfund í honum á morgun. Og ekki hafði ég hugmynd um það, hvernig ég ætti að komast niður af þakinu! Bifreið kom akandi fyrir neðan. Ég leit niður yfir þakbrúnina og beint í dökkt og kaldhæðnislegt andlitið á Jack Bryant. „Ja, datt mér ekki í hug,“ tautaði ég beisk í bragði. Hann stöðvaði bílinn og hallaði sér aft- ur til þess að geta séð mig betur. „Mér fellur það vel, að þér skuluð alltaf hafa eitthvað nýtt fyrir stafni,“ sagði hann, eins og hann væri að veita mér viðurkenn- ingu. „Jæja,“ svaraði ég stuttlega. „Or því þér eruð kominn, ættuð þér að vera maður til að útvega mér stiga. Þér eruð vanur því að hafa allt á reiðum höndum. Leitið bara í vasa yðar. Stiginn sem ég notaðist við fór í mask, og ég get ekki sagt að mér sé of heitt hér uppi.“ „Því miður er ég uppiskroppa með alla stiga,“ sagði hann. „En ef þér viljið endi- lega niður á jörðina aftur, þá skal ég grípa yður. Ég stend hér uppi í sætinu — eruð þér reiðubúin?" „Er hægt að treysta yður?“ sagði ég og hugsaði mig um. „Hef ég nokkru sinni brugðizt yður?“ svaraði hann á þann hátt sem kom mér til að grípa andann á lofti. Engu að síður tók hejimilisblaðið 233

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.