Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14
ég að mjaka mér niður að þakskegginu. Jack ók bílnum fast upp að húsveggnum, steig upp í sætið og teygði langa hand- leggina í áttina til mín. „Viljið þér vera svo vænn að góna ekki of mikið á mig?“ sagði ég bænarrómi. — „Maður glápir ekki á kvenfólk, þegar það situr uppi á þakskeggi.“ Hann lokaði augunum hlýðinn, og ég setti fæturna út yfir þakröndina, greip dauðahaldi um hana andartak, beit saman tönnum og hvíslaði: „Tilbúin“ um leið og ég sleppti takinu. Léttilega og öruggt greip hann mig eins og gúmmíbolta, og lagði mig niður í sætið við hliðina á sér — og hann sleppti ekki takinu. Allt í einu var eitthvað sem gerðist. Mér fannst tilveran fara að hringsnúast, og ég fann, að bjargvættur minn var tekinn að kyssa mig allt hvað af tók. Ég fann dreg- inn úr mér allan mátt, og mig svimaði svo, að ég gat enga mótspyrnu veitt. Og satt að segja var þetta alls ekki eins viður- styggilegt og ég hefði fyrirfram haldið. „Nei, segið mér nú eitt,“ sagði ég með andköfum, „því í ósköpunum eruð þér að þessu?“ „Mér fannst þetta bara snjallræði, og þess vegna gerði ég það,“ svaraði hann stríðnislega, og notaði svo til sömu orðin og ég hafði gert daginn, sem ég skildi hliðið eftir opið. „En þetta var andstyggilegt uppátæki!" sagði ég æf og fann hvernig blóðið þaut fram í kinnar mér. „Og mér finnst þér vera sá ósvifnasti og — og —“ „Þér skuluð ekki vera að reyna svona á yður við að finna ljót orð,“ sagði hann, „því ég veit ósköp vel hvað þér ætlið að segja. En hvaða sérkennilega hálsskraut er það, sem þér eruð með? Það líkist einna helzt hlustunartæki símamanna." „Óh — þessi sími!“ sagði ég uppgefin og lét sem ég tæki ekki eftir því, að hann hélt enn yfir um mig og að höfuð mitt hvíldi við öxlina á honum. Ef ég yrði minnt á þessar staðreyndir, neyddist ég til að vera sár og þjóta upp, en ég var bara allt of þreytt til þess. „Það fer ekki hjá því, að þér komizt að ástæðunni," svar- aði ég, „og þér megið búa yður undir að hlæja meira en nokkru sinni fyrr um æv- ina; enda ætla ég að segja yður það, þótt ég svo tali ekki orð við yður framar. Litla barnið hans Brewsters hefur gleypt flugna- eitur, og síminn á heimilinu var í ólagi. Hins vegar kom ég auga á þetta tæki, klifr- aði upp á þakið og setti það í samband við símalínuna. Ég náði tali af lækninum og fékk að heyra, að flugnaeitur væri nánast hollt fyrir ungbörn að drekka og ég hefði þess vegna getað haldið mér við jörðina og komizt hjá því að eyðileggja þennan ágæta kjól minn, sem er alveg fyrir bí. Gjörið svo vel — nú skuluð þér bara skella upp úr!“ En hann hló ekki. Hann þrýsti mér bara þéttar að sér. „Þú ert ekki svo galin í koll- inum,“ sagði hann blíðlega niður í hárið á mér. „Þú ert alveg ágæt. Ég býst ekki við að hitta neina, sem er eins og þú“. „Vertu ekki að hafa mig að fífli,“ svar- aði ég lágt. „Yður finnst ég vera hlægileg og heimsk. Það hefur yður alltaf fundizt — allt frá þeim degi, sem kýrin yðar stal kjólnum mínum.“ „Mér finnst þér vera bráðsnjöll," sagði hann. „Ég dáðist að yður fyrir það, hvernig þér svöruðuð mér fullum hálsi. Ég hef all- an tímann verið hrifinn af yður, en þér voruð svo yfirlætisfull og sjálfstæð, að ég þorði ekki að segja það við yður.“ Svo kyssti hann mig aftur. Mér til skelf- ingar fann ég, að ég hjálpaði honum til að kyssa mig sem heitast. Svo vorum við allt í einu farin að tala um það, hvert við ætt- um að fara í brúðkaupsferðina 234 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.