Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23
sökun orða hans og augnaráðs. Nú fyrst var hún orðin hrædd svo að um munaði. ,,Ég elska hana!“ sagði hann með ákafa. ,,Ég hef aldrei hætt að elska hana, — og ég elska hana meira nú en ég hef nokkru sinni elskað hana áður!“ Hann vék frá henni nokkur skref. Hann varð að taka á öllu sem hann átti til þess að hafa stjórn á sjálfum sér. Hafði Kitten raunverulega spunnið upp alla söguna, til þess að koma ár sinni fyrir borð? ,,Þau voru saman í íbúðinni þessa nótt,“ sagði hún. ,,Og Dan, ef ekkert hefði verið á milli þeirra, myndi hún hafa sagt þér allt af létta,“ „Ég gaf henni ekkert tækifæri til þess,“ sagði hann beizkur. „Ég fór ekki einu sinni til fundar við hana til að biðja hana um skýringu. Drottinn má vita hvers vegna. Stundum finnst mér beinlínis eins og eitt- hvað sé athugavert bæði við mig og þig, Kitten.“ „Nú, ef þú tekur þetta þannig, hvers vegna ferðu þá ekki til hennar og gerir allt gott aftur?“ spurði hún varfærin. „Hvernig get ég það, eftir allt sem ég hef sagt við hana?“ gegndi hann hrana- lega. „Auk þess veit ég ekkert um, hvort þú hefur á röngu að standa.“ Skyndilega rétti hann úr sér eins og hann hefði tekið ákvörðun. „Nú veit, ég hvað ég geri. Ég ætla að hitta Clive og spyrja hann eins og maður mann, hvað sé satt í málinu. Og hvað svo sem hann segir, mun ég trúa honum. Ég er næstum reiðubúinn að trúa hverjum sem er, ef ég get bundið endi á þetta hræðilega ástand. En. . . . “ Hann gekk nær henni aftur: „Ef ég kemst að þeirri niðurstöðu, Kitten, að þú hafir logið að mér, þá. . . . þá sver ég þess dýran eið, að ég skal aldrei líta þig augum framar.“ XV. EINS OG 1 GAMLA DAGA Clive var næstum fullkomlega hamingju- samur, er hann lagði af stað í gönguna við hlið Margiear. Hann gat ekki hugsað sér Kitten hafa gaman af gönguför. Henni féll miður að þurfa að ganga nema sem allra minnst; og auk þess var erfitt fyrir hana að leggja upp í langferðir í þessum hlálegu háhælaskóm sem hún stöðugt not- aði. Sú var tíðin, að honum hafði fundizt það heillandi við hana, hvað hún var laus við að vera iþróttalega vaxin; honum fannst það gera hana kvenlega og unglega. En nú, er hann gekk hér við hlið Margiear, fannst honum það mikill galli á henni. Hann greip í handlegg Margiear og þrýsti honum undir handlegg sinn. „Er þetta ekki það bezta sem við getum gert?“ Hún brosti vingjarnlega við honum. „Jú, áreiðanlega. Mér þykir svo gaman að fara í gönguferðir, en pabbi hefur sjaldan tíma til þess, og ég kann ekki við að fara ein.“ Hann hristi höfuðið. „Ég get trúað því. En við höfum oft farið í skemmtilegar göngur saman, manstu? Ég —“ Það var ekki laust við, að hann roðnaði. „Ég var hræðilega ástfanginn af þér í þá daga. Þú veizt það víst.“ Hún hló við. „En við vorum bara krakk- ar, Clive!“ „Ég var þó nítján ára,“ svaraði hann. „Ég var ekkert barn lengur. O, Margie, þær stundir hafa komið, einkum að und- anförnu, að ég hef óskað eftir því að hafa aldrei orðið ástfanginn af nokkurri ann- arri en þér.“ Hann hafði gripið um hönd hennar; nú stakk hann henni niður í vasa sinn til að ylja henni. „Hvað var það eiginlega, sem kom fyrir okkur? Við vorum svo hamingjusöm, en svo — skyndilega — þá hafði allt gjör- breytzt. Við þráðum eitthvað nýtt, eitt- hvað æsilegra — að minnsta kosti gerði ég það.“ Hann þagnaði andartak. „Mér fannst Kitten vera einmitt þetta sem ég þráði, þegar ég hitti hana í fyrsta sinn.“ „Það get ég vel skilið.“ „Ég missti algjörlega vitglóruna. Strax og hún var einhvers staðar nálæg, fann ég fyrir einskonar segulafli, sem streymdi út frá henni, — jafnvel eftir að við vorum gift. Það var ekki fyrr en í gær —“ Hann þagnaði skyndilega. heimilisblaðið 243

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.