Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 29
Loftið fylltist óróa, þegar frú Swaything • kom ásamt fylgdarliði sínu. Hún hafði hald- ið smá-miðdegisverðarveizlu fyrir fáeina útvalda og kaus eins og hún var vön að koma nokkuð of seint, svo að innganga hennar vekti þó einhverja athygli. Kitten hafði drukkið heldur mikið meðan á veizl- unni stóð, því að henni hafði leiðzt fremur venju. Vinir frænku hennar voru allir stirð- busalegir og gamaldags, og við hvern átti hún eiginlega að dansa síðar um kvöldið? Vínið hafði gert hana ofsakáta á ytra borði og komið henni til að tala allt of mikið. Að vísu hafði hún séð, að frænka hennar horfði með vanþóknun á hana handan yfir borðið, en hún lét sér standa á sama um það. Ógnandi augnaráð frú Swaythings hafði aðeins fengið hana til að súpa oftar á glasinu en hún ella hefði gert. Frænka hennar varð æf. Framkoma Kittenar var öll önnur en hæfði sorgmæddri og yfirgefinni eiginkonu. Hún komst ekki hjá því að sjá, hvernig vinirnir litu spyrj- andi og tortryggnir hver til annars. Ef hún hefði getað látið sér koma til hugar einhver handbær afsökun, hefði hún alls ekki tekið Kitten með á dansleikinn. En Kitten var hin glæsilegasta i sínum græna kjól, og hópur ungra manna, sem voru á ráfi nálægt dyrunum gengu nú nær, í von um að verða kynntir fyrir henni. En í svip hennar var eitthvað harðhnjósku- legt, allt að því örvæntingarfullt, sem kom þeim til að hopa aftur undan. Nokkur stund leið, áður en Kitten kom auga á Alek, ef til vill vegna þess að það hvarflaði alls ekki að henni að leita hans þarna inni. Það fyrsta, sem hún fann fyrir var sigurgleði: Hann hafði þá komið, þrátt fyrir allt! En óðara sá hún, hverja hann dansaði við, og um leið fylltist hún von- brigðum og gremju, sem brátt þróaðist upp í afspyrnu-reiði. Fyrst í stað hafði hún búizt við því, að hann gengi til hennar, þegar dansinn væri á enda, en hann lét sér nægja að heilsa henni aðeins úr fjar- lægð. Þegar þau Alek og Margie voru nokkru seinna á leið inn í borðsalinn, mættu þau Kitten og dansherra hennar, sem komu úr gagnstæðri átt. Kitten nam staðar beint fyrir framan þau og leit út eins og hún ætlaði sér alls ekki að víkja úr vegi. Hún stóð bara kyrr, rétt sem hún vildi meina þeim að komast leiðar sinnar. „Gott kvöld, Alek“, sagði hún, og rödd- in var hvell og óþægileg. „Gott kvöld, Margie“. Alek brosti til hennar. „Ég hef oft og mörgum sinnum ætlað mér að koma og bjóða þér upp, en þú hefur alltaf verið gripin af einhverjum öðrum, áður en mað- ur hefur komizt í námunda við þig.“ „Það er lýgimál!“ gegndi hún með sam- anbitnar varir og logandi augnaráð. „Já, það er lýgimál!“ endurtók hún svo hátt, að fólk umhverfis tók að gefa henni gætur. „Þú hafðir aldrei í hyggju að bjóða mér upp í dans. Yfirleitt hafðirðu alls ekki í hyggju að komast i námunda við mig. Þú hefðir ekki þorað það.“ „Kitten!“ Rödd hans var beiðni um að hún stillti sig um að efna til uppnáms. „Ég er hræddur um, að ég skilji ekki vel, hvað þú ert að fara.“ En Kitten var nú orðin of æst til að geta stillt sig. „Þú veizt ósköp vel, hvað ég er að fara,“ sagði hún. „Þú myndir aldrei þora að biðja mig um að dansa við þig svo lengi sem þú lætur sjá þig með ástkonu mannsins míns — sem hann er reyndar búinn að snúa baki við!“ Það varð dauðaþögn. Umhverfis þau hafði safnazt fólk. Það hallaðist nær til að missa ekki af neinu sem fram fór. Alek varð dökkþrútinn í framan af reiði. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja, Kitten,“ svaraði hann eins rólega og hann framast gat. Hann varð að kreppa hnef- ana, til þess að stilla sig um að þrífa í hana og lemja hana. „Þú verður að taka orð þín aftur og biðja Margie afsökunar, heyrirðu það?“ Hún hnykkti til höfði og rak upp hæðn- ishlátur. „Biðja Margie afsökunar!" Svo sneri hún sér snögglega að ungu stúlkunni: „Þú ætlar þó ekki að neita því, að þú hafir verið ástkona mannsins míns og það heimilisblaðið 249

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.