Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 35
fletjið síðan út og látið í kringlótt form. Bakið kökuna ljósbrúna í meðalheitum ofni. Blandið á meðan eggjahvítum og flór- sykri saman og setjið yfir vatnsbað — gætið þess að það komist ekki gufa ofan í skálina — þeytið í ca. 20 mín. Látið fljótt eplamauk yfir kökuna, látið marengs- massann í sprautupoka og sprautið hon- um í hringi yfir maukið. Látið kökuna aftur inn í ofninn — í þetta sinn við hæg- an hita — og bakið þangað til að marengs- inn er orðinn stífur. Hér er svo uppskrift af tveimur súkku- laðitertum, sem að vísu eru nokkuð dýrar en mjög góðar. Súkkulaðikrans. 200 gr. smjörlíki. 200 — sykur. 3 egg. 200 gr. hveiti. 1 tsk. lyftiduft. 2 msk. kakó. Sykurlögur úr 1 dl. ananassafa og 1 glasi af kakólíkjör. 1—2 dl. þeyttur rjómi. Ananassneiðar, cocktailber. Hálfbræðið smjör oghrærið ásamt sykr- inum, látið því næst eitt og eitt egg út í. Hrærið síðan hveiti og lyftidufti og kakói út í og látið svo deigið í velsmurt hring- form. Bakist við hægan hita (150—160°) í tæpan klukkutíma. Hellið síðan sykur- leginum hægt yfir volga kökuna, bezt þeg- ar búið er að láta hana á kökufatið. — Kakan á helzt að standa til næsta dags. Rétt áður en kakan er framreidd, þá er látinn á hana þeyttur rjómi og skreytt með ananas-hringjum og coktailberjum. Súkkulaðikaka með núgat-kremi. 200 gr. smjör. 200 — púðursykur. 50 — kakó. 3 egg. 200 gr. hveiti. 1% tsk. lyftiduft. % dl. rjómi. Núgat-krem úr 1 pakka af mjúku núgat. 1 eggjarauða, 3 blöð af matarlími, Vi 1. þeyttur rjómi. Kakan smurð utan með 150 gr. bræddu suðusúkkulaði og skreytt með cocktail- berjum. — Hálfbræðið smjörið og hrærið vel ásamt púðursykrinum, látið eggin út í eitt og eitt í einu, og síðan hveitið, lyfti- duftið og kakóið, ásamt rjómanum. Bak- að í velsmurðu formi í ca. 3 kortér við 175° hita. Skerið kökuna í þrjú lög, þegar hún er orðin köld. Kremið: hrærið núgat, ásamt eggja- rauðu og matarlími, sem er leyst upp í nokkrum skeiðum af heitu vatni, síðan er 1/3 af þeyttum rjómanum látið út í og síðan er afgangurinn látinn varlega út í. Rúmlega helminginn af kreminu notið þið á milli laganna. Á meðan bræðið þið súkkulaðið, þannig að það er tilbúið til að láta yfir kökuna, þegar súkkulaðið er í þann veginn að verða hart á kökunni, þá sprautið afganginum af kreminu í fallegt mynstur og síðast skreytið þið með cock- tailberjum. Koníakskransar. 200 gr. smjör eöa smjörlíki, IV2 dl. flórsykur, 6 dl. hveiti, Ofurlitið koníak. Hveitið er síað og smjörið er saxað út í. Flórsykurinn er síaður út í og allt er hnoðað saman og koníakið er einnig hnoð- að með. Deigið er síðan látið á kaldan stað svolitla stund. Síðan er því rúllað í grann- ar lengjur. Tveimur lengjum er snúið sam- an og síðan búnir til litlir kransar úr þeim. Penslið þá með eggjum og bakið þá í 8— 10 mín. við 200°—220° hita. Skreytið þá e. t. v. með glassúr, sem búinn er til úr flórsykri, vatni og ofurlitlu koníaki. Kúrennubollur. Þær eru búnar til úr sama deigi og koníakskransarnir að fráskildu koníakinu. 1 staðinn eru 50 gr. af kúrenum. Búið til litlar kúlur úr deiginu og látið á plötu og þrýstið þær aðeins flatar um leið með gaffli. Bakað við 200° hita í 10 mín. Súkkulaðistengur. Það er sama deig og í hinum smákök- unum að viðbættu kakói eftir smekk. — heimilisblaðið 255

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.