Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 38
Dag nokkurn þegar Kalli og Palli eru á göngu koma þeir að litlu vatni. „Þett.a er fallegt lítið vatn“, segir Palli, „það færi vel framan við húsið okkar". — „Satt segir þú“, viðurkenndi Kalli, „á sumrin væri það fallegt með syndandi öndum, og veturna hefðum við skautasvell við húsdyrnar. Við skulum flytja það heim með okkur". — Þeir sækja Jumbo og fá hann til að sjúga í sig allt vatnið. Og svo er haldið heim í skyndi og fíllinn sprautar vatninu í holu úti fyrir húsinu. -— Nokkr- um dögum seinna kemur frost og bangsarnir litlu hafa mikla skemmtun af feng sínum. „Við erum sniðugir náungar", segir Kalli og um það er Palli sammála honum. Kalli og Palli hafa sótt skíðin sín upp á loft og eru nú á brunandi ferð niður hlíðarnar — hæ, en sú ferð. Neðan við hliðina standa hin dýrin. — „Hvers vegna eruð þið svona súr á svip? Er veðrið kannske ekki yndislegt í dag?“ hrópar Kalli. „Jú“, segir svarti storkurinn, „víst er yndislegt veður.. .. en við eigum engin skiði og okkur lang- ar að reyna, hvernig það er að bruna niður hlið- ina. „Við kippum því í lag“, segja Kalli og Palli. Þeir taka nú trékassa, sem þeir negla á skíðin sin. Og nú geta öll dýrin verið með niður hlíðina, nema skjaldbakan, sem bara leggst á bakið og rennir sér niður á skildinum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.