Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 6
var hún enn merkilegri með sig en hún hafði áður verið. Bastin sagði sjálfur, að hún hefði sagt við hann að hún gæti ekki hugsað sér að giftast manni sem væri í jafn grófri stöðu og bakari. Bastin sagði bakaranum þetta, en hann varð æfur, en konan stóð með dóttur- inni, og það hefði hún ekki átt aÚ gera. Því að það fékk Bastin til að hefna sín og fara á sjóinn. Sama kvöldið og Margarite hafði hrygg- brotið liann fór hann í bæinn og drakk sig útúrfullan af harmi yfir þessum smánarlegu óförum. Bastin fannst Margarite hafa komið illa fram við sig að ósekju. Hann minntist þess, að þegar hann var lítill hafði hann refsað hinum krökkunum fyrir að sti'íða Margarite af því hún gekk með blómflétt.ur í hárinu. Sjálfum fannst honum það fara henni vel, — en nú reyndi hann að gleyma þessu og hugsaði um það eitt að hefna sín. Hann vissi aðeins ekki, hvað hann ætti að taka til bragðs til þess að auðmýkja liana jafn mikið og hún hafði niðurlægt hann með svari sínu: Bg giftist ekki ómerkilegum bak- ara. Þriðja kvöldið hitti hann Paul. Bakarinn rakst á þá við drykkjuna, því að hann var farinn á stúfana til að leita að sínum horfna bakarasveini. Þá hafði Bastin komið til hug- ar illgirnisleg áætlun — og kynnt Paul sem frænda sinn frá La Rechelle, verkfræðing við stóra skipasmíðastöð og mikinn borgara. Bastin var hinn vingjarnlegasti við bakar- ann, því að reiði hans hafði sefazt við hugs- unina um þá hefnd sem hann ætlaði sér að koma við. Ef bakarinn hefði nú verið jafn skarpur og Bastin var í rauninni, hefði hann átt að geta séð að Paul var ekki fremur verk- fræðingur en hann sjálfur, og þá hefði hann getað komið í veg fyrir það sem síðar gerð- ist. En bakarinn hafði ekki þekkt Bastin að ósannindum, og hví skyldi hann þá vera tor- trygginn núna ? Bastin hafði komið til hugar að kynna Paul fyrir Margarite, þegar Paul hafði reynt að hnupla úrinu hans. ,,Nii gæti ég farið með þig beint til lög- reglunnar," hafði Bastin sagt við Paul og snúið upp á grannan iilflið hans, svo að hann var næstum farinn úr liði. Paul kveinkaði sér lítillega, en Bastin sleppti takinu. Paul hafði ætlað að hlaupast leiðar sinnar að svo búnu, en Bastin hafði lagt höndina á öxl honum og skipað honum að sitja kyrr, því að hann hefði ekki betra af því að fara burtu. Og Paul, pervisalegur og flöur í andliti, hafði þá skyndilega komizt að raun um, að þessi sterki maður sem hann hafði haldið vera dauðadrukkinn, var ger- samlega allsgáður. ,,Hefurðu aldrei hugsað þér að giftast? spurði Bastin. Síðan tók hann að útmála fyr- ir Paul, hversu fögur Margarite væri, hversu auðugur faðir hennar væri og hversu lcona hans væri tilvalin sem fyrirmyndar tengda- móðir. Bakarafrúin myndi tvímælalaust telja Paul ágætt efni í tengdason; sér væri óhsett að trúa honum fyrir dóttur sinni það sem eftir væri ævinnar — því að hún sæi það a honum óðara, að hann væri ekki svo langt niðri að vinna sem bakari eins og Bastm gerði, sem ekki hefði komið öðru í kring en vinna fyrir þau hjónin og bjarga fyrirtæki þeirra frá fjárhagslegu hruni og sjálfum þeim frá fátækt í ellinni. Bastin hét því, að nú skyldi allur sá nus- skilningur verða leiðréttur, því honum fannst hann hafa fundið í Paul manninn til að valda þeim öllum þeim leiðindum og ama sem hann hafði sjálfur verið svo heimskur að reyna að bægja frá þeim. Daginn eftir var Bastin mjög iðrunarfull' ur, og Margarite leit á hann með fyrirlitn- ingu, rétt eins og eðlilegt er um sanna heið- ursstúlku gagnvart ómerkilegum bakarasvem1 sem fer heiman kvöld eftir kvöld og drekkm sig fullan. Og Bastin sagði henni þá frá Pmd frænda sínum sem lægi uppi á lofti og svsefu en sem hún gæti farið og heilsað síðar um daginn. Hann lýsti fyrir henni fölleitu °S fögru andliti frændans, stórum og dökkum augum hans og mjúkum og hvítum höndun- um. Hann notaði hugmyndaflugið við þessa lýsingu á frændanum, og það hugmyndaflnS var alið á heitri hefndarlöngun — þeiiT1 hefndarlöngun, sem aðeins forsmáður elsk- hugi getur fundið til. Þannig fór, að Paul hélt áfram að dvelj' ast þar í húsinu, öllum bænum til ama. Eftir að hann hafði dvalizt þar um skeið, tók hann að fá roða í kinnamar, og hann varð fjaðm-' magnaðri og hressari en hann hafði áður vei' ið. Hann hélt áfram að bæta við þá skrÖk sögu sem Bastin hafði búið til um uppruna 6 H E I M I L I S B L A Ð I f

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.