Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 12
eltki gera það ? Hvers vegna á að taka það frá mér? Ó, góði Guð, taktu það ekki frá mér. Eg var svo glöð. vernig á ég nú að geta lifað ?‘ ‘ Það var barið að dyrum hjá henni. Hún spratt skelkuð á fætur. — Setjum svo, að frænka hennar fyndi hana þarna, flóandi í tárum. Iíenni tókst með miklum erfiðismun- um að láta rödd sína hljóma nokkurn veg- inn eðlilega. „Hver er það?“ „Það er ég — Poul! Mig langar til þess að fá að tala við yður.“ Hún varð gagntekin af kvíða. Poul! A þess- um tíma dags! Hvað vildi hann? Hvernig átti hún að útskýra fyrir honum, að hún væri að fara og af hverju hún hefði verið að gráta? Iíún þurrkaði tárin af sér með vasaklút sínum með titrandi höndum. ,,Andartak!‘ ‘ Ilún liljóp að speglinum, púðraði sig í skyndi í andliti, dró hatt nið- ur yfir hár sitt og bað þess, að hann gæti ekki séð neitt óvenjulegt á lienni. Síðan opnaði hún dyrnar. Þegar hún sá hann, gleymdi hún alveg sinni eigin eymd af áhyggjum iit af honum. Hann var mjög fölur í andliti og svipurinn einkennilega beiskjulegur. Það var allt annað en rólega og brosandi andlitið, sem hún var vön að sjá. Augu hans voru ekki lengur góðleg og blíð- leg, eins og þau sæju alltaf hið bezta hjá mönnunum. Það var reiðisvipur í þeim — gremjusvipur. Hann var stuttur í spuna af geðshræringu. „Farið í kápuna yðar og komið með mér! Eg vil ógjarna vera lengur en bráðnauðsyn- legt er í þessu húsi. Flýtið yður!“ Gréta flýtti sér ringluð aftur inn í her- bergið, þreif kápuna og hljóp niður stigann á eftir honum. Hún hevrði, að frænka henn- ar var eitthvað að skarka í eldhúsinu. Og nú gekk hún við hlið Pouls eftir langri, grárri götunni, og hann sagði með óstyrkum og lirjúfum málrómi: „Þér gerðuð þetta þá allt mín vegna, Gréta ? Þér höfnuðuð því að fara yfir til auðugu frænku yðar í Ameríku og verða þar eins og dóttir á heimilinu. Þér unnuð hér nær því kauplaust og fyrir þennan andstyggilega kvenmann, sem ég hélt, að yður liði svo vel hjá. En hvað ég hef verið heimskur! Eg get aldrei fyrirgefið sjálfum mér það.“ „Hefur hún — hefur hún sagt yður það?'1 stamaði Gréta veraldarlega. Hún sá það ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum sínum, hvernig frænka hennar hefði gert hlægileg öll kær- leiksverkin, sem hún hafði unnið til þess að gera honum lífið bjartara og auðveldara. „Ég hef alls ekki talað við hana. Ég koiu inn og heyrði röddina í henni, þegar hiin var að æpa upp til yðar. Ég stóð í gangin- um og heyrði allt saman.“ Það var eins og tár glitruðu í gráum aug- um hans, þegar hann hélt áfram: „Gréta, — ég tilbið yður. Mér var það ekki ljóst í upphafi. Ég hélt, að það væri aðeins vinátta, sem ég bar í brjósti til yðar. Og þegar sannleikurinn rann upp fyrir mér, gat ég ekki fengið af mér að segja yður það, af því að ég hafði ekkert að bjóða yður. En ég hafði grun um, að þér vissuð, hve mikils virði þér væruð mér.“ Gréta skildi vel, hvers vegna hann sagði allt þetta. Það var auðvitað ekki af því, að liann elskaði hana. Hún var ekki stúlka, sem karlmaður gat orðið ástfangin af. Hún var lítilmótleg og venjuleg, og hún hafði aldrei átt reglulega fallegan kjól. En nú, þegar hann hafði fengið að vita, að hún elskaði liaun, og að hún liefði gert ýmislegt fyrir liann, taldi hann sig nauðbeygðan til þess að .. • ,,Nei,“ sagði hún og brosti hugrökk til lians, „segið ekki meira. Ég veit, að leyndar- mál mitt hefur komizt upp. Þér hafið heyrt allt saman, svo að það stoðar ekkert fyrir mig að neita. En ég — við getum lialdið áfram að vera vinir þrátt fyrir það, er það ekki ? Ó, þér þurfið ekki að láta eins og — eins og ...“ Þau voru komin inn í skrúðgarðinn. Ilann nam staðar og horfði á hana. „Láta eins og — eins og hvað ? Haldið þér, að mér gæti dottið það í hug? Hvað haldið þér, Gréta?“ „Ég get ekki afborið, að yður finnist þér vera nauðbeygður til þess að segja, að yður — þyki vænt um mig.“ „Það geri ég ekki heldur, Gréta. Ég elska þig! Ég hefði átt að segja þér það fyrir löngu. En ég hef orðið fyrir ýmsum von- brigðum. Manstu eftir helginni, þegar ég var fjarverandi. Eg fór út til Lorings-fjölskyld- unnar, af því að Loring er þekttur blaðamað- 12 H E IM IL I S B L A Ð I P

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.