Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14
viturlegt af ungri stúlku að láta sér nægja það, sem hún gat fengið. Fay var hagsýn í eðli sínu og lét sig ekki dreyma dagdrauma um prins eða milljónamæring í lúxusbíl. Það var barið að dyrum, og húsmóðirin, hin feita frú Bennet, opnaði dyrnar og kom inn, móð og másandi eftir að hafa gengið upp hinar mörgu tröppur. Hún hafði dapurlegar fréttir að færa. Gamla frú Pierce uppi í kvistherberginu hafði veikzt síðdegis og orðið að fara í rúm- ið. Læknirinn hafði komið og sagt, að hún yrði að hafa einhvern til þess að sitja hjá sér um kvöldið. Nú vildi svo óheppilega til, að frú Bennet þurfti nauðsynlega að fara og heimsækja systir sína, sem var veik, og hún vissi ekki, hvað hún átti að taka til bragðs. Iivern átti hún að fá til þess að gæta gömlu frú Pierce ? Ungfrú Lorrimer niðri í stof- unni ætlaði á hljómleika. Frú Parson í garð- herberginu var fjarverandi, og gamla frú Lacey ætlaði í leikhúsúið með frænku sinni. Það var ekki ein einasta manneskja í öllu húsinu, sem var ekki vant við látin þetta kvöld. „Já, við getum ekki hjálpað yður,“ sagði Doris. „Flýttu þér nú, Fay, við þurfum að fara að leggja af stað.“ „Getið þér í raun og veru ekki fengið neinn til þess að sitja hjá gömlu konunni 'V ‘ spurði Fay. Húsmóðirin hristi höfuðið ákaft. Hún var mjög áhyggjufull á svip. „Eg veit ekld, hver það ætti að vera, ung- fró Eeverest,“ sagði hún. „Eg er hrædd um, að frú Pierce verði að komast af á eigin spýtur. En það er hægar sagt en gert. Hún er orðin nær því áttræð.11 „Það er gott, frú Bennet,“ sagði Fay. „Þá skal ég vera hjá henni.“ Þakkarorðin streymdu af vörum frú Benn- et, en Doris greip andann á lofti. „Ertu gengin af göflunum, Fay? Ætlar þú þá ekki að vera á dansleiknum, sem þú hefur keypt þér nýjan kjól fyrir, og sitja í þess stað og gæta þessarar gömlu nöldurskjóðu, sem vill varla heilsa oklmr í stiganum? Hvað 'heldur þú, að Eidde segi?“ En Fay gaf henni engan gaum. Hún sneri sér að frú Bennet. „Eg skal vera hjá gömlu konunni. Segið henni, að ég komi. Og munið að segja mér, áður en þér farið, hvort það er eitthvað sér- stakt, sem hún á að fá.“ Fay var að fara úr samkvæmiskjólnum síu- um. Doris horfði ágirndaraugum á hann, en auðvitað — hún gat ekki mátað hann. „Ég hef aldrei vitað annað eins!“ sagði hún. „Hug-sa sér, að ...“ „Þri mátt hugsa það, sem þú vilt,“ sagði Fay rólega. „Ef þú heldur, að ég gæti farið út að skemmta mér núna, þegar ég veit, að vesalings gamla konan liggur hérna alveg ein og hjálparvana . . . Segðu Eddie, hvernig þessu er farið, og segðu, að mér þyki þetta mjög leitt.“ „Hann heldur að þú sért gengin af göfl- unum,“ sagði Doris, en hiin kom ekki með fleiri mótmæli. Andlitssvipur hennar var ein- kennilega hugsandi. Tíu mínútum síðar gekk Fay upp á loft, klædd hversdagspeysunni sinni og pilsinu, og barði að dyrum á kvistherberginu, þar sem frú Pieree bjó. Það var hálfdimmt í herberginu, og þar logaði aðeins á litlum olíulampa, sem ósaði lítið eitt. Herbergið var ákaflega fátæklega búið húsgögnum. Gólfteppið var svo slitið, að ógerlegt var að greina mynstrið í þvi- Gamla konan sat uppi í rúminu, me.ð lilaða af púðum í kringum sig og með grátt sjal yfir herðunum. „Komið þér hingað til þess að sitja hja mér í kvöld?“ sagði hún loðmælt. „Það ei' sannarlega fallega gert af yður. Frú Bennet kom upp og sagði mér það. Haldið þér ekki, að þér gætuð glætt eldinn svolítið betui' i ofninum? Það er kalt í kvöld.“ Fay hafði tekið prjónadót með sér. Hun skaraði svolítið í ofninn, svo að eldurinn glæddist, síðan settist hún á stólinn við rúm- ið. Hún vissi ekki almennilega, um hvað liún ætti að tala við gömlu konuna. Hún fór að hugsa um, að nú ætti dansinn líklega að fara að byrja, og nri fengi Eddie að vita, að hún kæmi ekki, af því hún ætti að gæta gamallar, veikrar konu. Eddie mundi finnast það ekki ná neinni átt, og hanu vrði henni eflaust reiður. Jæja, en hvað var við því að gera? Maður varð að gera það. sem manni fannst rétt, og kæra sig kollóttan um það, hvað öðrum fyndist. Ilún ætlaði alls ekki að hugsa um þennan dansleik. 14 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.