Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 15
Hún banðst til þess að lesa upphátt fyrir Pierce, og það tilboð var þegið með eins konar kuldalegu þakklæti. Fay sat og las 'lPphátt í heilan klukkutíma. Höfuð gömlu konunnar seig smám saman til hliðar niður á koddann, og Fay sá, að hún var sofnuð. ^ay sat kyrr og horfði á gömlu frú Pierce. Frú Pierce hafði líka einu sinni verið ung stúlka, full þeirrar eftirvæntingar og vona, Serri einkenna æskuna. Og nú var því öllu }°kið. Hún lá veik í fátæklegu kvistherbergi 1 lélegu matsöluhúsi við leiðinlega götu. Hún Var ein. Frú Bennet sagði, að aldrei kæmi ^einn að heimsækja hana. Þó að hún hefði emhvern tíma lifað hamingjudaga, var það Samt sorglegt, að endalokin urðu svona. Fay ^ékk tár í augun. Eg hefði átt að vera svolítið vingjarnlegri v|ð hana fyrr, hugsaði hún. Hún er ef til viH svolítið ónotaleg að eðlisfari, en- það hlýt • **r líka að vera ömurlegt að sitja svona ein. laður ætti að vera góður við einmana mann- eskjur. í*ó að Fay væri sjálf fátæk og ynni baki . r°tnu, fannst henni samt, að lífið væri ynd- islegt. Það var svo margt til þess að gleðj- ast yfir. Meðal annars var það Eddie og að- úáun hans og heimskulegu, en kærkomnu nrosyrðin hans. Það veitti svo mikið öryggi aé vita, að hann beið alltaf eftir henni til ness að fylgja henni heim á kvöldin, og það Var svo gott að geyma þá von í brjósti, að ann mundi einhvérn daginn — ef til vill ráðlega — spyrja, hvort hún vildi giftast honum. Og þó — það var víst elcki ástæða til þess að treysta allt of örugglega á það, hugsaði 'n skynsama Fay litla Eeverest og andvarp- aoi. Hún leit á armbandsiirið sitt. Klukkan var álftíu. Nú stóð dansleikurinn sem hæst. Það Var ógerlegt að stilla sig um að hugsa um J ao. Ljósblái kjóllinn hafði verið svo yndis- ee:a fallegur. Ef hún hefði verið þar, hefði ndie og hinir karlmennirnir áreiðanlega áðst mikið að henni. ^ Hamla konan vaknaði og tók að hósta. Fay , °ví?ði sig yfir hana. Frú Pierce var kafrjóð andliti, og hóstinn í henni virtist hrista a 'Ul gamla, magra líkamann. , ■■Hixtúran —“ saerði hún og greip andann d ofti. „Brúna —- flaskan." Fay þreif flöskuna og hellti nokkru af inni- haldinu í skeið. Hóstinn dvínaði, þegar frú Pierce hafði tekið það inn, eldrjóðar kinnar hennar jöfnuðu sig smátt og smátt. Kulda- hrollur fór um hana, og Fay sagði: „Yður er kalt. Hafið þér ekki hitapoka?“ Hitapoki var í rúminu, en hann var nú aðeins hálfvolgur. Fay tók hann, tæmdi hann og setti vatn yfir ofninn. Gamla konan sagði gremjulega: „Hvernig getið þér farið svona heimsku- lega að ráði yðar að hella vatninu niður, svo að mér verður kalt af að liggja hér, þangað til hitt er orðið heitt? Hugsið þér yður ekk- ert um?“ „Afsakið,“ sagði Fay. „Það var líka heimskulega gert af mér.“ Þegar hún kom aftur skömmu síðar að rúminu með fullan hitapokann, lagði gamla konan krumlulaga höndina á handlegg henn- ar og sagði í afsökunarrómi: „Þér skuluð bara kæra yður kollótta um mig, vina mín. Eg er önuglynd gömul kona, og kvalirnar, sem ég hef fengið í síðuna af þessum andstyggilega hósta, gera mig skap- vonda. Þér megið ekki halda, að ég sé van- þakklát. Það er ég ekki — þvert á móti.“ Skömmu síðar bað hún Fay um að ná í ritföngin sín, því að hún kvaðst þurfa að skrifa áríðandi bréf. Fay færði henni það, sem hún bað um, og næstu tuttugu mínút- urnar sat frú Pierce með hlaða af púðum í kringum sig og skrifaði hægt og með vand- virkni. Iíún hafnaði boði Fay um að skrifa fyrir hana. Þegar hún hafði lokið við að skrifa, lét hún bréfið í umslag og lagði það í skrifmöppuna. Leyndardómsfullt bros lék um andlit hennar, og hún endurtók aftur og aftur hvíslandi röddu: „Nei, ég er ekki van- þakklát. Eg er alls ekki vanþakklát.“ Hún mókti um hálftíma, og Fay hélt áfram að prjóna. Frú Bennet kom heim klukkan hálftólf úr heimsókn sinni til systur sinnar. Gamla frú Pierce vaknaði, þegar hún heyrði fótatak húsmóðurinnar í stiganum. Frú Bennet hafði svefnherbergi sitt í næsta herbergi við, svo að Fay gat nú vel dregið sig í hlé. Þegar unga stúlkan beygði sig yfir rúmið til þess að bjóða góða nótt, datt henni allt í einu í liug að kyssa á hrukkótta kinn gömlu kon- unnar og gerði það. Frú Pierce hvíslaði: flEllIILISBLAÐIÐ 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.