Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 24
Mágkona hans Eftir ALEX STUART Cathrine sótroðnaði, og hún reis á fætur með kreppta hnefana: „Eg yil ekki eignast barn, frú mín! Og ég vil ekki heyra þig segja, að ég hafi svikið Andrew með því móti að hafa ekki alið honum barn. Við erum ung, og við viljum njóta lífsins í nokkur ár án þess að vera bundin. Við ...“ „Þetta er annað en Andrew hefur sagt mér,“ greip gamla konan fram í. „Svo kann ég ekki við þennan tón. Hann skortir kur- teisi og virðingu, en ég krefst af þér hvors tveggja, Cathrine.“ Cathrine sá, að gamla konan var orðin náföl, og gremja hennar hjaðnaði jafn skjótt og hún hafði sprottið upp. „Mér þykir þetta miður. Það var ekki ætl- un mín að vera ókurteis ...“ Hún laut fram á við og kyssti frúna á kinnina. „Fyrirgefðu mér . .. ég missti stjórn á mér.“ „Þá verðurðu að læra að hafa taumhald á þér,“ sagði gamla konan vingjarnlega og þó hátíðlega. Svo bætti hún við, allt að því biðj- andi: „Hlustaðu á mig, væna mín. Við meg- um ekki þrátta. Eg er viss um, að það viltu heldur ekki. Þú ert ung, og það er Andrew líka. En þið verðið að gerast fullorðin og hegða ykkur eins og fólk sem hefur ábyrgð, skilurðu. Þetta eru ekki auðveldar kringum- stæður fyrir neitt okkar, og við gerum þær ekki auðveldari með því að þrátta og kýta. Kannski er þetta erfiðast fyrir Nin. Eg vil sjá hann hamingjusamlega kvæntan, því að mér líður ekki vel fyrr en það hefur komizt í kring, og Andrew ekki heldur. En mundu það Cathrine, ef við búum öll hér saman að Guise, að Andrew er maðurinn þinn, og þú átt að vera lionum trú.“ Svo klappaði hún á hönd Cathrinar: „Jæja, taktu nú til hendi og sjáðu um, að maturinn komi á réttum tíma, ef hægt er, úr því það er fyrsti dag- ur Nins eftir heimkomuna. Ef þú sérð hann, þá segðu honum að koma hingað til mín. Mig langar til að tala við hann.“ „Gott og vel, frú,“ svaraði Cathrine. Orð hennar og rödd báru vott um hlýðni og undirgefni, en samt var ekki laust við ein- hvern uppreisnarbrodd í þeim. Hún hitti Nin í forstofunni og bað hann um að fara inn til ömmu simiar. „Eg sagði lienni af trúlofun ykkar, Nin ... bætti hún við. „HvaðV1 hálf-hrópaði hann og greip uin hanllegg hennar. „Gerðirðu það, Cathie! Ég bað þig um að gera það ekki. Ég sagði að þett.a væri leynilegt og ekki væri ætlunin að segja það hverjum sem væri.“ Cathrine losaði um handlegginn. „En Nin . . .“ IJún leit á hann, og augu hennar flóðu í tárum. „Amma þín er ekki hver sem er. Mig grunaði ekki, að þú myndir ekki vilja segja henni það. Auk þess ásakaði hún mig fyrir ... fyrir bókstaflega allt; óheiðarleiki í garð Andrew var það minnsta af því . • • og ég ... ég sagði henni það. Ég vissi satt að segja ekki, að þú vildir það ekki.“ „Ég hélt ég hefði gert þér það rækilega ljóst,“ sagði Ninian dapur. „En það er ekk- ert við því að gera úr því sem komið er. Það er bezt ég fari og tali við liana. Andrew er kominn, veiztu það ? Hann er að leita að þér.“ „Er hann?“ sagði Cathrine kæruleysislega- „Ég er í eldhúsinu, ef hann þarf að tala við mig. Ég ætla að revna að fá frú McLean til að hafa matinn til reiðu stundvíslega -— til tilbreytingar. Hún er illviðráðanleg, Nin.‘ „Hver — gamla McLean? Það hélt ég Þ° ekki, hún hefur verið hér árum saman.“ „Kannski er það ástæðan. Hún er orðin of gömul. Þú hefur ekki hugmynd um, hvað eg verð að þræla mér út í þessu húsi, Nin. Fru- in kvartar í sífellu, og hún tefur stöðugt tímann fyrir Elspetli, þannig að öll ábyrgð- in fellur á mig — og ásakanirnar ef eitthvað fer úrskeiðis, og það kemur iðulega fyrir. „Nei, segðu þetta ekki. Það getur þó ekki verið svona slæmt, ha? Meirihlutinn af hÖll- inni er ónotaður, og við höfum aldrei kraf- izt mikils. Ég held þú ímyndir þér sitt uf hverju, heillin mín.“ 24 HEIMILISBLAÐlf

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.