Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 25
uNei, það geri ég ekki,“ svaraði Cathrine. munt komast að raun um það. Ég vona, stúlkan sem þú ætlar að giftast sé góð iúsmóðir. Br him þaðf ‘ Ninian fann fyrir því, að hann roðnaði eins 'V svikari. „Ég veit það nú ekki,“ svaraði úann vandræðalegur. „Hún er listakona. Ég úef aldrei spurt hana um kunnáttu hennar varðandi húshald.“ >,Þú ættir að gera það,“ sagði Cathrine, ’-því hún gæti þarfnast þess að kunna eitt- úvað, ef hún á að búa hér að Guise.“ ,,Það yrði kannski ekki svo lengi.“ Hann leit á klukkuna. „Tíminn líður og ég verð hitta ömmu áður en ég skipti um föt. Og Pú ættir að tala við Andrew — ég meina Hann var mjög áhyggjufullur vegna Pess að þú varst að heiman. Ég sagðist ekki hafa séð þig; fannst fara bezt á því, en amma úefur víst sagt að þú hafir farið til Par- quhar.“ Cathrine hrukkaði brýnnar. „Já. En And- rew fór þangað. Joeelyn sagði frá því í sím- anum. Svo ég verð að fimia upp þá sögu, aÚ ég hafi ekið upp í heiðalöndin og verið Par allan daginn. Ég vona, að hann trúi mér Pegar ég segi það.“ Hún stundi. „Amma þín aegir, að hann megi ekki fá að vita sann- eikann, enda þótt mig langi mest til að segja eins og satt er. Það myndi ekkert koma hon- úni á óvart.“ „Ekki það ?“ Ninian neyddi sig til að tala vólega, en hjarta hans tók viðbragð. „Nei.“ Af rödd Cathrinar mátti greinilega eú’ra, hversu óhamingjusöm hún var. Hún gekk burt frá honum rétt í því sem , ndrew kom fram á stigapallinn. Hún gekk ^Harn í átt til eldhússins og leit ekki við. ndrew dokaði við og horfði á eftir henni. , **an sneri hann sér að bróður sínum og r°si;i. „Svo þú varst á tali við Cathrine?11 „Já, það var ég,“ svaraði Nin alvarlegur. ” ai\n var ag újóða mig velkominn heim.“ ”Eg geri ráð fyrir, að móttökukveðjan hafi )erið jafn hjartanleg og þú hefur verið bú- 11111 að gera þér í hugarlund fyrirfram?“ „Já, það var hún sannarlega.“ Þetta var ^ 1 °S sumt sem hann vildi og gat sagt við ndrew. En ef hann hafði verið hjá Fraqu- ,!l’• úlaut hann að hafa hitt Jill. Og samt a Úi hann ekki nefnt það, þegar þeir töl- 11 saman fyrir skammri stundu. Ninian BElM gramdist það, að hann skyldi ekki hafa að- varað Jill. En hann hafði ekki grunað, að vandræðin kæmu í ljós svo óvænt og hver á fætur öðrum með skömmu millibili. Svo sagði hann allt í einu: „Ég var að heyra, að þú hefðir heimsótt Joss?“ Andrew kinkaði kolli. „Já, það gerði ég.“ Röddin var kæruleysisleg. „Ég ... ég ... hitti þína nýju heitmey þar ... Ég verð að segja, Nin bróðir, að þetta hefur gengið fljótt fyrir sig!“ Það var háðshreimur í röddinni. „Ég vissi ekki fyrr, hvað þú ert fljótur að hefj- ast handa, ef þú vilt það við hafa.“ „Sagði hún ... sagði Jill, að við værum trúlofuð?“ spurði Nin óðamála. „Já, það gerði hún. Sýndi mér líka hring- inn.“ Hann leit stríðnislega á bróðurinn. „En þú verður að vera réttsýnn varðandi Jill. Ég fór með hana þangað sem við gát- um talað saman undir fjögur augu — og ég kom henni í klípu með því að láta í ljós tor- tryggni mína varðandi ykkur Cathie. Þú hlýtur að sjá, að þetta var allt nokkuð und- arlegt — amma sagði, að him ætlaði að vera hjá Farquhar daglangt, en þú værir uppi í herbergi þínu og svæfir. En þú varst ekki í herberginu, þegar ég kom þangað inn. Og Joss sagðist ekki hafa séð Cathie allan dag- inn, svo að allt var þetta undarlegt. Auk þess hefur amma reynt að fá mig út úr hús- inu með ýmsu móti allt frá því ég vaknaði um hádegið — svo að þú skilur, að mig fór að gruna sitthvað um þig.“ „Ég þykist vita, að Jill hafi tekizt að eyða þeim grunsemdum?“ „Onei, síður en svo. Jú, hvað Cathie snert- ir, þá tókst henni það. Mér skildist, að þú gazt ekki verið að trúlofast Jill og á sama tíma ekið Land Rovernum með Cathie — sama hvað þú gazt verið snar í snúningum í gamla daga — og hefur kannski lagt grund- völlinn að ýmsu þá! En reyndu, Nin, að bera dálitla virðingu fyrir skynsemi minni. Hvern eruð þið Jill að reyna að blekkja?“ „Eruð við að reyna að blekkja?“ endur- tók Ninian og fannst hann kominn í klípu, rétt eins og Jill hafði áður fundizt. „Hvers vegna heldurðu, að við séum að reyna eitt- hvað slíkt?“ spurði hann gremjulega. „Vegna þess að þú hittir stúlkuna fyrst í gærkvöldi. Og vegna þess að ég er ekki asni, Nin. Ég veit hvaða tilfinningar þú berð til ilisblaðið 25

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.