Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 27
orðin: „Það eru vissir hlutir, sem ég verð tala um við þig, áður en þú hittir ömmu máli.“ >,Það er líka margt, sem ég þarf að tala Um við þig„‘ svaraði Jill áköf. Hún sá, að °il Farquhar-fjölskyldan, sem sat við morg- Unverðarborðið, fylgdist svo vel með, að hún Vlldi ekki segja of margt. „Ég vil mjög gjarn- ai1 koma, Ninian. Hvenær á ég að vera til- oúin?“ »Ég skal vera komin eftir hálftíma,“ svar- a^i Ninian, „þú ert enn með Land-Roverinn, vona ég?“ >,Jú, hamingjan góða!“ Hún hafði alveg SÉymt bílnum. Joeelyn hafði endilega viljað halda smáveizlu í tilefni trúlofunarinnar kvöldið áður, og við það að svara öllum sPurningum hins unga Farquhar-fólks hafði hún nieð öllu gleymt bílnum, sem hún hafði láni. „Þarftu á honum að halda?“ spurði °ún. „Því að ég gæti svo vel farið í honum °S tekið þig upp á leiðinni.“ „^að myndi spara mér það að biðja And- Vew um Bentleyinn,“ svaraði Ninian dauf- J^Sa. „Þess vegna væri ég þér þakklátur, ef }ni vildir vera svo væn. Komdu að austurhlið- Joss getur sagt þér hvar það er. Ég bíð l°n þar — eigum við að segja eftir hálftíma? það í lagi?“ Jill fannst hann næstum of kurteis og tillitssamur, en hún var jafn kur- teis á móti, sagði já og kvaddi. -^egar hún gekk aftur inn í borðstofuna, var dengt yfir hana spurningum óðara er 01111 sagðist ætla að fara í veiðiferð með Ninian. Éiall litli sagði vonglaður: „Ég get dálítið þurr-flugu, Jill — ég hef sjálfur biiið ú®1, til. Og ég myndi ekkert vera fyrir, því ^ ég gaeti • rennt fyrir urriða, á meðan þú .. << Móðir hans gaf honum ómilt auga, og eldri , r°oir hans, John, sem var nítján ára og gekk ' kðsforingjaskólann í Sandhurst, sagði yf- 'Éætislega: „Það er til dálítið sem nefnist áttvísi, Niall. Maður þrengir sér ekki inn a "ýtrúlofað fólk; það veiztu að maður gerir „ kn Auk ]\ess geturðu rennt fyrir með þurr- "gunum þínum í læknum, er það ekki?“ „Ég var nú þar í gær,“ sagði Niall, „og cl"11111 þar áður og ...“ , 1 ‘Drgaret systir hans leit aðdáunaraugum a 'l'H og sagði, eilítið öfundsjúk: „Ó, hvað hEim þú ert hamingjusöm, Jill, að vera svona ný- trúlofuð honum Ninian! Ég vildi, að ég væri það, því hann er myndarlegasti maðurinn sem ég hef séð, og fröken Stormont, bekkjar- ráðskonan okkar, segir að hann sé hetja — auk þess sem margar stúlkur í bekknum hafa beðið mig um að útvega rithöndina hans. Viltu spyrja hann fyrir mig í dag? Ég á við, að fríið er rétt nýbyrjað og það er svo sem nægur tíminn, en maður veit samt aldrei. Þær gætu hafa misst áhugann, og svo er nú ekki eins og það standi brúðkaup fyrir dyr- um alveg á næstunni.“ „Já, Margaret, ég skal spyrja,“ svaraði Jill. Hún kláraði úr kaffibollanum og reis á fætur. „Viltu hafa mig afsakaða, Joss? Því ég verð að hafa fataskipti og ... Æjá, Nini- an sagði ég skyldi spyrja þig, hvort ég gæti fengið lánuð vaðstígvélin þín.“ „Þau máttu fá,“ svaraði Joeelyn. „Niall getur farið með þau út í bílinn fyrir þig. En ég vara þig við ...“ Hún virti grannvax- inn líkama Jills fyrir sér og brosti: „Ég hugsa að þú hverfir 1 þeim, því þau vega að minnsta kosti tonn!“ „Þú mátt fá mín stígvél,“ sagði John og brosti til hennar. „Ef þú ert þá annars að fara til að veiða. Annars væri það tímasóun og erfiði að vera að burðast með þau, og svo eru þau ekki beinlínis til fegurðarauka; vað- stígvél eru það sjaldnast.“ „Ég ætla að fara að veiða, ef þú vilt fá að vita það,“ svaraði Jill ákveðin. Svo gekk hún út, en Jocelyn hló við. Það tók hana tuttugu mínútúur að komast að austurhliði Guise-seturs. Þegar hún fyrst kom auga á höllina, hafði byggingin mikil áhrif á hana, meiri áhrif en hún kunni bein- línis við. Þetta var stór bygging — grá eins og virki og stóð þvert fyrir fjallagili með klettum krýndum hæðum umhverfis; þetta var eins og einmana höll í ævintýri, umvaf- in hátíðleika og dul. Allt þetta hafði mikil áhrif á Jill, sem komin var alla leið frá Ástr- alíu og átti ekki slíku að venjast, og hún rak upp stór augu þegar hún sá Ninian koma út um hliðið á múrveggnum til að hitta hana. Hann var brosandi, en leit annars mjög þreytulega út. Um munninn voru herkju- drættir eins og eftir mikið erfiði, og rödd hans var í ósamræmi við þau glaðlegu kveðju- orð sem hann fagnaði henni með. ilisblaðið 27

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.