Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 29
ekki sagt orðið trúlofun. „Var það um samkomulagið okkar í millum?“ »Já.“ Auðséð var, að hann roðnaði. Hann ^°k út úr sér línuna og leit á hana. „Jill, gæt- k'ðu hugsað þér að ... ég á við: gætirðu kngleitt það í alvöru ... að giftast mér?“ Andlit Ninians var í skugga. Jill starði á hann, án þess að geta lesið nokkuð úr svip hans, »>Eg er ekki viss um, að ég skilji alveg hvað bú ert að fara, Ninian,“ sagði hún að lokum. „Nei. Það er ekkert skrýtið.“ Hann reis á f®tur, lagði flugnaöskjuna frá sér á aur- hretti bílsins og sneri sér að Jill. „Má ég reyna að skýra það fyrir þér?“ »,Já, að sjálfsögðu.“ Af óskiljanlegri ástæðu var hjarta Jill farið að slá örar. Að haki þeirra stökk sindrandi lax, en hvorugt beirra tók eftir því. Jill þáði það þökkum sígarettu sem Ninian hauð henni, og sér til undrunar tók hún eftir því að hönd hennar skalf. Ninian hugs- aði sig um, en hönd hans var mjög styrk. „Eigum vi ð að fá okkur sæti?“ sagði hann. „Já, ef þú vilt.“ Þau settust og voru þögul litla hríð. Svo mælti Ninian: „Ég hef hugsað betta alls saman mjög rækilega. Ég get ekki haldið áfram að blekkja þannig, Jill, eða Segja ósatt. Ég einfaldlega get það ekki og hlýt að koma upp um mig fyrr eða síðar. Andrew er tortrygginn, og- amma er heldur enginn asni. Við komum okkur í enn verri hlípu með því að halda áfram á þessum grundvelli." „Já,“ svaraði Jill döpur, „ég hef komizt raun um það sama. Ég talaði við Andrew 1 gærkvöldi, áður en þú komst aftur.“ ,,‘Sagði hann það ?“ Hann skoti'aði augum til hennar. „JilÞ ...“ „Já?“ „Hafðirðu hugsað þér að slíta trúlofun- 111111 — látast vera þreytt á henni eða slíkt?“ Hún drúpti höfði. „Já, ég hafði hugsað niér það. Ég veit ekki, hvað annað við gæt- Uiu ger^ £ við, að ég vissi ekki, að við Sætiun haldið áfram sem ... sem .. “ ,,Haldið áfram á þann hátt sem við höfð- 11111 ráðgert?“ hélt hann áfram. „Nei, það S®tum við ekki. En ekkert getur komið í veg . ■v’1'|f, að við gerum nýtt samkomulag, er það?“ >>®g . . . ég býst ekki við því.“ Jill skildi H E IM IL I S B L A Ð I Ð ekki í sjálfri sér; þetta var vitfirring! Hún hafði komið hingað í dag til þess að reka endahnútinn á heimskulegt samkomulag við Ninian. Fyrir skammri stundu hafði hún ætlað sér að segja honum, að hún væri að fara á brott til Parísar. En samt beið hún og- sagði ekki neitt. Hvers vegna? I ham- ingjunnar bænum — hvers vegna? Vegna þess að bláu augun hans virtust svo særð, og vegna þess að hún óttaðist að gera allt verra fyrir hann en það þegar var? Hún fann eng- in svör við öllum þeim spurnum, sem þutu um kollinn á henni. Hún beið þess eins, að Ninian segði eitthvað. Allt í einu brosti hann og sagði: „Mig lang- ar til að þú takir vel eftir því sem ég segi, enda þótt ég sé hræddur um, að ég orði hugsanir mínar ekkert alltof vel. Það er ekki svo auðvelt að útskýra þetta — en ég vil hætta ... hætta þessum látalátum, skilurðu." Hann þagnaði aftur og horfði á hana. Svo sagði hann, alvarlegur: „Það er þess vegna sem ég spyr þig, hvort þxi viljir giftast mér, Jill.“ „En ...“ Jill leit á hann, harla varnar- laus. „Ég hélt þú vildir einmitt binda endi á þetta allt.“ „Já, það vil ég. Það verða engin látalæti lengur, ef við viljum raunverulega gifta okk- ur. Er það ?“ „N-nei. En Nin, þú elskar mig ekki. Og ég elska þig ekki.“ Han hristi höfuðið. „Satt er það. En hvor- ugt okkar er — ég meina, að við erum bæði laus. Eða segi ég kannski eitthvað sem ég ekki veit? Er kannski einhver annar maður í þínu lífi ?“ „Nei. Ekki lengur. Það var einu sinni, en því er lokið fyrir tæpu ári.“ Hún minntist hins fölleita og gáfulega andlitssvips Louis, og það var sem fyrir eyrum hennar ómaði músíkin í hlátri hans. Louis Montreux hafði verið sem skammvinnur og gleðivekjandi geisli í lífi hennar; hann hafði hjálpað henni til að verða þroskuð kona, kennt lienni að mála — og kennt henni hvernig hún átti að vera til fara. Hún hafði elskað hann, og hann hafði valdið henni djúpum sársauka; en nú var hann ekki annað en endurminning fram- ar, og hún hafði hvorki séð hann né heyrt frá honum í heilt ár. Hún sagði ekkert ann- að en sannleikann, þegar hún nú lýsti því 29

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.