Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 36
papriku og 1 pk. steinselju (persille), 2 porrur, Vi kg sveppir, 1—2 piparávextir, 4—5 msk. smjör, ea y± 1 vatn, 2 msk hveiti í jafning, 2 eggjarauður. Skerið rauðsprettuflökin í smástykki og hell- ið marinadeleginum yfir og í honum á fisk- urinn að liggja ca 1 klst. og er snúið annað slagið. Skerið púrrur og sveppi í sneiðar og piparinn í smástykki. Brúnið aðens í smjöri, hellið vatni yfir og látið allt sjóða í ca 10 mín. Þá er fiskstykkjunum hellt út í ásamt leginum og eftir nokkrar mín., þegar fisk- urinn er soðinn, er hveitijafningnum hellt út í. Tekið af eldinum. Tvær eggjarauður eru þeyttar í skál og rétturinn smám saman settur út í. Framreitt með hrísgrjónum. Og hér er svo uppskrift af góðu fiskfarsi- Fiskurinn er skafinn af roðinu. Vi kg. fiskur, 200 gr. nýtt svínsspik, 1 laukur, 1 egg + 1 eggjahvíta (e. t. v.) 2 msk. kartöflumjöl, 2 msk. hveiti, 2—3 dl. mjólk, salt, pipar. Fiskur, spik og laukur er hakkað saman tvisvar og er síðan hrært mjög vel með eggi, hveiti og ca 2 dl af mjólkinni, sem er látin út í smátt og smátt. Hrært ea 10 mín. í hrærivél og kryddað með salti og pipar. Setj- ið lok á skálina og látið hana á kaldan stað í tvo klukkutíma. Þá verður farsið þétt og gott. í Englandi er sá siður lijá kven- fólkinu að gera sér einliver skrautleg liöfuðföt fyrir páskana. Þessar tvær myndir sýna þó lítið afþeim f jölbreytileika sem kem- ur fram. <— Þessi litli steikarofn (Grill) var nýlega á búsáhaldasýningu í Par- ís. Hann er aðallega ætlaður til að liafa með sér í útúilegum. Svepparnir, sem konan er svona ánægð með, eru af pípusveppa- tegundinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.