Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 4
var fimm—sex mánaða gamall, gátum við með ákveðinni hendi og blíðlegum orðum tal- ið hann á að draga svolítið úr blíðuhótunum. Bjarnarhúnar lialda áfram að vaxa þangað til þeir eru um fimm ára gamlir, svo að hann minnti á svolítið mannsbarn í þroska sínum. Bangsi litli var hrifinn af bílum og áleit auðsjáanlega, að það væri skylda sín að hjálpa til, þegar gera þurfti við þá. Ef bif- vélavirki lá á bakinu undir bíl, lagðist hann hreykinkn ofan á brjóst mannsins. Og ef við- gerðamaðurinn ýtti honum burt, setist hann móðgaður á litla afturendann, lagði eyrun aftur á bak, opnaði ginið upp á gátt og skrækti. Hann var ekki ýkja gamall, áður en hann komst að því, að bezta liælið var áreið- anlega fast upp við vélina í bílnum mínum. Þegar ég, á ísköldum morgni, opnaði vélar- hlífina til þess að athuga olíubirgðimar, sá ég, að bangsi litli hafði klórað af allt ein- angrunarefnið, sem ég hafði límt vandlega á hlífina innanverða. Hann hafði notað það til þess að íitbúa handa sér svolítið notalegt ból milli vinstra frambrettis og vélarblokkar- innar; þar lá hann og horfði svörtum aug- unum sínum sakleysislega upp til mín. Kvöld eitt, skömmu eftir miðdagsverð, ók ég niður að pósthúsi, sem var níu kílómetra frá búgarðinum. Þá fyrst, er bensíngjafinn fór að kippast einkennilega til, rann það upp fyrir mér, að bangsi litli hefði auðvitað tekið á sig náðir. Á næsta andartaki heyrði ég væl, svo að ekki var um að villast. Eg ók út á vegarbrúnina, opnaði vélarhlífina og varð mjög sakbitinn, er ég sá örvæntingar- og skelfingaraugnaráðið hjá honum. Hann lá samanhnipraður í kjöltu minni, það sem oft- ir var ferðarinnar. Bangsi litli var gæddur óseðjandi forvitni gagnvart öllum heiminum, og þar sem hann var mjög nærsýnn — eins og allir bjarnar- húnar — gat hann alls ekki stillt sig um að þefa af, sleikja og snerta allt, sem fyrir hon- um varð á leið hans. Hvert sinn er hann gekk fram hjá mösurtré, reis hami upp á aftur- fæturna, beygði niður grein með öðrum fram- hramminum og tróð blöðunum upp í sig. Og þegar vindurinn blés fíngerðum svifhárum þystlanna til hans, rannsakaði hann þau af miklum áhuga bæði með tungunni og hrömm- unum. Morgun einn fann ég hann uppi á helm- ingahurðinui á hesthúsinu. Hann hékk í dyra- karminum á hægri framhramminum og hall- aði sér inn fyrir eins langt og hann gat til þess að reyna að sjá upp í svöluhreiður — ekki í von um að fá gómsæta máltíð matar, heldur af einskærri forvitni. Tilhneiging hans til þess að klifra um allt til þess að rannsaka livaðeina, sem hann kom nálægt, hafði nær því gert út af við hann, þegar hann var smáungi og klifraði upp eftir afturlöppinni á einum hesta okkar. Hestur- inn var stór og þungur rumur, um 800 klío, en hann varð svo hræddur, að hann sló aft- ur undan sér í fyrsta sinn í mörg ár, svo að bangsi litli fékk flugferð. í taugaóstyrk sínum tók hann að klifra upp eftir löppinni á einum hinna hestanna. En svo þurfti hann ekki heldur meiri reynslu. Eftir það var hann svo skynsamur að lialda sig í hæfilegri fjar- lægð frá öllum hestahófum. Það hlýtur að hafa hljómað frá öllum trjám í skóginum með laðandi hljómi til litla bjarnarhúnsins okkar: „Faðmaðu mig! Hann gat ekki látið þau afskiptalaus. Hann boraði klóm framhrammanna leiturhratt inn í slétta trjástofnana og lagði af stað upp eftir þeim, þannig að hann notaði aftur- hrammana eins og símamaður notar staura- skó sína, þegar hann fer upp í símastaur. Hann fór alltaf aftur á bak niður, oft með miklu yfirlæti og mjög glettnislegur með svo- lítinn kvist í hvoftinum. Þegar hann var dag noklcurn hátt uppi í hvítgreni, hlýtur hon- um að hafa fatast, því að hann steyptist allt í einu niður með hausinn á undan, en grem- ar og kvistir brotnuðu eins og eldspýtur r kringum hann. Hann féll meira en sex metra, svo að það kom heldur en ekki dynkur, þegar liann kom til jarðar. En fáeinum sekúndum síðar hlýddi hann glaður og ánægður lað- andi kalli næsta trés, og þar sem um 400 tre voru á hverjum hektara — auk trjábúta og stofna, sem höfðu oltið um — hafði bangsi litli nóg að gera allan daginn. Hami leit á heimili okkar sem sitt eigið heimili og klifraði upp eftir húsinu og mn um alla glugga, sem af tilviljun stóðu opnm- Eina nótina dreymdi mig, að ég heyrði smell- ina í ritvélinni minni, og þegar ég vaknaði næsta morgun, voru allir hamrarnir flæktn' saman í einni kös, og skjöl mín lágu á við og dreif um allt gólfið. Eftir það gætti ég 48 HEIMILISBLAÐlp

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.