Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 7
Gaman var að fylgjast með því, hvernig það var, þegar engu var líkara en þeir væru að bjóða hver öðrum góða nótt. „Þeir tvístíga °iikið,“ skrifaði ég. „Það er eins og þeir rabbi saman — með fótum og vængjum. Einn íuglinn kemur sér fyrir um stund, en flytur S1g svo úr stað og sezt örskammt frá öðrum fugli, blakar vængjum andartak eins og í varnaðarskyni.“ Þannig kemst hver og einn fugl smám saman á eins konar „öryggis- svæði“, sem hann getur helgað sér einum; Bieð því móti hefur hver fugl sitt pláss, og samt sitja þeir nógu þétt til að njóta hlýju hver frá öðrum. Um kaldar nætur þyrpast lynghænumar svo þétt saman, að þær bein- |ínis snerta hver aðra, en snúa þó allar höfði 1 átt út úr hvirfingunni, þannig að þær verða ftjótari til að verða varar við mögulega hffittu. Sumir fuglar sitja svo þétt upp að Vlsnum trjáblöðum beyki- og eikartrjáa, að hlöðin beinlínis halda á þeim hitanum. Puglar hafa hæfileika til að láta í ljós ótta, °g þess vegna reyndi ég að veita athygli tísti þeirra áður en þeir tóku á sig náðir. „Tístið er nokkuð ótt og hvellt,“ skrifaði ég. En mér láðist að bæta við því sem ég síðar tók eftir nefnilega, að eins konar kvörtunarhljóð Vlrtist koma í tíst þeirra eftir því sem hita- stigið minnkaði. Klukkan 16,40 urðu allir tnglarnir skyndilega þögulir. Þá var orðið Svo dimmt, að innra eðli þeirra hefur mælt Svo fyrir, að nú skyldu þeir sofna. Nóttin Var skollin á, og hún var köld og dimm, enda v°n á snjókomu. — Nú var verkefni mínu hannig háttað, að ég átti að velja mér alveg Serstakan fugl úr hópnum og fylgjast með aiiri hegðun hans. Ég gekk feti nær runn- anum. Einn snjótittlingurinn, sem lent hafði 1 jaðri þyrpingarinnar, teygði sig í sömu andrá út í ljóskeiluna frá glugganum og sneri höfði í átt til mín. Augun voru hálflukt og syfjuleg, og bringufjaðrirnar voru úfnar, svo hann gæti betur haldið á sér hita. í kíki mín- Urn sá ég lítinn hvítan blett á nefi hans, sem ekki var á nefi hinna fuglanna. Þar sem ég stóð og virti fuglinn fyrir mér, gaf ég honum nafnið „Zill“, en það fannst mér 111111 na á síðasta tísthljóð þessarra fugla áður þeir tóku á sig náðir. Síðan gekk ég inn 1 húsið til þess að búa mig undir áframhald- andi næturvöku. •^æstu athuganir, á klukkustundar fresti, ^EIMILISBLAÐIÐ báru ágætan árangur svo langt sem það náði. „Zill tvístígur eilítið og færir sig lítið eitt. Hann kroppar í átt til nágrannans, sem aft- ur kroppar í hann á móti. Samkvæmt stað- hæfingu sérfræðinga er slíkt nábúa-nart fugl- anna í þeim tilgangi gert að örva blóðrásina og auka þannig líkamshitann.“ Kl. 22 tók ég eftir því, að Zill hafði stung- ið höfðinu undir væng. „Ljómandi,“ skrif- aði ég. „Þegar hann hefur hniprað sig þannig saman, er yfirborð hans minna og um leið minna hitatap. Auk þess notar hann líkams- hitann til að anda honum inn í fjaðurham- inn.“ Nóttin sniglaðist áfram. Það tók að snjóa, og frostið jókst til muna á skömmum tíma. Um miðnætti var það 28 stig. Hljóð kirkju- klukknanna í grenndinni heyrðist dempað vegna snjódyngjunnar. Fuglamir voru óhugnanlega rólegir. Ég skrifaði, áhyggju- fullur: „Zill skelfur og þjappar sér nær ná- granna sínum.“ Til þess að hrekja ótta minn á bug, fletti ég nú upp í bókum þar sem fjallað var um það, hvernig aðrir fuglar komast af um næt- ur, þegar kuldi er hvað mestur. Igður, spæt- ur hnythrjótar setjast að í holum trjám, þar sem þessir fuglar geta komið hitastiginu inni- fyrir upp í 20 stig yfir frostmark með lík- amshita sínum einum saman. Endur hafast við á tjörnum sínum miðjum, þar sem vökin er og hlýjast. Dúfur og starrar koma sér fyrir á syllum og svölum múrsteinshúsa, þar sem grjótið varðveitir oft einhvern hita frá sólskini liðins dags. Heysátur og hlöðuloft veita einatt skjól hundruðum spörva og ann- arra smáfugla. Þegar ég gekk út fyrir um eittleytið, var ég alvarlega uggandi um það, að fuglarnir gætu ekki lifað af allan þennan kulda, því að svo nístingskalt var, að mig tók í lungun. Það snjóaði látlaust, og ég sá aðeins glitta í Zill, sem kúrði í hnipri á grein sinni og drúpti höfði gegn snærrokinu. „Ég held hann þjáist í kuldanum,“ skrifaði ég, án þess að reyna að vera tilfinningalaus og hárnákvæm- ur. „Hann hefur tútnað út, rétt eins og hann sé með lungnabólgu.“ Ég lagði frá mér penn- ann og horfði á logandi rafljósið og raf- magnsofninn. Hvemig var hægt að ná í leng- ingarsnúru um þetta leyti sólarhrings? Ég hraðaði mér til nágrannanna. Fjölskyldan 51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.