Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 8
var öll að heiman. Ég skildi eftir orðsendingu og fór inn til mín aftur, skjálfandi af kulda þrátt fyrir ullarbuxurnar, peysuna og yfir- frakkann. Klukkan tvö heyrði ég líkt og viðvörunar- merki frá einhverjum fuglanna. Snjónum hafði nú kyngt svo þétt niður milli trjá- greinanna, að ég gat ekki greint, hvað am- aði að. Ég hvarf aftur inn til bóka minna. — Dýrasálfræðingurinn David Davis skrif- ar: „Sérhver raunveruleg hætta í nánasta umhverfi veldur fyrst hræðslu-viðbragði, síð- an andspyrnu eða aðlögun, en að lokum — ef hættan heldur áfram að vera yfirvofandi — þreytu og dauða.“ Meðal þeirrar hættu, sem nefnd var, var einmitt of mikill kuldi. I andartaks örvinglun hringdi ég til skóla- bróður míns til að spyrja hann, hvað ég ætti til bragðs að taka. Það svaraði enginn. Stuttu síðar var barið lauslega að dyrum. Þar var kominn nágranni minn með framlengingar- snúruna. Mér varð litið yfir öxl hans í átt- ina að runnunum. Þeir voru næstum á kafi í snjó. Það var ekki að sjá, að einn einasti vængur bærðist sem tákn um lífsmark. „Ég þakka þér fyrir,“ sagði ég, „en ég geri ekki ráð fyrir, að ég þurfi á henni að halda.“ Loks klukkan fjögur tilkynnti útvarpið, að draga myndi úr snjókomunni og að frostið væri í rénun. Ég ákvað að ganga út fyrir og grafa dauða fuglana upp úr snjódyngj- unni. Hugsazt gat, að mér tækist að vekja einhverja þeirra til lífsins með því að verma þá millum handanna. En þá varð ég sam- stundis gripinn vonleysi. Ég hætti við að fara út, en stillti þess í stað klukkuna mína svo að liún vekti mig í aftureldingu; lagð- ist síðan dauðþreyttur til svefns á legubekk- inn. Þegar ég vaknaði, smaug grá dagsbirtan inn um gluggann. Isinn úti á tjörninni brast og brakaði, svo það var líkast byssuskotum. Ég gekk að dyrunum og opnaði út, þótt mér væri það þýert um geð. Það hafði dregið úr storminum, en snjórinn hafði skeflt í háa skafla við útihúsin. Til þess að fresta því enn um sinn að gægjast í runnana, tók ég til að moka snjónum frá dyrapallinum. Þá var það, að snjódyngjan yfir runna- stóðinu brast allt í einu, líkt og þegar fræ- hýði opnast, og allir smáfuglarnir með tölu flugu út í gráan vetrarmorguninn! Þeir dill- uðu hvítum stélfjöðrunum í ákafa, hnituðu hringi í loftinu, steyptu sér og flugu hver framhjá öðrum, en ég stóð grafkyrr og trúði vart mínum eigin augum. Og einn þessara fugla var með hvítan blett á nefinu! Þar sem ég stóð þarna alls hugar feginn, rann það allt í einu upp fyrir mér, að ég átti eftir að bæta við harla merkilegum at- hugasemdum í skýrslu mína. Á þessum árum vissi maður ansi lítið um einangrunarhæfm snævarins, en þarna var þó ljómandi gott dæmi um hana. Á meðan mælirinn hafði sýnt síminnkandi hita, hafði móðir náttúra breitt mjúka og hlýja voð yfir fuglana. Þessi þétta snjóvoð var bæði létt og loftfyllt, og fugl- arnir höfðu getað andað undir henni, þannig að hver um sig hafði dvalizt í sinni eigin snjóholu, ágætlega einangraðri. Á þessari stundu hvarf mér það litla sem eftir var af tillærðu vísindalegu raunsæi mínu. Ég hljóp inn í húsið og safnaði sam- an öllu sem ég gat fundið af brauði, rúsín- um og fuglafræi; fór svo út aftur og kastaði þessu á hjarnið. Og á meðan snjótittling- arnir skelltu sér yfir góðgætið, hló ég hjart- anlega og sagði upphátt: „Gleðileg jól!‘ Fuglamergðin þeytti snjókristöllunum hátt 1 loft upp, en samstundis brauzt sólin út úr gráleitum skýjunum í austrinu. Hin langa og stranga nótt smáfuglanna minna var liðin. „Gleðileg jól!“ hrópaði ég aftur. Og and- artaki síðar hafði allur hópurinn hafið sig til flugs á ný og var horfinn fyrir húsgaflinn. Litlu skrautlegu kanrí- fuglarnir una sér vel í búrum. 52 HEIMILISBLAÐI0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.