Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 10
Fituefni eru alltaf nokkurt vandamál. Jón 'borðar alltaf mikið á morgnana — rúgbrauð með fituríkum osti, linsoðið egg, hveitisnúða með ekta smjöri, nýmjólk og loks kaffi með rjóma. Þess konar skammtur fær tólffingra- þarminn til að kippa við sér. Honum er ósýnt um fitu í stórum skömmtum, og í sjálfvarn- arskyni gefur hann frá sér vaka (hormón), sem minnkar getur mína til vöðvahreyfinga. Því er það, að ef Jón borðar slíkan morgun- verð klukkan hálf-átta, er ég ekki nærri því búinn að afgreiða hann, þegar hann (þ. e. a. s. Jón) sezt að hádegisverðinum. Kuldi dregur einnig iir starfshraða mín- um. Ef Jón snæðir íburðarmikinn ísbúðing, minnkar hitastig mitt jafnvel um tíu stig og allt starf mitt liggur niðri þann hálftíma sem það tekur mig að vinna upp hitatapið, en eðlilegur hiti minn er rúmar 37 gráður. En þetta gerir svosem ekki mikið til. Mér liggur ekkert á. Satt bezt að segja lifi ég ósköp tilbreyting- arlitlu lífi. Lifur, hjarta, lungu og nýru eru að allan sólarhringinn, en ef Jón étur ekki beinlínis yfir sig að kvöldinu, þá á ég frí eftir að hann fer í háttinn, og þá má segja að við hrjótum samna til morguns. En úr því ég klýf sundur eggjahvítu, hvernig get ég þá lcomizt hjá því að kljúfa mig beinlínis í sundur sjálfan? Skýringin er ofur einfaldlega sú, að innveggir mínir eru huldir þunnu verndar-slími. En hverfi þetta slím af einhverjum orsökum, þá tek ég að hegða mér eins og mannæta. Eins og ég sagði áðan, þá er ég allmjög háður skaplyndi Jóns — ég er í eins skapi og hann. Þegar hann roðnar af reiði, þá roðna ég einnig. Fölni hann af ótta, þá fölna ég líka. Ef hann æsir sig upp við það að horfa á knattspyrnu, þá bregzt ég við með sama hætti og kirtlar mínir auka framleiðslu sína um helming eða þrefalt. 0g finni Jón ilminn frá steikinni í eldhúsinu eða sjái sæta köku í bakaríinu, þá verð ég óðara reiðubúinn til athafna. Eg herpist saman, það gaular í mér, og Jón viðurkennir að hann sé svangur. Á sama hátt verð ég þunglyndur þegar Jón er það. Hreyfingar mínar nema næstum staðar með öllu, og sama er að segja um framleiðslu mína á safa. Engu að síður borð- ar Jón, rétt eins og hann er vanur, en það sem hann lætur í mig liggur bara kyrrt, og þá finnst honum hann vera uppþembdur og ónógur sjálfum sér. Jón ætti að láta ógert að éta nokkuð, þegar liann er í slæmu skapi- Ollu verra er þó, þegar hann er tauga- óstyrkur eða áhyggjufullur, finnur fyrir streitu (sressi) eins og það er kallað, því að þá framleiði ég alltof mikla sýru, og það get- ur orðið upphaf að magasári. Þegar mikið mæðir á Jóni, ætti hann að breyta um mat- arvenjur. I stað þriggja stórra máltíða a dag, ætti hann að borða margar smáar — það er árangursríkasta ráðið til að hagnýta offramleiðslu mína á sýrum. Rétt eins og svo margir, þá hefur Jón einu sinni fengið snert af magasári, en hann hafði aldrei hug- mynd um það. Það var á meðan hann var í skóla; skömmu fyrir próf. Yið vorum báðir eins og festir upp á þráð; af einskærri ofur- spennu framleiddi ég alltof mikla sýru, og sú sýra rakst á stað í magaveggnum, sem var veikur fyrir. Ég olli Jóni kveisu, en hann skellti skolleyrunum og sagðist hafa étið eitt- hvað sem hann þyldi ekki. Þegar prófinu var lokið, með góðum árangri, slakaði J°u á spennunni, og þá minnkaði sýruframleiðsl- an, en ég fékk tækifæri til að þekja sárið með nýju slímlagi og græða það. Ég get orðið veikur, fengið bæði sár og krabbamein, en yfirleitt er ég fjarska harð- ur af mér. Rispu eftir fiskbein, t. d., lækna ég á einum sólarhring — en sams konar sar á hörundinu tekur viku að gróa. Leggi mað- ur skemmt kjöt í miður hreint vatn, þrífast sýklar óhemju vel; í efnakljúfandi safa ro®' um drepast þeir flestallir á svotil enguni tíma. Þó eru til þeir gerlar, sem ég fæ ekki ráðið við, og þess vegna þarf Jón að vera gætinn varðandi það, sem hann lætur ofau í sig, einkum í löndum þar sem lireinlætis er ekki gætt sem skyldi. Sömuleiðis eru til hlutir sem beinlínis erta mig, og þá einkum og sér í lagi pipar, en líkft sinnep og piparrót, þótt í smærri stíl sé. Þetta eru rammir hlutir, sem auka blóðrásina. þannig að ég verð yfirmáta rauður. Kafft tóbak og alkóhól eykur sýruframleiðslu míua; jafnvel einir tveir snafsar geta aukið hana um hleming. Þess vegna verða sjúklingar með magasár að forðast slíkt. Ég er ekki að ®tl- ast til þess, að Jón neiti sér með öllu um vin og tóbak, en hann gæti gert mér lífið þ®#1' legra — og ég gæti unnið honum betur H E IM IL I S B L A Ð 1P 54

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.