Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 11
e£ hann reykti og drykki svolítið minna en hann gerir. Og ef hann þarf endilega að þamba allt þetta kaffi, þá gæti hann mildað það svolítið með því að nbta rjóma. Hvaða álit ég hef á meðulum ? Jón hefur yndi af því að gefa mér „kúra“, eins og þann kallar það, hvort sem nokkuð er að mér eða ekki ( og vfirleitt er ekkert að mér!). h'lest læknisráð eru mér til meiri bölyunar en gagns. Og jafnvel tiltölulega hraustur magi eins og ég kærir sig ekki um hausverkjapill- Ur í tíma og ótíma. Þær geta valdið smá- þlæðingum . eins og undan títuprjónsstungu. Ekki svo að skilja, að slíkt sé alvarlegt, en það má bara ekki gerast of oft. Jón hefur mikla trú á natróni. Hann segir það sé gott við „súrum maga“. En hann ætti að nota minna af þvj en hann gerir. Það er ^tíótt að komast út í blóðið, og taki maður llln natrón of ört, getur maður fengið lútar- Seltu (alkalose), sem er mun verri en of- súrnun (acidose) og veldur nýrunum hættu- legu álagi. Jon kennir mér um ýmislegt sem ég á enga sok í. Hann kemst í vandræði, þegar „mag- irin“ veldur iniivortis skruðningum, en það er alls ekki ég sem (>r að verki. heldur starfs- þfffiður mínir, þarmarnir. Ég er engin gas- stoð. Þegar Jón ropar, þá er það af því hann þefur slokrað í sig sódavatn eða gleypt mat- inn of fljótt og heilmikið loft, að auki. Ef hann gæfi sér tíma til að borða skikkanlega hnatt, þá kæmi þess háttar ekki fyrir hann. Þegar Jón neytir einhvers, sem hann þol- lr ekki, ellegar drekkur of mikið alkóhól, get- Ur komið fyrir að ég neyðist til að senda það til baka. Samt er það í rauninni ekki ég, sem gef merkið um að moka flórinn. Þau boð koma frá heilanum og valda keðjuverk- un í ýmsum líffærum. Kviðar- og brjóstvöðv- arnir þrýsta að mér, efra magaopið opnast, bg — ja, þið kannizt við framhaldið ... Brjóstsviði, þessi „súra klígja“, sem lýsir sér eins og sársauki undir bringubeininu, er annað fyrirbærið til. Ef Jón hefur innbyrgt of marga bjóra, getur magaopið hætt að virka sem skyldi og ég get ekki tæmt mig; þegar Jón svo ropar, þá tekur loftstraumurinn ei- lítið af sýru minni með sér upp í véíindað, og hún veldur sviðanum. Annað og nieira er það nú eltki. Má ég að lokum gefá Jóni og Öllurh öðrum eitt gott ráð. Ég get brugðist illur við, ef mér er misboðið, en ef ég er yfirleitt hraust- ur, þá er ég fljótur að jafna mig aftur. Yms- ir eru þeir verkir,, sem líta út fyrir að stafa frá mér, en eiga uppruna sinn raunverulega 1 allt öðrum líffærum. Til dæmis getur verið um gallsteina að ræða; og alltof margir deyja úr' hjartveiki ýmis konar, af því þeir héldu að slæmskan væri í maganum. En fái maður hins v’egar svæsinn magaverk, Sem varir leng- ur eií klukkustund, er jafnan ráðlégast að sækja lækni. Það er sagt, að ég Sé það líffærið, sem mest. er misboðið, og það er ekki fjarri sanni. En ég þoli það. Aðeins ef Jón vildi auðsýna mér svolitla tillitssemi, þá gæti ég tryggt hon- um ævilangt og vandræðalaust samstarf. Skyldi nokkurt af grann-líffærum mínum geta veitt slík kostaboð? 0Eimilisblaðið Stúlkan virðist vera að taka mynd af fallegu laufskrúði. —» Heimaalningarnir eru flestum til ánœgju. <— (

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.