Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 12
Ástir og íþróftir Smásaga eftir CHARLES-HENR HIRSCH í rauninni var Geneviéve fyrirfram viss um, hvert svarið myndi verða, en eigi að síð- ur reyndi hún innst inni að vera vongóð, þeg- ar hún eitt föstudagskvöld spurði sem svo: „Hvað eigum við að gera á sunnudaginn ?“ „Heyrðu mig nú, Geneviéve, hvers vegna spyrðu alltaf þannig, þú sem veizt svo ósköp vel, að ég þarf að æfa mig,“ svaraði maður hennar. „Æi-já!“ sagði Geneviéve lágt og stundi. Hann hélt áfram, ákveðinni og afdráttar- lausri röddu: „Eigum við ekki að vera sam- mála um það að deila ekki um þann hlut. Eða lærist þér aldrei að líta á hlutina frá víðum sjónarhóli? Æfingin hjá mér verður að sitja fyrir öllu öðru, og hún skal líka gera það.“ „Lucien. Skilurðu ekki, að þetta stafar allt af því, að mér þykir svo vænt um þig og þrái að vera í návist þinni.“ „Þar varstu óheppin, stúlka mín!“ sagði Lucien og brá nú yfir í léttari tón. „Ég vildi svo gjarnan geta verið með þér einhvern heilan sunnudag — eins og við vor- um vön að vera hér áður fyrr,“ sagði Gene- viéve. Ekki var nú með öllu rétt, þegar Geneviéve staðhæfði, að þau gætu aldrei verið saman, en hún átti auðvitað við það, að hann hefði ekki eins mikinn tíma aflögu handa henni og heimilinu eins og í gamla daga, þegar þau snæddu yfirleitt saman á ódýrum veitinga- stöðum — nema á sunnudögunum, en þá voru þau vön að borða heima hjá foreldrum ann- ars hvors. Hjónaband þeirra hafði líka verið hamingjusamt og samræmt, allt þar til sá dagur rann upp, að hann fékk áhuga á hjól- reiðum. Að vísu hafði hann alltaf haft viss- an áhuga á slíku, en Geneviéve hafði ekki tekið verulega eftir því fyrr en hann fór að ræða um „hjólatíkina“ sína í sama munað- arfulla kærleikstóni og hann var vanur að viðhafa um „elsku litlu Geneviéve“. Það var engu líkara en hann treysti því og tryði, að reiðhjólið gæti hafið hann upp yfir þá flat- neskju daglegs lífs, sem hann hafði hingað til búið við; hann vildi verða eitthvað, hon- um nægði ekki lengur neitt aðgerðarleysi, hann varð að skara fram úr öðrum, og auk alls annars langaði hann til að vinna sér inn peninga — helzt á þann hátt sem honum fannst í senn auðveldur og þægilegur. Þá hugmynd að leggja fyrir sig hjólreið- ar sem atvinnumaður hafði hann fengið, þeg- ar hann sökum dugnaðar síns og snerpu hafði verið valinn forstjóri íþróttaútbúnaðar-deild- ar stóra Vöruhússins á la Parisienne. Innan þriggja ára hafði honum tekizt að verða viðurkenndur leikmaður í liði því sem íþróttadeilda-starfsmenn stóru vöruhúsanna höfðu myndað. En takmark hans var að verða atvinnu- meistari í hjólreiðum, og um þetta snerust svotil allar hans hugsanir og tal. Hann sa sjálfan sig fyrir sér sem viðurkenndan og dáðan; myndir af honum kæmu í öllum blöð- um heims. Fyrir slíku myndi fólk bera mikla virðingu, auk þess sem það gæfi stórfé í aðra hönd. Og þá myndi Geneviéve ekki þurfa lengur að neyðast til að vinna sem afgreiðslu- stúlka í Soins de beauté. „Þá annastu bara um heimilið,“ sagði hann oft og iðulega, þegar hann útmálaði fyrir henni framtíðardrauma sína, „en ég stjórna skútunni — nú, en ef hún kollsiglir sig, Þa mátt þú setjast undir stýrið!‘ ‘ Hún elskaði hann alltof heitt til að koma auga á sjálfshyggjuna og þörfina fyrir að- dáun, sem hann ól á, og hún var ekki eitt andartak í efa um það, að honum myndi takast að ná því sem hann ætlaði sér. Þess vegna ól hún líka von í brjósti um áfram- haldandi hjónabandshamingju — síðar; tak- mark hennar var að geta átt hann ein, þrátt fyrir alla hugsanlega frægð hans. Þær tuttugu og fjórar klukkustundir, fr;l laugardagskvöldi til mánudagsmorguns, eT þau gætu notið hvors annars og lifað innan veggja heimilisins óáreytt, höfðu haft mein 56 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.