Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 13
Þýðingu fyrir hana en allar aðrar stundir vikunnar. En nú — — hversu hún fyrirleit allt þetta ókunna fólk, sem hann umgekkst að staðaldri, og hversu hún hataði þetta reiðhjól hans, sem virtist hafa meiri þýðingu fyrir hann en hún sjálf! „Þú eyðileggur sjálfan þig, Lucien. Þú grefur undan heilsu þinni og ofreynir vöðv- ana og hjartað!“ „Og hvað fleira! Nei, góða mín, þú get- ur verið alveg róleg; ég er stálhraustur, og það er ekkert athugavert við hjartað í mér. Eg get hjólað upp bröttustu brekkur eins auðveldlega og blása á kertaljós, og án þess að finna fyrir minnsta hjartslætti. Segðu keldur _ hreinskilnislega, að þú sért eins og aðrar kynsystur þínar — þolir ekki, að mað- ur skuli ekki alltaf hanga í pilsfaldi ykkar.“ „Úr því þú vildir verða atvinnuíþrótta- niaður, þá hefðirðu ekki átt að kvænast." „Nei, það hefði ég heldur ekki gert, ef ég hefði vitað, að þú vildir gera hjónabandið að þrælahaldi.“ „Ertu að gefa í skyn, að þú sjáir eftir að kafa gifzt mér?“ „Neyddu mig ekki til að segja eitthvað, sem ég óska ekki eftir að segja.“ „Þú sérð semsagt eftir því?!“ „Nei! Ég á hara við það, að þú ættir að vera fyrst allra til þess að hvetja mig í stað Þess að letja.“ „Aldrei — ekki í þá átt sem þú heldur.“ Hann yppti öxlum og þagði við. Hann sá, hversu vonlaust það var að tala um fyrir kenni og fá hana á þann hátt á sitt band, en gat samt ekki stillt sig um að segja: „Þegar verð orðinn frægur maður, þá verður þú areiðanlega fyrst allra til að njóta góðs af Því.“ .Æ, Lueien, við skulum ekki rífast. Þú veizt vel, að ég vil hafa þig fyrir sjálfa mig ■ því að ég elska þig svo heitt ...“ Hún gekk til hans og lagði handlegg yfir kerðar hans, reiðubúin til að láta undan og Úrlgja honum í einu og öllu. „Ég kæri mig aðeins um þig, allt annað í heiminum er mér Sama um.“ Én þegar hún sá umburðarlynt og allt að Því afsakandi brosið, sem hann jafnan setti yPP. þegar hann neitaði henni um eitthvað, hún handlegginn falla máttlausan niður. ^eimilisblaðið „Eins og þú skilur, þá er æfingin nauð- synlegust af öllu,“ sagði hann, „hana get ég ekki látið sitja á hakanum, hvað sem það kost- ar. Sunnudagurinn er einmitt eini dagurinn, sem ég get varið algjörlega til íþróttar minn- ar.“ „En til ástar okkar — er engum tíma hægt að verja til hennar?“ „Jú, einmitt ... síðar ... þá höfum við alla ævina handa henni!“ „Hamingjan góða, að vel gefinn maður skuli geta látið annað eins út úr sér!“ Hann lét sem hann heyrði aðeins orðin „vel gefinn maður“, tók hana í faðm sér og strauk hendinni mjúklega um hár hennar. Til að hugga hana og róa, kyssti hann hana á löng bráhárin og á háa og bjarta ennið henn- ar, um leið og hann útmálaði það enn einu sinni, hversu bjarta framtíð þau ættu fyrir höndum, víðs fjarri öllum vöruhúsaskemm- um. En hann sá bjarta ennið hrukkast. Samt brosti hann við henni, en bros hans var end- urgoldið með súrum svip. „Ég held, að innst inni sértu mér sammála. Þú hefur alltaf verið skynsöm, og þess vegna hefur mér þótt vænt um þig og mikið til þín koma,“ sagði hann. Hún var hrifin af gullhömrunum og sagði: „Jæjaþá, úr því þú getur notið þess, þá skal ég heldur ekki gera kröfur til þessa sunnu- dags.“ Hann lá í rúmi sínu með samanbögllaðan koddann undir höfðinu og las af ákefð frétt- irnar í íþróttablaðinu. Hún var milli svefns og vöku og svaraði syfjulega og áhugalaust þegar hann ávarp- aði hana. Loks kom að því, að hún hætti með öllu að svara og var auðsjáanlega steinsofnuð. Þá lagðist hann líka fyrir og reyndi að sofna. Hann heyrði reglubundinn andardrátt henn- ar, og úrillur svipur hans vék fyrir brosi. Andardráttur hennar minnti hann á reglu- bundinn snúning stigsveifanna á reiðhjólinu hans þegar hann hjólaði eftir beinum þjóð- vegi með vindinn í bakið. Hann var alveg að sofna, þegar hann glað- vaknaði skyndilega við það, að honum heyrð- ist him muldra upp úr svefninum nafnið Gustave. Gustave, hugsaði hann, hver getur það verið ? 57

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.