Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 17
r~ Völuspé Lengjast dagar. Loftið blánar. Lopann teygir vorsins blœr. Jökull tárast, hjarnið hlánar, lilýnar jörð við ástir þœr. Tibrá iðar, hilling hœkkar, hrifning fylgir kynjum þeim. Vonaróður vorsins stœkkar, vekur allt um dvalarheim. Harðstjórinn í vetrarveldi vori felur landráð öll. — Grið það lífi og limum seldi, — lífstein öllu um dal og fjöll. Öldungi í hamsi hlýnar, hlœgja vonir. Frelsisgjarn finn ég œsku ástir mínar, — aftur verður gamall barn. vorsins Lóur kveða, — svanir syngja sólaróð, um tryggð og frið. Vorboðanum auðnast yngja œðri hvatir, nýjan sið. — Kaldavermsli vetrardaga verða, — af töfrum gróandans, gróðrarlindir grœnna haga, griðastaður farandmanns. Eygló reis úr úrgu hafi, árdag gerir vetrarnótt. Aftur veitir Vitazgjafi vistagnœgðir frónskri drótt. Ósánir þá akrar gróa, ymur líf af kœrleiks þrá. Töflur Ása í grasi glóa, gullöld hefst. — Sjá Völuspá. Sólmánaðar sumargjafir syng þú vor, í hjörtun inn. Klakaböndin, — kuldans tafir, kœrleiks þíði ylur þinn.------ Inn á vorlönd Islands sona — upprisunnar dýrðarheim —, friðarbogi friðra vona fylgi ce og bendi þeim. Jónas A. Sigurðsson. ^EIMILISBLAÐIÐ 61

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.