Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 31
Jill bar hringinn í fyrsta skipti í miðdeg- isveizlu, sem Joeelyn hélt og þar sem margt fyrirfólk héraðsins var saman komið; Ninian kynnti hana þar sem konuefni sitt. Næsta kvöld stóðu þau hlið við hlið í danssal óð- alssetursins, og Ninian kynnti hana formlega fyrir öllu starfs- og þjónaliðinu. Á eftir var veitt öl, smurt brauð og kökur, og stöku mað- ur fékk í glas, framreitt af Nin sjálfum í einu' hliðarherbergjanna. Drukkinn var skál brúðhjónaefnanna, og Jill tók við heillaósk- nm og handaböndum þangað til hún var orð- ln þurr í hálsinum og verkjaði í höndina. Iíún var hreykin af hávaxna manninum í skotapilsinu, sem við hlið hennar stóð, þakk- lát fyrir góða framkomu hans, tillitssemi og elskulegheit og þá hjálp sem hann veitti henni; samt óskaði hún þess oftar en einu sinni þetta kvöld, að hún gæti skilið innstu tilfinningar hans og hugsanir. Hann brosti, talaði við hana iðulega og lét hana skynja, að liann væri fullkomlega hamingjusamur. En Jill var samt ekki viss. Um tilfinningar hennar sjálfrar var ekk- ert að efast lengur. Hún var ástfangin af Ninian. Hann var allt það, sem unga stúlku gat dreymt um — myndarlegur, heillandi í framkomu og tillitssamur — og samt sem áður.... Jill stillti sig um að andvarpa. Síð- hn um morguninn við ána hafði Nin ekki leyft sér að auðsýna neina ástríðu í þeim kossum, sem hann veitti henni. IJann hafði ^eyndar ekki kysst hana oft, síðan þann morgun. Erfitt hafði verið að fá tækifæri til nð kyssast, því að engu A'ar líkara en þau væru stöðugt í einhverju sviðsljósi, alltaf innan um eitthvert fólk, alltaf að taka við heillaóskum,- jafnvel þegar þau voru úti á gangi saman eða að veiðum; og ef þau létu sjá sig í Lorne, máttu þau búast við ónæði en engum friði til að vera ein. Ninian var uppalinn með tilliti til þeirrar ábyrgðar sem hann átti að gegna síðar í líf- inu, og hann tók skyldur sínar mjög alvar- lega. Jill hafði notið æsku sinnar í frelsi og í hinu óþvingaða andrúmslofti ástralsks f jár- húskapar; hún hafði gengið í nýtízku skóla 1 Sydney og fannst því allar þessar skyldur °g hátíðleiki næsta ónauðsynleg fyrirbæri. — Hún tók fljótt eftir því, að unnusti hennar vnr mjög vinsæll maður — þjónarnir og starfsfólkið létu það óspart í 1 jós í kvöldsam- kvæminu. Þetta fólk var harðánægt með að hafa hann heima aftur, og það gladdist yfir því að heyra, að hann ætlaði að hætta í flot- anum og fara að búa á óðalinu. Það var hreykið af honum og gerði sér ekkert far um áð leyna því. Fyrirmenn í Lorne voru allir af vilja gerðir að láta brúðkaupið verða mesta og ánægjulegasta viðburð ársins. Jill fannst hann hefði alveg eins getað verið prins. Átti það við, að hún giftist inn í slíka ætt? Iíún gæti hafa verið öruggari um það, aðeins ef hún hefði vitað betur, hvaða tilfinningar hann bar til hennar. En það vissi hún ekki fyllilega. Þegar hún hafði háttað um kvöldið, eft- ir þjónasamkvæmið, hugsaði hún sem svo, að endá þótt Ninian hefði ekki sagt, að hann væri ástfanginn af henni, þá hefði hann þó allavega komið fram á ólastanlegaii hátt með tilstilli til mágkonu sinnar. Gamla lafði Guise kvartaði yfir því við Jocelyn, að Cathrine liti svo illa út og væri óeðlilega föl; það væri sennilega vegna þess, að hún væri óvön því að skipa annað sætið, þegar um annan hvorn piltanna væri að ræða. „Svo þú sérð, að ég hafði á réttu að standa. Ninian lítur ekki á Cathrine á dag- inn. Og þú þarft ekki að óttast neitt,“ sagði Jocelyn við Jill. Kannski ekki. Kannski hafði hún gert úlf- alda úr mýflugu. Hún velti sér í rúminu, en gat ekki sofnað. Næsta dag átti að halda Lorne-íþrótta- keppnina; það átti að verða dansleikur í ráð- húsinu um kvöldið, eins og venjan var. Und- ir öðrum kringumstæðum hefði. Jill haft á- huga á hvoru tveggja, hún var slíku vön frá Sydney, og þegar Jocelyn hafði fyrst haft orð á þessari keppni, hafði Jill hugsað sér að fara þangað með skissubókina sína. En nú fannst henni það óhugsandi. Ninian var for- ustumaður mótsins og varð að vera meðal embættismanna staðarins — og hún varð að fylgja honum eftir og að keppninni afstað- inni yrði hún að úthluta verðlaununum til hinna ýmsu keppenda. Enginn hafði einu sinni spurt hana um, hvort hún kærði sig nokkuð um slíkt! Lafði Guisé hafði aðeins sagt, að þess arna væri vænzt af henni. Þegar hún loksins festi blund, Arar komið heimilisblaðið 75

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.