Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 32
undir morgun. Það rigndi, og með eilítið slæmri samvizku fann hún til óljósrar gleði. Kannski yrði leikjunum frestað svo þau Nini- an gætu verið saman, hugsaði hún ... En sú tálvon brast skyndilega. Við morgunverð- arborðið sagði Joeelyn: „Æ, enn einu sinni rigningardagur á Lorne-leikjunum — ég held að aldrei hafi verið sólskin þann dag síðan 1947 — hví- lík óheppni! Það þýðir ekki einu sinni að skipta um mánaðardag!“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að keppn- in fari fram í slíku veðri,“ sagði Jill. „Elsku barn,“ svaraði Jocelyn umburðar- lynd, „þetta er ekki Astralía, heldur vestur- ströndin á Skotlandi. Ef við ættum að fresta öllum utanhússathöfnum sökum veðurs, þá yrðu hér alls engar slíkar! Við verðum bara að gera eins og við erum vön hér: fara í regn- kápu. Við höfum vanizt slíku. Mér þætti gam- an að vita, hvað fólk hér segði, ef það yrði góðviðri þann dag sem við héldum leikina; það myndi kannski segja, að veðrið „væri ekki eins gott og það hefði vonað“ — af ein- skærum vana. Flýttu þér nú að borða, því að Nin kemur á hverir stundu, og við get- um ekki látið hann bíða.“ „Nei, það gengur víst ekki,“ sagði Jill og réðst á grautardiskinn. „Það verður svo gaman,“ sagði Niall. „Stundum er svo gaman, að maður tekur ekki eftir því, að maður er blautur, jafnvel þótt það leki niður eftir bakinu á manni. Og reyndar kemur ykkur Nin til að líða vel, því að þið verðið mestmegnis inni í tjaldinu hjá prófastinum.“ „Verðum við það ?“ Ilún brosti dauft og lét hjá líða að segja honum, að henni finnd- ist ekkert spennandi við það að vera í tjald- inu prófastsins. Niall var ágætur drengur, og hún hafði haft hann í sínum félagsskap eftir því sem hún fékk við komið; hann var sá eini sem aldrei minntist á brúðkaupið. í hans augum voru fiskveiðar þýðingarmestar af öllu, nema ef vera skyldi málaralist. Hon- um féll vel myndin sem hún gerði af honum, enda þótt henni miðaði hægt áfram, og sjálfri var henni ljóst, að þetta var ein bezta mynd sem him hafði nokkru sinni gert. En það var með það málverk eins og annað, að henni gafst varla tími til að ljúka því. Þegar Nin kom að sækja hana stundvís- lega klukkan tíu, stóð hún í forstofunni með regnkápu yfir draktinni. Hann gekk inn og hristi af sér vætuna, kyssti hana lauslega á kinnina og sagði afsakandi: „Þetta hlýtur að vera skýfall, eða næstum því — það er spursmál, hvort við getum séð þvert yfir brautina, ef þannig heldur áfram. Ertu til- búin, Jill? Og er þér nægilega hlýtt?“ „Ég er tilbúin, en ...“ Það var hrollur í henni: „Eg efast um, að mér eigi nokkurn tíma eftir að hlýna almennilega aftur. Þetta er ein af þeim stundum sem ég sakna ástr- alskrar sólar.“ „Gerirðu það?“ Hann leit á hana kvíðinn á svip. „Mér þykir fyTÍr því, að þú skulir hafa lent í þessu. En það er bara vant að rigna, þegar við höldum þessa leiki okkar, enda þótt það rigni sjaldan eins afskaplega og núna.“ „Verðum við ...“ Hún varð að taka sig á, til þess að geta haldið áfram: „Yerðum við að fara — strax?“ „Eg verð að leggja af stað, elskan mín,“ svaraði hann. „En ef þú vilt, þá geturðu far- ið burtu klukkustund fyrir mat og þarft ekki að koma aftur fvrr en um sexleytið, þegar verðlaununum verður úthlútað Viltu það ?‘ ‘ „Já, ég ...“ Hún hikaði og leyfði sér síðan að grípa í hönd hans: „Nin. Gætum við ekki verið laus bæði í klukkutíma eða svo? Ég — æ, ég veit það ekki, en ég hef ekki talað við þig undir f jögur augu í marga daga. Og við — það er svo stuttur tími til stefnu — og við þekkjumst varla neitt.“ „Gerum við það ekki?“ Hann virtist mjög undrandi. „En Jill, ég hélt við værum vinir, mjög góðir vinir-. Ekki lít ég á þig sem ókunn- uga; ég beinlínis gæti það ekki!“ Hann kyssti á hönd hennar, og hún fann að hún skalf. Bara ef hann vildi nú taka hana í faðminn; ef hann gæti andartaksstund gleymt skyldu- verkunum og fólki sem beið eftir honum, öll- um sem gerðu kröfur til hans ... ef hann gæfi henni aðeins það öryggi sem him svo ákaft þráði. Veikum rómi og afsakandi sagði hún: Nin, þú ... Nin, þú vilt giftast mér, er það ekki?“ Han sleppti hendi hennar, og það komu herkjudrættir um munn hans. „Heldurðu, að ég myndi hafa látið þetta ganga svona langt, ef ég vildi það ekki ?‘ ‘ Þetta var ekki það svar, sem hún hafði 76 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.