Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 33
værizt, og hún hörfaði nndan eins og hann tefði slegið hana, en rorðinn smá-hvarf úr vöngum hennar. „Nei,“ sagði hún hljóm- lausri röddu. „Það myndirðu ekki. En ég - • • en ég ...“ Ninian leit á hana alvarlegur. „Hvað, Jill? Hefurðu skipt um skoðun? Er það það, sem að er?“ Aður en hún fékk svarað honum, gekk Cathrine inn í forsalinn. Hún mætti augna- ráði JilLs, og það var sérkennilegur, næstum sigri hrósandi glampi í augum hennar þegar hún sagði: „Klukkan er yfir tíu, Nin. Kemurðu ekki ?‘ ‘ 13. KAFLI Nin kinkaði kolli og leit af blóðrjóðu and- liti Jills til Cathrine, sem var hin rólegasta og brosti. Hvað var með Jill? hugsaði hann angist- arfullur. Hún hafði verið svo ljómandi allt fram til þessa og unnið allra hjörtu með gleði sinni og geðþokka. Ótal sinnum hafði Verið sagt við hann, hversu lánssamur hann væri. Amma hans hafði opinskátt verið sam- Þykk honum í vali hans; jafnvel Hamish gamli Macrea, sem var veiðistjóri á Guise og annálaður kvenhatari, hafði sagt: „Það or falleg og hressileg ung stúlka, sem þér ®tlið að fara að giftast, herra — sú bezta, Sem komið hefur inn fyrir dyr á Guise það lengi ég man, að undanskilinni hennar náð frúnni.“ Ninian hrukkaði ennið og óskaði þess, að Cathrine vildi lofa þeim að vera einum, svo að hann gæti spurt Jill, hvað amaði að. Hann ^issi, að Cathie tók ekki þátt í ánægju hins fólksins með brúðarefnið. Hún hafði dregið sig mjög í hlé og fátt sagt, síðan hann trú- lofaði sig, en hann hafði séð hana líta gagn- rýnum augum á Jill, og í eitt skipti hafði hún haft á orði, að það væri synd hvað þetta £engi allt fljótt fyrir sig. „Eg veit þú gerir það sem rétt er, Nin, °g giftir þig eins fljótt og þú getur, en amma tin ætti ekki að krefjast þess strax í ágúst. ■^að veitir ykkur ekkert tækifæri til að kynn- ast almennilega. Ég verð aldrei viss um, að tó gerir þetta ekki bara út af mér, því að eins og þú veizt, þá yrðum við Andrew ekki hér, nema því aðeins að þú giftir þig. Jill er ósköp elskuleg, og öllum fellur vel við hana, en ... Nin, hvers vegna giftist hún þér? Hún elskar þig ekki — það sérðu — en þú þarfnast og átt skilið eiginkonu, sem elskar þig, Nin, jafnvel þótt hún elskaði þig ekki eins heitt og ég geri — þá allavega næst- um því eins. Ég vildi ég vissi, hvort Jill er aðeins hrifin af Guise og titlinum, ellegar hvort hún kærir sig raunverulega um þig.“ Honum hafði tekizt að svara henni, en engu að síður hafði hún sært hann, og orð henn- ar höfðu grafið sig í vitund hans. Hann bjóst ekkert við því, að hún elskaði hann, en hann hélt, að vinátta gæti komið í ástar stað. Nú sem hann stóð þarna óskaði hann þess, að Jill brosti við honum og segði, að allt væri í lagi. Hún vissi, að hann varð að fara til leikjanna og að prófasturinn væri farinn að bíða nú þegar. En í stað þess að brosa, var engu líkara en Jill væri að gráti kom- in, og hann sagði ákveðinn, öllu hvatskeytis- legri en hann hafði ætlað sér að vera: „Heyrðu, Jill ,ef þú vilt ekki fara út í þetta veður, þá skaltu bara segja það. Fólkið hun skilja það, þegar ég segi því, að þú sért alls ekki von svona loftslagi." „Það er ekki það, Nin.“ Jill beit á vör sér og leit óróleg í áttina til Cathrine. „Ég ... ég er með smávegis höfuðverk, skilurðu, og ...“ Hún þagnaði, því að þetta var ósatt, og hún vildi ekki skrökva að Ninian. En þegar þriðja persóna var viðstödd gat hún ekik sagt við hann það sem hún helzt vildi. Óvild Cathrine var dragbítur á vináttu hennar og Ninians. Hún fann stöðugt fyrir henni, og það virtist ekkert þýða, þótt hún reyndi að verða sæmileg kunningjakona þeirrar yngri. Henin til mikillar undrunar brosti Cath- rine nú við henni og sagði: „Ef þú vilt, Jill, þá get ég komið í þinn stað í dag, þangað til hléið verður — ef það verður þá nokk- urt hlé á þessari rigningu! Ég þekki pórfast- inn og konu hans og hef ekkert á móti því að rabba við þau, ef þú ert ekik í skapi til þess. Þú lítur þreytulega út — og svo er það dansleikurinn í kvöld. Ég hef gegnum- gengizt allt þetta sjálf, þegar við Andrew giftumst, og ég hef samúð með þér — þetta er allt svo nýtt og óvænt fyrir þig. Nin hef- ÖEIMILISBLaðið 77

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.