Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 3
Er sjóslanga í Loch Nessvafni? Eflir JAMES THURBER Loch Ness — langa, mjóa og djúpa stöðu- vatnið í hinu sögufræga skozka hálendi — hefur verið einn af frægustu stöðum á jörð- lQni í aldarfjórðung. Það iiir og grúir af l'jóðsögum og munnmælum um skuggaleg úp þess og vogskornar strendur, eins og ^æfir hinum dimma aðsetursstað þeirrar >>vatnaskepnu“, sem mest er rætt og deilt um I heiminum — hins svokallaða Loch Ness- skrímslis, sem milljónir manna kannast við Se,a sjóslönguna. Hin furðulega ráðgáta hefur ekki verið kvst, jafnvel á 25 árum. Hún laðar á hverju a,‘i að sér þúsundir ferðamanna, kemur vís- mdamönnum til þess að brosa í kampinn, vek- II r hjá flestum Skotum hugþekka eigenda- gleði, hjá öðrum feimni og ráðaleysi. Samkvæmt umsögn Lundúna-blaðsins Daily toail hafa rúmlega 1000 manns séð skrímsl- J®> eða að minnsta kosti séð því bregða fyrir, enda hefur það nú sézt, svo að vitað sé, oft- ar en 300 sinnum. Nokkrir liafa aðeins séð hað í minna en eina mínútu, aðrir liafa horft a það í nær því klukkustund, á meðan það s|®ptist á yfirborðinu, fékk sér sólbað eða, eins og oftast hefur verið sagt frá, bugðað- 'st hratt eftir vatninu í stuttum rykkjum eða nykkjuní, svo að unnt var að fylgja því með au8'Unum nokkur hundruð metra. Á okkar Hmum hefur aðeins hinn „viðbjóðslegi snjó- maður“ Himalayafjallanna náð hinni ægi- e8U frægð sjóslöngunnar. Lann 1-1. apríl 1933 kom eigandi Drumna- r°ehit hótelsins, John Mackay, akandi með rani norðurströnd Loch Ness-vatnsins ásamt konu sinni, er hún sá þessu fræga fyrirbæri bregða fyrir, líklega fyrst allra. Geysileg ólga var í vatninu á ákveðnum stað. Svo brunaði langur, dökkur hnúðóttur skrokkur með ofsa- hraða eftir vatninu, ltafaði skyndilega og skildi eftir sig freyðandi iðukast. Mackay-hjónin sögðu gömlum vini sínum, Alexander Campbell, frá atburðinum, en hann var fréttaritari á staðnum fyrir Iver- ness-blaðið Courier. Það var mr. Campbell, sem gaf skepnunni nafnið „Loch Ness-skrímsl- ið“ í grein sinni í Courier. Það kom bráð- lega í ljós aftur. Þann 11. maí 1933 stóð Alex- ander Shaw og sonur hans, Alstair, fyrir framan hús sitt, 455 metra frá suðurströnd vatnsins, er þeir komu auga á eitthvað langt og dökkt og hnúðótt, sem hreyfðist áfram um hálfan klíómetra úti í áttina að Urquhart- flóanum. Síðan hefur skrímslinu skotið upp mánuð eftir mánuð í vatninu og í blöðunum í öllum heimsálfum. Það hefur einnig sézt nokkrum sinnum á síðustu árum. Loch Ness er stærsta stöðuvatn á Bretlands- eyjum. Það er 38 km langt, 3 km þar sem það er breiðast, og mesta dýpt þess er 226 metrar. Það er fullt af laxi, urriða, ál og mörgum öðrum lifandi skepnum. Munnmæli segja, að stórir neðansjávarhellar séu langt undir yfirborði þess, en það hefúr aldrei verið staðfest af köfurum. Pyrir tuttugu árum vorum við, konan mín og ég, á orlofsferðalagi í Stóra-Bretlandi, og júlíkvöld nokkurt ókum við upp að litlu veit- iugahúsi við vatnið. Ég- hafði ekki hugsað mikið um söguna um sjóslönguna. Það var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.