Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 11
 sjálfur,“ sagði hann. „afganginn getur hár- skeri séð um.“ „Afganginn?“ „Tannkremsbrosinu get ég því miður ekki gert neitt við, en hárið er auðvelt að fjar- lægja —“ Hann þrammaði út úr baðher- berginu með töskuna í hendinni. Marianne þaut á eftir honum. „Iivað ætl- ið þér að gera?“ Hanrik leit á hana um öxl sér, þegar hann tók hattinn sinn af snaganum. „Eg ætla að láta krúnuraka mig,“ sagði hann. „Ef yður langar til þess að horfa á það, megið þér gjarnan koma með.“ I dyrunum leit hann aftur á hana. „Jæja, ætlið þér að koma?“ Varir Marianne skulfu. „Þér ætlið að gera það í raun og veru, er það ekki ?‘ ‘ Henrik svaraði ekki. Ilann sneri sér ein- faldlega við og hélt út um dyrnar. Að hann kom til baka eftir andartak, var einungis vegna þess, að Marianne brast allt í einu í hágrát og virtist þurfa huggun, sem hann veitti henni með því að taka hana í faðm sér. „Ástin mín,“ sagði hann og strauk hárið á henni. „Mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja það, en ég elska þig.“ „Eg elska þig líka,“ ljóstraði Marianne upp við skyrtubrjóstið hans. „Eg reiddist þér bara svo mikið vegna þess að ég varð strax ástfangin í þér.“ Hún leit upp á hann, brosti veiklulega o gbrá fingrinum mjúklega á efri vörina hans og renndi laust yfir. „Og fallega, litla yfirvararskeggið þitt! Það var það sem espaði mig mest, vegna þess að mér fannst það svo himneskt!“ „Hvað ertu að segja?“ „Já, ég fyrirleit það, vegna þess að ég elsk- aði það. Og — og núna langar mig svo mikið til þess að þú safnir aftur.“ Henrik starði á hana. Iíann minntist þriggja erfiðra og áhyggjufnllra mánaða, sem nauðsynlegir voru til þess að rækta yfir- vararskegg. „Drottinn minn dýri!“ hugsaði hann, en í stað þess að mótmæla sagði hann auðmjúkur,- „Já, elskan mín!“ og kyssti hana. Hann var strax farinn að hegða sér eins og giftur maður. Eyjan Aseension í Suður-Atlants- hafi liefur stundum veriS nefnd eyja yngissveinanna, af því aS 1 stúlka kemur á móti 200 karl- mönnum. Þessar brezku stúlkur eru nú að fara til Ascension til aS fá sér atvinnu. Ekki er ólík- legt aS þær fari fljótt í brúSar- kjólinn þar. <— Víða liefur verið rennt í sumar, en fengurinn verið misjafn. —> heimilisblaðið 143

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.