Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 13
LOFORÐIÐ Eftir L. G. MOBERLY I. „Ef ég aðeins væri viss um að einhver vildi taka að sér litlu stúlkuna niína. þá gæti ég úáið kvíðalaus.“ Kona mælti þessi orð með veikri rödd í t6. rekkjunni í almenningnum í St. Pálsspít- ala í Lundúnaborg, og maðurinn, sem þau voru töluð til, horfði alvarlega fram undan sér, en svaraði engu þessu ávarpi. Ilann stóð við hliðina á rekkjunni og horfði Jneð læknisaugum ofan á sjúklinginn, og þótt kuldaró hvildi að sumu leyti yfir augum hans °g svip, mundi þó aðgætið auga haf séð að 01'ð sjúklingsins höfðu áhrif á hann, og að PÖgnin kom ekki af kæruleyti, heldur af undr- un og úrræðaleysi. „Mig langar til að segja yður það,“ sagði sjúka konan í hálfum hljóðum, „að ég er pkkja, og að litla stúlkan mín, sem heitir Hope, er eina barnið mitt. Hún er svo ung og svo illa undir það búin að verða einstæðing- í heiminum, — og það er að nokkru leyti uiér a'ð kenna — hún var líka eina yndið sem ég hafði, en nú finn ég það, að ég hefði átt uð venja hana við vinnu og veita henni harð- ara uppeldi.“ Af þessum orðum fékk Anderson læknir l'á hugmynd, að dóttir þessarar dauðvona konu mundi vera illa vanið og óstýrilátt eft- U'lsetisbarn. Iíann hafði komizt í kynni við Uokkur slík börn í læknisheimsóknum sínum, °u læknum og hjúkrunarkonum stendur vana- lpga beygur af slíkum börnum. >.Já,“ sagði liann með daufu brosi, „það er skaðlaust, þótt börn hafi aga meðan þau °rU ung. Lífið verður oft fullharður skóli fyrir þá sem ekki hafa lært að beygja sig Í.Vrir vilja annarra meðan þeir voru ungir.“ Hann hafði þessa stundina alveg gleymt l)Vl> við hvern hann talaði, og gætti þess fyrst, aÖ hann hafði svarað devjandi konu, þegar hú« tók aftur til máls. „Læknir góður, þér hafið rétt að mæla,“ sagði hún hnuggin, „en minnið mig ekki á það núna, þegar það er of seint. Ég veit það vel, að ég dey innan stundar, því þurfið þér ekki að leyna mig og ég óttast það ekki. Lífið hefur haft í för með sér svo mikla sorg og eymd, að ég harma eigi að mínum jarðneska æviferli er lokið, einungis ef ég þyrfti ekki að yfirgefa litlu stúlkuna mína einmana. Guð veit hvað verður af henni, mig tekur svo sárt til hennar.“ Síustu orðin voru borin fram með kvein- stöfum og þegar Miles Anderson, svo hét læknirinn, mætti hinu róðþrota örvænting- artilliti sjúku konunnar, fylltist hjarta hans sannri meðaumkun. Læknirinn hafði alvar- legt, nærri því harðneskjulegt andlit, og eftir því að dæma hefði mátt ætla, að hann væri ekki mjög tilfinningarnæmur, en það var eitt- hvað í kveinstöfum þessarar veslings konu, sem hrærði til sannrar meðaumkunar. Hann flutti stól að rekkjunni og settist niður og fór að tala við hana í þýðum og vingjarnlegum róm. „Við getum talað um þetta, frú James,“ sagði liann, „og athugað hvað hægt er að gera fyrir yður?“ Það vill svo vel til, hug-saði hann með sjálf- um sér, að hún er síðasti sjúklingurinn, sem ég þarf að líta eftir á ferð minni hér í spítalanum, og get ég því talað við hana fáeinar mínútur; það kann að verða henni harmaléttir að segja mér frá því, sem hvílir henni þyngst á hjarta, enda þótt ég aldrei geti gert annað fyrir hana en hlustað á það. Með því að eiga kost á að segja honum það sem henni bjó í brjósti, væri hugsanlegt, að hún fengi meiri frið og dæi rólegri, og sem læknir hennar fann hann sér skylt að stuðla að því. Um daginn, áður en hann fór að líta eftir sjúklingunum, hafði hjúkrunarkonan sagt honum að nr. 16 bæði hann að tala við sig einslega. Hann furðaði sig í fyrstu á þess- ^EIMILISBLAÐIÐ 145

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.