Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 14
um boðskap, eu þegar hann sá, hve angistar- full hin sjúka kona var, þóttist hann þegar A'ita að henni lægi eitthvað þungt á hjarta, sem hún vildi segja sér. Ilann laut því ofan að henni og mælti vingjarnlega: „Bf til vill er ekki ómögulegt, að ég geti gert eitthvað fyrir yður.“ ,,Ef þér aðeins gætuð,“ hvíslaði hún með döpru tilliti og reyndi að rétta til hans hönd- ina. „Til yðar get ég borið fullt traust.“ Sjúkrarekkja sú, sem læknirinn sat nú við, stóð út í einu horni almenningsins, nokkuð afsíðis, og voru næstu rekkjur auðar. Sjúkl- ingurinn gat því talað við læknirinn án þess að aðrir heyrðu til þeirra. ,,Já, ef þér vilduð hjálpa mér, læknir,“ sagði sjúka konan með hægð, þá dey ég kvíða- laus.“ „Eigið þér enga frændur eða vini, sem geta tekið að sér litlu stúlkuna yðarf' spurði hann, meðan barnið stóð honum fyrir hug- skotssjónum, sem óstýrilátur og illa siðaður fjörkálfur, sem erfitt yrði fyrir alla að fást við. „Ef þér eigið nákomna ættingja, get ég vel skilið, að þér hefðuð viljað koma boðum til þeirra, svo einhver þeirra kæmi hingað þegar, til að taka barnið að sér. Ef þér viljið að ég skrifi fyrir yður, þá . . .“ Það hjólp geðshræringarroði fram í hinar náfölu kinnar sjúku konunnar og hún greip fram í fyrir lækninum með svo mikilli gremju, að rödd hennar var næstum því bit.ur. „Nei, þér þurfið ekki að skrifa neinum fyrir mig, ég á enga vini eða venzlamenn, sem nokkuð vilja fyrir mig gera. Mínum hög- um er svo varið, ég giftist manni, sem var í lægri stöðu en ég, og því var ekki spáð við vöggu mína, að ég mundi andast eignalaus á fátækraspítala. Það sér enginn það ef til vill á mér nú, læknir; sú var tíðin, að ég þurft-i ekki að leggja á mig stranga vinnu, til þess að geta lifað, og var ekki eins og ég er nú, útslitinn aumingi.“ Læknirinn fylgdi augum konunnar ofan á hendur hennar, sem lágu máttlitlar ofan á rekkjuábreiðunni. Á þeim mátti að vísu sjá, að mörg erfið störf mundi hafa verið unnin með þeim, en á hinn bóginn duldizt honunx ekki, að nettleiki þeirra og fegurðarform báru vott um að hún mundi af því fólgi komin, sem ekki slítur sér út við erfiða vinnu. Eins bar andlit konunnar ýmis merki fornrar fegurð- 146 ar, þótt nú væri það hrukkótt og bæri meiri ellimörk en aldur hennar benti til að væri eðlileg. „Svo þér getið ekki beðið neinn af ættingj- um yðar fyrir stúlkuna?“ sagði læknirinn seinlega. „Nei, nei, það get ég ekki,“ sagði konan með rneiri ákefð en kraftar hennar leyfðu. „Það væri mér ómögulegt, og svo vita þeir heldur ekki að hún er til, og bárnið þekkir þá heldur ekki. Þeir hafa aldrei getað fyrir- gefið mér sorg þá og' smán, sem þeim finnst ég hafa bakað þeim — og það er nú nærri því að mér finnist að þeir hafi rétt fyrir sér.“ Það kom deyfðarmók yfir augu og svip konunnar eftir geðshræringuna og sárinda- stuna leið upp frá brjósti hennar. „En er það rétt gagnvart dóttur yðar?“ spurði læknirinn, „að dylja hana þess, að hún eigi ættingja? Mér virðist hún hafa sann- girniskröfu til að fá að vita þetta, og að dylja þetta, finnst mér ekki vera rétt, hvorki gagnvart henni né ættingjum hennar.“ Augu veiku konunnar hvörfluðu óróleg fram og aftur. Það var ósveigjanleg hérzla 1 svipnum, þótt hún væri sorgblandin. „Það getur ekki orðið,“ sagði hún ákveð- in. „Hún á ekkert tilkall til þeirra, og mér væri ómögulegt —- ekki einu sinni vegna dótt- ur minnar — að biðja fólk mitt um hjálp, þótt ég ekkert tillit. taki til, að ég veit að það mundi neita mér um hjálp. Eg fyrirgerði rétti mínum til lijálpar þeirra og samhyggð- ar, þegar ég giftist Robert James.“ Það var ekki laust við að þessi orð skap- raunuðu lækninum. Hann leit venjulega lileypidómalaust á kringumstæður manna og þótti hér kenna ofmikillar kergju og ein- þykkni. Enda þótt hún hefði bakað sér óvin- áttu ættingja sinna með því að gifta sig gegn vilja þeirra, fannst honum þó, að þessi æsku- yfirsjón hennar ætti eigi að vera því til fyrir- stöðu, að hún á banadægri bæði þá fyrir barn sitt, enda fannst honum það vera hið rétta í þessu máli. Hann hélt að svo harðsvíraðir foreldrar væru eigi til iiema í skáldsögum, að þau vildu eigi rétta dóttur sinni hjálparhönd, sem orð- in væri ekkja, eða munaðarlausu barni henn- ar, og hann gat ekki slitið úr huga sér þa skoðun, að það væri þó margfalt betra fyr'r ekkjuna að biðja vandamenn sína fyrir barn- HBIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.