Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 16
en við hvern nýjan banabeð stóð hann grufl- andi og þekkingarvana. Hversu smá verður mannleg þekking gagnvart hinum stóru ráð- gátum, lífi og dauða. „Hún er dáin,“ sagði Grace systir lágt, og hin þýða rödd hennar vakti lækninn sem af draumi. Hann leit í andlit látnu konunnar og sá að yfir ásjónu hennar hvíldi nú sú ró- semi og friðarins tign, sem dauðinn vana- lega setur á ásjónu látinna manna, enda þótt þeir í lifanda lífi hafi verið sviplitlir. Hjúrunarkonan veitti látnu konunni ná- bjargirnar, og fór svo að gera ráðstafanir til að líkið yrði flutt í burtu, en læknirinn stóð enn hugsandi í nánd við rekkjuna. Honum hafði frá því fyrsta verið það ljóst að frú James var ólæknandi, en þó hafði and- lát hennar komið honum á óvart svona fljótt. Honum féll það illa, að hann hafði ekki feng- ið tækifæri til að spyrja konuna nánar um þetta barn, sem hann svo óhugsað hafði lof- að að sjá um. Bn nú var það of seint að koma með spurningar, konan var látin og talaði ekki framar. Hann fór að grufla upp síð- ustu orð hennar: „Segið Ilope, að hringur- inn —“ og hann fór að hugsa um hvað hún mundi hafa átt við með þessum orðum, livaða hring hún talaði um, en niðurstaðan varð, að honum fannst sú úrlausn sennilegust, að konan hefði ekki verið með fullu ráði, og þessi orð hennar því markleysa. Miles Anderson var ekki hneigður fyrir skáldskapargrillur, og geðshræringarnar hlupu sjaldan með hann í gönur, þó laut liann nú ofan að líkinu, áður en hann fór, og sagði í hálfum hljóðum: ,,Eg vil halda loforð mitt.“ Svo sneri hann sér hvatlega á hæl og gekk fram ganginn milli rúmanna ofurlítið utan við sig, og dálítið rauðari í andliti en hann átti vanda til; honum fannst vera meiri frið- ur og þokki yfir þessari stóru sjiíkrastofu en hann hafði tekið eftir áður. G-egnum gluggann, sem var hátt á hlið, sendi sólin um leið og hún rann geisla sína inn í stofuna, og féllu þeir meðal annars á stóra blómsturskál, sem stóð þar á borði og full var af nýjum gróðrarhúss-liljum, sem einhver hugsunarsamur vinur sjúklinganna hafði sent. þangað. Blómsturilminn lagði út í stofuna frá skálinni, og um leið og læknir- inn gekk fram hjá henni, kom honum nokk- uð í hug. „Getið þér ekki, Grace systir — ég á við — sýnist yður ekki, að við ættum að leggja nokkrar liljur í hendur látnu konunnar," sagði hann, ekki laus við feimni, „ef hún hefði dáið hjá ættfólki sínu, mundi banasæng henn- ar hafa verið stráð blómum — og því kom mér þetta t.il hugar.“ „Já,“ sagði hjúkrunarkonan og skildi þeg- ar hvað læknirinn átti við. „Hún var af meiri háttar fólki komin, það sá ég undir eins og hún kom hingað. Það er sorglegt, að hún skyldi enda ævidaga sína hér, svona einmana, mauni verður ósjálfrátt að brjóta heilann um, hvernig það muni hafa atvikast.“ Síðan tók hún nokkrar liljur úr skálinni og lagði þær milli hinna krosslögðu handa látnu kon- unnar. „Yesalingurinn,“ hvíslaði hún í hluttekn- ingarróm, „hvað verður nú um aumingja litlu stúlkuna hennar?“ Læknirinn hafði fylgt hjúkrunarkonunni eftir og heyrði þessi orð hennar. „Bg vil gjarnan tala ofurlítið við yður um litlu stúlk- una,“ sagði hann, „getið þér gefið mér nokkr- ar upplýsingar um barnið, eða vitið þér, hvar það er niðurkomið. Eg lofaði frú James að ég skyldi eitthvað líta eftir því.“ „Gerðuð þér það, læknir? Það yar fallega gert af yður,“ sagði hjúkrunarkonan með blíðlegu brosi. „Ég get sagt yður hvar það er — en að öðru levti þekki ég þetta stúlku- barn ekki neitt. — Móðir liennar vildi ekki að hún kæmi hingað á spítalann, hún sagð- ist ekki þola að síðasta minning hennar uffl móður sína væri bundin við öreigaspítala, en ég ritaði hjá mér hvar stúlkan er niður komin,“ og hjúkrmiarkonan fór að blaða i lítilli minnisbók og las upp úr henni: „Iíope James, dóttir nr. 16, Merlinstræti 100, Bloomsbury.“ „Móðir hennar minntist stundum á dóttur sína við mig og eftir því sem mér skildist, er hún alin upp í eftirlæti og er dálítið ein- þykk. Eg kenni í brjósti um þann, sem flytur þessu barni andlátsfregn móður hennar; hún mun verða ákaflega harmi lostin, mér skiU' ist á frú James, að stúlkunni hennar hefði þótt svo innilega vænt um hana.“ „Ég býst við að fara þangað sjálfur, og skýra stúlkunni frá andláti móður sinnar, sagði lækirinn með hægð, „það er skylda ffl® að vitja hennar sem fyrst, til þess að geta 148 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.