Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 17
gert ráðstafanir fyrir framtíð hennar, og eftir loforði því, sem ég gaf móður hennar, stendur mér næst að tilkynna henni sorgar- íregnina. Börn huggast vanalega fljótara en fullorðnir, þótt hún hafi elskað móður sína mnilega, og ég verð að gera það sem ég get til þess að láta henni líða vel; verð líklega uð setja hana í uppeldisstofnun, þar sem séð verður um hana að öllu leyti.“ „Slíka stofnun getið þér eflaust fundið,“ sagði hjúkrunarkonan með hluttekningu. jj^að er göfugmannlegt af yður, læknir, að ®tla að sjá um litlu stúlkuna, og ég óska og v°na að liún valdi yður ekki allt of mikilla erfiðleika, og þótt hún sé alin upp í eftirlæti °g sjálfræði, hugsa ég að hún lagist, ef hún kemst undir skynsamlega stjórn.“ Graee systir var ein af þessum hjartsýnu, hughraustu konum, sem ávallt trúa á sigur hins góða og halda, að úr öllum erfiðum kringumstæðum muni rætast á happasælan hátt. Það var hennar sannfæring, að guðs- 'nyndin hyrfi aldrei til fulls hjá manninum, °g að byrðar lífsins og sorgir yrðu aldrei Svo þungar og stórar, að örvænt væri, að þær gætu snúist til hamingju, ef hlutaðeigendur 'vildu reyna að bera þær á réttan hátt. Þessi fagra og göfuga lífsskoðun, sem áhrif hafði á strafsemi hennar, hafði oft vokið Ondrun og aðdáun hjá Miles Anderson, sem var miklu svartsýnni, og leit á tilveruna með óðrum augum en hjúkrunarkonan. Það var Wí með klökku hjarta og nokkrum kvíða, að hann að þessu sinni kvaddi hina vonglöðu hjúkrunarkonu með þeim ásetningi að byrja hið allra bráðasta á því að efna loforð sitt Við látnu konuna, með því að heimsækja dótt- llr hennar, sem nú var orðin skjólstæðingur hans, og uppfylla þá miður þægilegu skyldu að færa henni andlátsfregnina. II. Anderson læknir var ekki neitt hrifinn af hjábænum Bloomsbury, þegar hann ók í hin- skrautlega skyggnisvagni sínum eftir Mer- línstrætinu og staðnæmdist við nr. 100. Ilann stökk umsvifalaust út úr vagninum og hringdi Öyrabjöllunni. hptta stræti var líkt hinum strætunum í Oessuin hjábæ, með gráleitum múrhúsum, sem voru svipuð hvort öðru, og þrifnaðurinn kringum þau var í lakara lagi. Helzta breyt- ingin, sem fyrir augun bar í þessum stein- gráu strætum var í því fólgin, að tjöldin fyr- ir gluggunum voru nokkuð mismunandi. Sums staðar voru þau úr dýru og skrautlegu líni, en á öðrum stöðum úr ódýru, upplit- uðu og lélegu lérefti; þetta fór eftir efnahag og smekkvísi íbúanna. A stöku stað höfðu blómjurtaskrínur verið hengdar úti fyrir gluggunum, og var það til að fegra hið öm- urlega útsýni strætisins. Hús það, sem læknirinn hafði staðnæmzt við, var þó ekki eitt af þeim sem skreytt var með fögrum gluggatjöldum eða blómstur- skrínum; síður en svo; grænleit, slitin og upplituð tjöld liéngu fyrir gluggunum og tréskyggnin innan við þau voru hornskökk, hornbrotin og götótt, en rykið hafði auðsjá- anlega átt friðland á glerrúðunum og í gluggakistunum langan tíma. Læknirinn hafði hringt dyrabjöllunni tví- vegis, en enginn kom til dyra. Iíann starði óþolinmóður upp í gluggana, þar sást ekki vottur um að nokkur lifandi vera væri í hús- inu, jafnvel gluggatjöldin voru dregin til fulls fyrir efri gluggana. „Er húsið autt og yfirgefið,“ tautaði lækn- irinn við sjálfan sig. „Um það verð ég að fá fulla vissu, hvað sem það kostar, og hann þreif enn til dyraklukkunnar og hringdi fast og lengi, svo hljómurinn innan frá barst út á strætið. „Þetta hlýtur að duga ef nokkur lifandi sál er í húsinu,“ sagði hann um leið og hann barði hnefanum með afli í útidyrahurðina. Þetta hreif líka, og nú var kjallarahurð þar rétt hjá hrundið upp og títt fótatak heyrðist, eftir gangstéttinni að steinriðinu, sem læknirinn stóð á. „Mætti ég spvrja, hvað hér er um að vera og hver veldur þessum gauragangi?“ sagði skrækróma og gremjuþrungin kvenmanns- rödd, og þegar læknirinn leit við, sá hann standa þar utan við riðið litla konu, fremur illa til fara. Hún var með bera handleggi og hafði stungið höndum í síður, hún stóð með gremjusvip yfir þessu ónæði, sem henni þótti sér vera gert. En hin snögga svipbreyting sem sást í and- liti konunnar og hræðslan sem virtist lýsa sér ^EIMILISBLAÐIÐ 149

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.