Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 19
ungu stúlku og tautaði svo í ráðaleysi: „Við Þpssu hafði ég þó ekki búizt, — á þessu átti ég' ekki von.“ Unga stúlkan glápti á hann undrunarfull, °g spurði loks aftur, dálítið stilltari en áður: ),Komið þér frá móður minni?“ „Já!“ svaraði læknirinn, sem kominn var aftur til sjálfs sín, ,,ég kem frá móður yðar.“ „Fæ ég þá ekki leyfi til að koma til henn- ar,“ hrópaði unglingurinn og sló saman hönd- unum og horfði á læknirinn með innilegum °S biðjandi svip. „Bg hef ekki fengið að sjá bana í sex langar vikur, og í dag var ég að bugsa um, hvort hún mundi þá ekki fara að koma heim. Hún hlýtur að vera komin til heilsu, fyrst hún hefur verið svona lengi á sjúkrahúsinu. Eruð þér hér til þess að láta ttiig vita, að hún muni bráðum koma heim?“ Ákafi ungu stúlkunnar var svo mikill, að það gleymdist, að hún var að tala við óþekkt- an mann; lagði hún hendina á handlegg hans °g horfði á hann með ákefðarsvip. A þessari stuttu stund, sem þau liöfðu horft bvort á annað, hafði ytra útlit stúlkunnar baft hin fyrstu áhrif á lækninn, og voru þau ekki sem allra ákjósanlegust fyrir hana. Hinn næmi fegurðarsmekkur hans gerði þá kröfu kl ungra kvenna, að þær væru snyrtilega búnar, en Hope var allt annað en vel til fara. Læknirinn gizkaði á, að hún mundi vera ntján ára að aldri, og þó var auðséð, að hún V;U' ekki nærri því fullþroskuð. Yfir henni bvíldi eitthvað mjög bernskulegt. Hún var liá °g grönn og honum fannst mikið bera á fenglulegu olnbogunum og hinum mjóu og bvössu öxlum. Kjóllinn hennar var illa sniðinn og liékk ut- á henni eins og á stöng; hann var fullstutt- Ul' og bar því nokkuð á niðursignu sokkun- 11111 • Á fótum bar hnn lélega skó, sem víða Voru sprungnir. Hár hennar liðaðist óreglulega og illa van- kringum andlitið. Hún hafði auðsjáanlega 1 r'iesta flýti snúið það um gildan silfurprjón I buakkanum. Það var svo hirðuleysislega frá l)ví gengið, að það vakti óbeit læknisins, svo bann veitti því ekki eftirtekt, sem hver glögg- II r uiálari myndi hafa séð, að andlit stúlk- Ullnar hafði fleiri en eitt fegurðareinkenni, °g að hið hrokkna, þykka og stælta hár var einmitt viðeigandi umgerð yfir þessu andliti. Hann veitti því einungis eftirtekt, að hárið var illa greitt, og honum fannst ófyrirgefan- legur skortur á hugsunarsemi, þegar stúlkur hirtu illa hár sitt. Hann sá, að hörundslitur hennar var lítið eitt gulleitur, en hann veitti því enga eftir- telrt, að augu hennar voru óvenjulega fögur; þau voru dökk, hvöss og brá oft fyrir í þeim grænleitum glampa, sem minnti á skipting skugga og ljóss í fossandi fjallalind. Honum geðjaðist því engan veginn vel að stúlkunni við fyrsta fund þeirra, og þegar hún lagði hendina á handlegg honum, hörfaði hann ósjálfrátt aftur á bak frá lieuni; en um leið mundi hann eftir erindi sínu þangað, og hjartað fylltist þá óðara innilegri með- aumkun og svipur hans varð vingjarnlegri en áður. Bn meðaumkunin, sem hún las í svip lians, friðaði hana þó ekki. Henni fannst það miklu fremur boða ill tíðindi, svo hinn ákafi spyrj- andi svipur hennar breyttist um leið og sýndi óumræðilega liræðslu og kvíða. „Hvað er um að vera?“ stundi hún upp óttaslegin, „er mamma orðin meira veik? Sé svo, verðið þér nú þegar að fylgja mér til hennar. Iíeyrið þér það — nú óðara.“ Og hún lét sér ekki nægja að leggja hend- ina á handlegg læknisins, heldur greip hún nú fast í hann og hrissti liann með ákefð. „Heyrið þér það?“ sagði hún aftur, þegar læknirinn stóð mállaus og var að brjóta heil- ann um, hvernig hann ætti að fara að því að flytja þessu veslings barni sorgarfregnina. „Jú, ég heyri það sannarlega, ungfrú James, og það hryggir mig mjög, að geta ekki fært yður neinar góðar fréttir.“ Hann ætlaði að haga orðum sínum mjög gætilega, hann langaði svo innilega til þess að hlífa henni, en nú fannst honum hann vanta tilfinnanlega æfingu, til þess að sýna sanna hluttekningu í orði og verki. „Hvað eigið þér við,“ hvíslaði unga stúlk- an með starandi augum, sem óttinn skein út úr. „Hefur mömmu minni versnað. Æ! hver eruð þér? Flýtið yður að segja það, þér eruð svo lengi, voðalega lengi.“ Og aftur hrissti litla höndin handlegg hans, og hann tók eftir að þessi grannvaxna ung- mey skalf af ótta, og varir hennar drógust til af innvortis sársauka. „Eg vil svo feginn hjálpa yður,“ sagði Miles Anderson klökkur og tók um hendur KEIMILISBLAÐIÐ 151

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.