Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 21
unina um vður, og hún dó með það bros á vörunum.“ Læknirinn hafði aftur tekið um hina litlu, niögru hönd ungu stúlkunnar, og við þessi orð fann hann að hún tók utan um hönd hans og augu hennar flutu í tárum. Hann flýtti sér því að halda áfram talinu og sagði: „Sú einasta sorg, sem hvíldi á móður yðar var, að þér eftir dauða hennar yrðuð ein- niana í heiminum. Framtíð yðar var henni svo mikið áhyggjuefni og gerði hana svo kvíðafulla, að ég lofaði henni að sjá um yð- nr, og það er líka áform mitt að lijálpa yður eins og ég get.“ Þegar læknirinn leit ofan á þessa ungu stúlku, sem hann var að tala við, varð hon- um í fyrsta skipti fullkomlega ljóst, hvað erfitt starf hann hefði tekizt á hendur með loforði sínu við frú James, og einhver óljós grunur gagntók hann um að starfið mundi verða þreytandi og ef til vill ofviða. Ef hún hefði verið, eins og hann ímyndaði sér ofurlítill stúlkukrakki, þá hefði verið vandalaust að koma henni fyrir á uppeldis- stofnun og gefa með henni, og á þann hátt annast uppeldi hennar, — en eins og ástatt var, fannst lionum hann alveg ráðþrota, og kafði ekki hugmynd um, hvernig hann ætti að fara með þessa stíflyndu 18 ára ungmey, sem hann þóttist eigi í vafa um að erfitt niundi að eiga við og stjórna. „Og þér lofuðuð mömmu að sjá um mig?“ sPurði Hope, og rödd hennar bar vott um kvíða. „En yður mun víst bráðlega leiðast það. Ég hugsa að þér munuð ekki kæra yður um að hafa stúlku eins og mig á heimili yðar.' ili yðar.“ Þessi barnslegu orð höfðu nærri því kom- Jð lækninum til að brosa, en næstu áhrif sem þau höfðu örvuðu þó fremur óbeit hans til stúlkunnar, og alltaf fann hann það betur °g betur, hve erfitt það mundi verða að efna ioforðið, sem hann gaf frú James. — Nei, það var þó satt, að honum mundi enganveg- 'un ljiift að fá slíka ungmey til þess að raska rósemi á hinu snotra og kyrrláta ungherra- keimili sínu. Heimili hans var svo þægilegt og hreinlegt, eins og hann hafði komið öllu vel fyrir, og enginn kvenmaður kom þangað til að trufla °g rugla fyrir honum. Móðir hans kom ekki einu sinni þangað nema stöku sinnum, þegar henni var boðið. Og honum hafði aldrei kom- ið til hugar að taka heim til sín nokkra kven- veru, fyrri en þá einhverntíma seinna, að hann fasti sér konu, sem hann stundum dreymdi um, fríða og yndislega konu, sem hann gæti unnað og fellt sig við. Hann leit útundan sér til ungu stúlkunn- ar, sem sat við hlið hans. — Nei, að hann veitti þessari óviðfeldnu og lítt geðþekku stúlku aðgang að hinu snyrtilega og vel búna heimili sínu, það var alveg ómögulegt. „Yið verðum að tala nánara um það, hvernig ég fer að sjá fyrir framtíð yðar,“ sagði hann svo dálítið vandræðalegur. „En fyrst um sinn vona ég að þér getið fengið að vera hér —“ Ilann litaðist um í hinu hrörlega herbergi meðan liann talaði, og það varð einhver von- leysisblær yfir síðustu orðunum, því hann mundi líka eftir hinni óhreinlegu húsfreyju, og fann til þess, hversu allt var þar leiðin- legt, svo honum fannst hann naumast geta réttlætt það að láta ungu stúlkuna vera þarna lengur, jafnvel þó hún fyrir vanann fyndi ekkert til þess, hvað þar var óyndislegt. „Já, ég get vel verið hér,“ sagði hún, „því ég get líklega ekki fengið að vera annars staðar. Mamma og ég höfum verið hér í heilt ár, það er að vísu mildu fátæklegra hér en þar sem við vorum áður, en við gátum ekki borgað háa húsaleigu nú síðast. En á ég að vera hér alein? Nú er ég búin að vera hér ein í sex vikur, síðan móðir mín fór á spítal- ann, og mér finnst ég ekki geta verið lengur alein.“ Það var ótti í stóru, tárvotu augunum hennar, og hún greip um handlegg læknisins meðan hún horfði til hans með bænarsvip. Lækninum lá við að brosa, og undraðist mjög, hvað stúlkan var barnaleg og hafði litla lífsreynslu. Það hafði honum þó aldrei komði til hugar að láta hana vera aleina í einhverjum leiguherbergjum, og ótta hennar fyrir því fannst honum hann þó nú þegar geta kollvarpað. „Þér skuluð ekki hræðast það,“ sagði liann vingjarnlega. „Þér skuluð ekki þurfa að vera hér lengi, og þér skuluð heldur ekki vera ein. Ég kem hingað á morgun, og þá getum við talað nánar um þetta, — þá verð ég bú- inn að hugsa um, hvernig þessu verður bezt komið fyrir.“ Framh. 11 E IM IL I S B L A Ð IÐ 153

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.