Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 25
Mágkona hans Eftir ALEX STUART „Jæja, Jilly?“ Rödd Joeelynar hreif hana úr hugleiðingunum. Hún fékk sér annan te- bolla og leit í eftirvæntingu á Jill. „Ég hef séð hvað ])ú ert sem málari. Kannski þú vilj- ir nú segja mér, hvað er í veginum á milli ykkar Nin, og hvers vegna ])ú vilt ekki gift- ast honum?“ „Ég held,“ svaarði Jill miður sín, „að hægt sé að segja það í sem stytztu máli: Ég elska Nin, en hann elskar mig ekki. Kannski væri auðveldara fyrir þig að skilja þetta, ef þú heyrðir alla söguna. En það er orðið mjög framorðið; svo að ef þú hefur ekkert á móti því ...“ „Það kemur stundum fyrir, væna mín, að niig langar til að snoppunga þig. Og hvort sem nú er orðið framorðið eða ekki, þá verð ég að viðurkenna að ég er ekki aðeins for- vitin, heldur bæði undrandi og sár.“ „Mér þykir fyrir því,“ sagði Jill auðmjúk, >,ég ætlaði hvorki að valda þér undrun né sársauka, Joss — þú ert sú sem ég vildi sízt særa.“ „0, látum það eiga sig.“ Joceljui klappaði henni á höndina. „Tilfinningar mínar hafa ekkert að segja í þessu máli — það eruð þið Nin, sem ég hef áhyggjur af. Fáðu þér sígar- ettu og segðu mér svo allt af létta. — Þií veizt, að það kemur stundum að gagni að geta létt af hjarta sínu.“ Hún ýtti velktnm sígarettupakka að Jill og tók fram eldspýtur. „Ég las einu sinni ljóð, seni hér á vel við, bara ef ég gæti munað það. Hvernig var ])að nú aftur? Æjá: Eitt bros — getur dirnrnu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er sannleikur í þessu, Jilly mín, ef þú bugsar þig um. Ég hef alltaf dýrkað Alstair, beinlínis dýrkað hann og dáð — og þú þekk- ir Alstair, er það ekkif' bætti hún við og brosti. „Og allt hefur gengið vel — ég sé ekki eftir neinu og hann ekki heldur. Við höf- um sýnt hvort öðru tillitssemi — og verið hainingjusöm saman í tuttugu og firnrn ár.“ „Ég veit það. En það er ekki eins með mig og Nin. Þetta byrjaði allt í London, þegar ég hitti Andrew í samkvæminu hjá Pouline Delage ...“ Þegar Jill var einu sinni byrjuð á sögu sinni, fannst henni auðveldara að halda áfram; miklu auðveldara að opna hjarta sitt fyrir Jocelyn en hún hafði haldið. Þær voru góðar vinkonur, hún og Joss, þrátt fyrir mik- inn aldursmun og iitlit; einhver bönd bundu þær. Joceljm hlustaði á hana þögul að mestu, greip aðeins stöku sinnum fram í með örstutt- um spurningum og hellti í annan tebolla. Jill gerði sér enga grein fyrir því, liversu marga bolla hún drakk eða hve margar sígarettur hún reykti, en tekannan var tóm og herbergið fullt af reyk áður en hún hætti. Þegar komið var að hinni óvenjulegu trúlofun, gat Joce- lyn ekki lengur stillt sig um að grípa fram í: „Hamingjan góða!“ hrópaði hiún upp og gætti ásökunar í röddinni. „Jæja, svo að þetta var þannig í pottinn búið! Mér fannst þetta svo sem hafa gengið furðu fljótt fyrir sig, en elsku Jill mín, þú hlýtur að hafa verið meira en lítið óklár í kollinum að geta fitjað upp á öðru eins! Hvernig gaztu látið þér detta í hug, að þetta endaði öðruvísi en með ósköpum V ‘ „Ég hélt það myndi bara enda,“ svaraði Jill hnuggin. „Það var ætlunin með öllu sam- an. En þegar Ninian spurði mig í alvöru, hvort ég vildi giftast sér, þá sagði ég já. Ég var orðin ástfangin af honum, og við — við ráðgerðum langa trúlofun, minnst hálft ár. En það vildi gamla lafði Guise ekki heyra nefnt, og þú veizt líka hvað hún hefur hrað- að öllu. Og Joss, ég hafði alls ekki hitt Cathie, þegar ég sagði já. Ég hafði enga hugmynd HEIMILISBLAÐIÐ 157

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.