Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 26
um, hvernig hún var eða hverjar tilfinningar Nins voru í hennar garð ... og þá . . .“ Jill hélt áfram sögu sinni og sá samúðina skína úr augum Jocelyn: „Þá hlýturðu líka að skilja, að ég verð að fara burt héðan. Ég neyðist til þess. Ég get ekki gifzt Nin bara af því, að amma hans vill það. Heldur ekki vegna þess, að Cathie mun eignast ■—• eða vegna þess að Provost-fjölskyldan ætlast til þess. Ég er alltof ástfangin af honum til að vilja fá hann með slíkum skilmálum. Skil- urðu það ?“ Það leið mínúta áður en Jocelyn svaraði. Hún hristi höfuðið. „Ur því þú spyrð mig, þá held ég þú gerir rangt í því að flýja af hólmi. Prestið brúð'kaupinu, en vertu hér — hittu Nin dagsdaglega og kynnztu honum. Þú þekkir hann alls ekki vel, og ...“ Það heyrð- ist símahringing, og samtalið rofnaði í miðj- um klíðum. „IJver í ósköpunum getur verið að liringja um þetta leyti sólarhringnsins ? Ég skal svara þessu — klukkan er að verða þrjú að nóttu. Ilver getur þetta verið?“ Jocelyn fór niður í forstofuna og greip símann; hún kom aftur til baka andartaki síðar, föl og uppnæm. „Það var Andrew. Ég held það hljóti að liafa komið eitthvað hræði- legt fyrir, Jill. Þú mátt ekki fara héðan nú eins og ástatt er ... Ef þú elskar Ninian, þá verðurðu kyrr.“ Jill neyddi sig til að tala: „Hvað ... hvað hefur komið fyrir, Joss? Það hefur þó ekki eitthvað komið fyrir Nin?“ Hiin beið eftir svari frá Jocelyn með grun um yfirvofandi hættu og ógæfu. 18. KAFLI „Nei,“ svaraði Jocelyn, „það er ekki varð- andi Nin. Það er gamla frú Guise. Hún hef- ur fengið slag. Læknirinn var kominn, en það var ekkert hægt að segja að svo stöddu.“ „Drottinn minn!“ Jill varð í senn ótta- slegin og fegin. Pegin vegna þess, að ekkert hafði komið fyrir Nin, en óttaslegin vegna sinnar eigin framkomu. Jocelyn hélt áfram: „Andrew lofaði að hringja aftur og segja hvað læknirinn segði, en hann hélt að þetta væri mjög alvarlegt. Han bjóst ekki við því, að hún væri þjáð, en hún gat ekkert talað.“ „Er það nokkuð, sem við getum gert?“ spurði Jill, en Jocelyn hristi höfuðið. „Ég býst ekki við því í nótt. Andrew sagði, að þau myndu ná í hjúkrunarkonu. Yið yrð- um bara fyrir, ef við færum þangað núna. Við verðum að bíða þess, að Andrew hringi aftur.“ „Á ég að hita meira te?“ spurði Jill. „Það er ekki svo afleit hugmynd, já, gerðu það, Jill. Ég verð að vekja Alstair. Iíann er lögfræðingur lafði Guise, og kannski þurfa þau hans við. Settu ketilinn yfir á meðan ég fer upp.“ Henni fannst Joss hafa rétt fyrir sér. Hún gat ekki farið burt, úr því sem komið var. Nin gat þarfnazt aðstoðar hennar í höllinni. Þar voru eins og svo víða um þessar mundir alltof fáir þjónar, með tilliti til þessa stóra og óhagkvæma liúss. Elspeth var fær kona, en þar sem gamla frúin var orðin alvarlega veilc og ein eða fleiri hjúkrunarkonur vænt- anlegar til hússins, myndi hún fá yfrið nóg að gera; og örugglega yrði Cathie ekki til mikillar hjálpar þegar slíkir erfiðleikar steðj- uðu að. Allavega var hún búin að ákveða að bjóða fram aðstoð sína, þegar síminn hringdi aftur. Hún hljóp til og greip tólið, og heyrði rödd Ninians. „Ó,“ sagði hún, „hvernig líður henni, Nin? Er það nokkuð, sem ég get gert?“ „Hún er við það sama,“ svarðai Nin. „Enn- þá.“ Jill fannst rödd hans fram úr hófi þreytuleg, og hún endurtók tilboðið um að- stoð sína. „Þetta er fallega boðið, en það er ekkert sem hægt er að gera í nótt. Ég ætla að aka til sjúkrahússins og ná í hjúkrunarkonu til viðbótar — og súrefni, ef ég get fengið það. Amtshjúkrunarkonan og Macrae læknir verða hér í tvo tíma eða svo. Þetta er ekki sem verst eftir atvikum. Það er svo afar lítið, sem hægt er að gera fyrir ömmu, en liún sýnir það þrek sem hún getur.“ „Það þykir mér vænt um að heyra,“ svar- aði Jill alvarleg. Ilann sagði ekkert, og þögnin varð svo löng, að hana fór að gruna að samtalið væri búið, þegar hann sagði allt í einu: „Þú ferð ekki á morgun — er það?“ „Nei, Nin, að sjálfsogðu ekki. Ég verð hér ef þú þarfnast mín. Sama hvað það er. Ég 158 HBIMILISBLAÐlí)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.