Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 29
ar í Ijós, nema hvað nú gerði hann það ■— Cathiear vegna. Eitt kvöldið, þegar hann og Jill fengu sér kaffibolla í eldhúsinu, sagði hann: „Ég held ég fyltjist brott héðan með Cathie, strax og amma er orðin hress; hún þrífst hér ekki, skilurðu.“ Hann yppti öxlum: „Þú veizt hvernig það hefur verið með ömmu. Hún hefur ætlazt til þess, að Cathie stæði fyrir heimilishaldinu, en samt gaf hún henni ekk- ert vald til þess. Ef hún fyrirskipaði eitthvað eða ráðstafaði einhverju, þá gaf annna fyrir- mæli í gagnstæða átt og kenndi svo Cathie um, ef máltíðir urðu seint fyrir. Þú verður að koma þessu á fastan grundvöll, áður en þú tekur við, Jill.“ „Verð ég?“ Jill var fljót að skipta um um- ræðuefni: „Hvert ætlið þið Cathie að fara?“ spurði hún og fyllti bollann hans. „Til Blair, býst ég við -—• til fjölskyldu hennar. Þú hefur aldrei hitt það fólk, er það ? Það er prýðisfólk. Þau hafa dvalizt í Lorne, svo ég þekki þau og . . .“ Andrew leit á hana hugsi: „Svo hélt ég að þú myndir ekk- ert kæra þig um að hafa okkur hér, eftir að þið Nin eruð gift.“ Jill roðnaði. „Mér myndi vera illa við, ef þið færuð,“ sagði hún, „og það er sannleik- ur. Iíins vegar verður brúðkaupinu allavega frestað. Og Nin hefur ekki ætlað sér að hætta 1 flotanum fyrr en í fyrsta lagi í árslok.“ „Ég veit það,“ sagði Andrew. „Það er fallegt af þér að vilja hafa okkur. En sjálfs- virðingar minnar vegna væri ékki sem verst, að ég fengi mér eitthvert starf í Edinborg um eins árs bil eða svo. Cathie gæti komið hingað í heimsókn þegar þii vildir og tekið Jneð sér litlu dótturina eða soninn. Ég verð að segja, að ég lít á þróun málanna með auknum áhuga. Skrýtið, finnst þér ekki? En eins og allt hefur farið, hefur það gefið mér Cathie aftur, og hvort sem það verður dreng- ur eða stúlka, þá verð ég hamingjusamur. Og líka þakklátur.“ ;,Þú verður dásamlegur pabbi,“ sagði Jill viðkvæm. „Og ekki veit ég það nú. Svona í meðal- !agi, býst ég við. Það kostar nú dálitla ábyrgð a<5 ala upp börn nii til dags. Ég var vanur að skjálfa á beinunum við tilhugsunina eina saman, en nú þegar þetta er að gerast, þá er ég bara glaður. Maerae læknir hefur rann- sakað Cathie vandlega og segir, að allt muni ganga vel. En hún er mjög viðkvæm — það er ástæðan fyrir því, að ég vil ekki, að hún vinni of mikið.‘ Hann leit kvíðinn á Jill: „Þii hefur vonandi ekkert á móti þessu? Að allt fellur á þínar herðar, á ég við?“ „Ég er fyrir mit leyti hamingjusöm," svar- aði Jill, og það var sannleikur. „í sannleika sagt, þá fagna ég.“ „Þú er tallavega stórsnjöll í matreiðslu,“ sagði Andrew hrifinn. „Laxinn sem þú mat- reiddir til hádegisverðar var stórfenglegur. Sú var tíðin, að ég þoldi ekki að sjá lax; var búinn að éta of mikið af honum.“ Hann saup úr bollanum, reis úr sæti og stóð fyrir framan hana: „Þú ætlar þér að giftast góða gamla Nin, Jill, er það ekki?“ Jill fann, að hún roðnaði aftur. „Ég veit það ekki, Andrew. Það — það er undir svo mörgu komið.“ „En þú elskar hann, er það ekki?“ „Ég ... jú, það geri ég.“ „Og hann er ennþá ástfanginn af þér,“ sagði Andrew með fullvissu í röddinni. „Er hann það?“ Jill tók að safna saman óhreinum leir og forðaðist að líta á hann. „Álög Cathie varðandi Nin eru rofin. Það sver ég þér. Ég er sá eini, sem hefur áhrif á hana nú, og mér . . .“ Hann brosti: „Mér fellur það alveg prýðisvel.“ „Það gleður mig, Andrew.“ Hún ætlaði sér framhjá honum, og hann greip í handlegg hennar og neyddi hana til að líta á sig. „Trú- irðu mér ekki, varðandi þetta sem ég sagði um Nin?“ Hún hristi höfuðið. „Ekki fullkomlega.“ „En þetta er satt. Það er erfitt að sigrast á vana. En það var einmitt það, sem það var —- vani. Hvorki meira né minna. Nin veitti Cathie ekki annað en auðsveipni gegn- um árin — auðsveipni og aðdáun drengs, ekki fullþroska karlmanns. Sem maður verður Nin þinn, og trúðu mér, Jill, — þú getur leitað um allan alheiminn, og þú munt aldrei finna betri mann en hann.“ „Hvað þetta snertir, trúi ég þér.“ „En hvað þá? Hvað er það sem aftrar þér ?“ Jill svaraði ekki. Hún gekk að eldhúsborð- inu og tók annars hugar til við að stafla mat- arílátum, á meðan hún lét vatnið renna. And- rew laut að henni og kyssti hana á hárið H E I M I L I S B L A Ð I Ð 161

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.