Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 30
um leið og hann sagði glaðlega: „Hugleiddu það sem ég hef sagt.“ Svo var hann farinn. Jill hélt áfram með uppvaskið. Kannski hafði Andrew á réttu að standa, en hún gat ekki verið viss um það. Þetta var ekki eins einfalt eins og hann þóttist halda — sam- slungnasta tilfinning allra mannlegra til- finninga var það aldrei. Bn hvað Nin snerti, þá var Cathie ekki lengur til. Hann var vin- gjarnlegur við hana og kurteis, en ekkert umfram það. Nú sneri hann sér einvörðungu að Jill, og hún gat ekki annað en verið ánægð með það. Næstu vikurnar hafði hún of mikið að gera til þess að hugsa að staðaldri um hið breytta viðhorf Nins. En síðar, þegar frú McLean var orðin hress og komin aftur til starfa siuna í eldhúsinu, fann hún að framkoma hans í hennar garð hafði breytzt. Þau voru enn trúlofuð opinberlega, og hún bar enn Guise-hringinn á hendi sér, en brúð- kaupinu hafði verið frestað um óákveðinn tíma, og hvorugt þeirra minntist á það einu orði. Þann tólfta ágúst kom hópur veiðimanna í heimsókn að Guise. Það var samkvæmt fornri erfðavenju. Gamla lafði Guise gaf fyrirmæli um, að allt skyldi fara fram samkvæmt því sem vant var, þrátt fyrir fjarveru hennar. Reitt var fram mikið af smurðu brauði og sverar steikur bornar á borð; þetta sáu þær um Jill og McLean. Síðan var maturinn sett- ur í Landroverinn og ekið út í guðsgræna náttúruna. Jill hafði verið uppi í heiðalaudinu nokkr- um sinnum ásamt Ninian og í eitt skipti alein til að rissa teikniskissur, en það var ekki fyrr en nú, þegar ungir og gamlir veiðimenn frá Lorne og umhverfi héldu af stað í ýmsar áttir, að hún tók eftir því hversu litríkar og spennandi skozkar rjúpnaveiðar geta verið. Þetta var sólríkur dagur, og himininn var heiður sem kristall. Lyngið breiddist út um margra fermílna svæði og stóð í öllum regn- bogans litum, unz það hvarf í rautt og blátt lengst í fjarska. Nin geklc til hennar með pyngjuna undir handveginum og benti, um leið og liann hélt áfram: „Þarna útfrá er fyrsti skotstðaurinn. Það er bara smávirki hlaðið úr torfi, og það hefur verið þar allan veturinn, svo að fugl- arnir eru orðnir vanir því. Þeir fljúga þar einmitt yfir, þegar rétta stundin rennur upp. Klappirnar munu hræða þá og hrekja í átt- ina til okkar, og þá veiðum við eins og við þurfum.“ Hann leit á byssuna sína. „Langar þig til að reyna, þegar þú hefur séð hvernig við förum að?“ En Jill hristi höfuðið. „Eg held mig langi ekki til að skjóta á neinn,“ sagði hún. „Eg ætla bara að horfa á.“ Ninian brosti við henni. „Jæja, ef þú vilt hafa það þannig.“ Hann nam staðar og rabb- aði við leiðsögumanninn Mackay og veifaði til Andrews, sem kom rétt á hæla þeim. „Þú tekur annan bóginn, Andrew. John verður næstur þér og Alstair og Joss í miðið. Við Mackay förum á hinn bóginn. Nú, en hvar er Niall ...“ Hann klappaði drengnum á koll- inn: „Þú ert með byssu, sýnist mér?“ Niall kinkaði kolli, rjóður af spenningi, því að þetta var í fyrsta skipti sem hann fékk að vera með þann tólfta ágúst. „Já, Nin. En þú þarft ekkert að vera hræddur. Ég skal skjóta alveg eins margar og þið, vertu viss.“ „Ágætt,“ sagði Ninian alvarlegur. „Vertu bara nálægt Mackay og mundu: Ekki særa fuglana.“ Niall gekk léttfættur eftir foringjunum. „Ég skal engan særa,“ sagði hann. „Ég má ekki sjá særða fugla.“ Ninian tók í höndina á Jill, og þau leiddust upp á við, þangað sem þau ætluðu að taka sér miðunarstað. En Jill kunni ekki allskostar við þetta. Henni féll illa púðurlykt, og liún kunni illa við hrúgur af skotnum fugli. En Ninian var góð skvtta, og að lítilli stundu liðinni hlaut hún að dást að skotfimi hans, enda þótt hún sárkenndi í brjósti um fuglana. Hann fram- kvæmdi þetta verk —■ eins og öll önnur -— þrifalega og vel. Rjúpnaveiðar var skozk íþrótt -— það var ekkert ljótara en að skjóta krókódíla — ellegar kanínur og kengúrur í Ástralíu. Hins vegar kunni hún ágætlega við máls- verðinn á eftir. Hún sat og hallaði höfði að hné Ninians og brosti við Joss og Niall, þeg- ar Niall kom með þá frétt að hann hefði skot- ið héra, sem bæði faðir sinn og bróðir hefðu misst af. Eftir matinn hafði Jill sig afsaka með því, að hún þyrfti að fara aftur heim til hallar- innar og vinna. 162 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.