Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.07.1969, Blaðsíða 31
Hún horfði á eftir veiðimönnunum, en lagði ekki strax af stað til Guise. Það var dásam- legt að sitja þarna í sólinni með fjöllin um- hverfis, og hún hafði nmnað eftir því að hafa teikniblokkina með sér í bílnum. Hún tók hana nú fram og settist við að teikna. Það urðu margar skissur, en bezt féll henni við teikningu sem hún dró upp af Ninian þar sem hann miðaði á fugl, sem flaug upp. Einhvern daginn ætlaði hún að mála mynd eftir þessu og hengja upp á vegg í forsal Guise-hallar. Þegar hún loks ók til baka, hugsaði liún um það í hundraðasta skipti, hvort það væri heimskulegt eða skynsamlegt af sér að verða um kyrrt. Þetta var ekki hennar eigið land -— þessi íþrótt og þær siðvenjur, sem Ninian og vinir hans mátu svo mikils voru ekki henn- ar íþróttir eða venjur. Hún var enn fram- andi, útlendingur. Og samt mvndi það særa hana að þurfa að fara frá Guise núna. Hún stundi þungan. Hún var farin að kunna vel við þessa höll, þessa hljóðlátu fegurð hennar, ró og tign. Og þarna gat hún unnið. Maður þurfti ekki að vera í Parísarborg til að geta málað. Hún hafði einmitt gert beztu mynd sína hér, eftir að hún kom til Lorne . . . En hvað um Ninian? Iíann og hún töluðu aldrei um það, hvort hún færi á brott, en Ninian minntist heldur aldrei á hjónaband, og hún var ekki enn viss um tilfinningar hans í sinn garð. Að sjálfsögðu gæti hún ekki farið fyrr en lafði Guise væri íir lífshættu, því hún hafði heitið því að vera um kvrrt á með- an. Hún andvarpaði um leið og hún beygði inn um hallarhliðið að Guise. Allir, allt frá Andrew til gömlu frúarinnar — álitu það sjálfsagt mál, að úr því hún hafði ekki farið, þá myndi hún giftast Nin. Hún reyndi að sjá það fyrir, hvort svo mvndi fara, og hún var viss um, að það A'ar einmitt það sem hún þráði af öllu hjarta. Eftir þetta var tíminn fljótur að líða. í lok úgúst var ljómandi veður dögum saman, og dagurinn sem hefði átt að verða brúðkaups- dagurinn þeirra, hann rann upp án þess þau tækju sérlega eftir því — það eina sem var athyglisvert við þann dag í byrjun var það, að gamla frúin komst aftur á fætur í fyrsta sinn eftir áfallið. Jill hafði enn ekkert ákveð- ið, enda þótt Nin væri henni hjartakærari en nokkru sinni fyrr. Ilann gekk ekki að neinu sem gefnu, en at- lot hans við hana, sem áður fyrr höfðu virzt þvinguð, voru nú orðin innilegri en fyrr, og hún efaðist ekkert um það lengur, að hon- um leið alltaf vel í návist hennar. Þau voru langoftast samvistum. Ninian hafði að vísu nóg að gera varðandi óðalið, en jafnan þegar liann hafði tíma, var hann í hennar návist. I lok ágúst var gamla frúin búin að jafna sig til muna og Macrae læknir lét hjúkrunarkonu stunda liana í sinn stað; hann kvað upp þann úrskurð, að hún væri úr allri hættu. Heimilishaldið féll aftur í sínar fyrri skorð- ur. Jill fann, að hún hafði stöðugt minna að gera, og þegar Elspeth tó kaftur við rekstri alls innanstokks tók Jill að hugleiða aftur, hvort hún ætti að láta verða af því að fara til Parísar. Samkvæmt loforði sínu fór Andrew með Cathrine til Blair, og þegar Ninian hafði kvatt þau og stakk upp á því, að þau færu einnig í eitthvert ferðalag, jánkaði hún því með blandinni gleði. Það angraði hana, að ]jau ffœtu þegar verið gift, enda þótt hún reyndi að levna því angri. Það var eins og Nin hefði gleymt því hvaða dag það hafði átt að gerast. Hún neyddi sig til að brosa: „Já, Nin, hvert viltu að við förum V 1 „Mér datt í hug smáferð að Lornevatni.“ Hann leit á hana alvarlegur: „Yið gætum tekið mat með okkur og borðað snemma.“ „Áttu við, að við förum að veiða?“ Han hristi höfuðið. „Eiginlega langar mig bara til að rabba við þig, Jill.“ „Ra . . . rabba við mig?“ spurði hún hissa. Ilann brosti. „Já. Eg hef dálítið áríðandi mál að ræða við þig, og ég vil að við getum ræt það undir fjögur augu. Svo að ef þú ert til, og getur fengið frú McLean til að taka til matarkörfu, þá skal ég taka til bíl- inn. Geturðu verið tilbúin eftir hálftíma?“ „Að sjálfsögðu get ég það,“ svaraði Jill furðu lostin á þessu bráðlæti hans. Hún beið hans við bakdyr hallarinnar, þeg- ar hann ók að þeim hálftíma síðar. Það var hlýtt og notalegt við vatnið, ekki beinlínis veiðiveður, en ágætis dagur til að vera þar samt. Jill lagðist endilöng og lét fara vel um sig. Nin settist við hliðina á henni, og innihald matarkörfunnar var víðs vegar umhverfis HEIMILISBLAÐIÐ 163

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.