Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 4
Hitinn er duttlungafullur; hann er breyti- legur frá degi til dags, frá ári til árs, og oft, að því er virðist, án samhengis við árstíðirn- ar. En ljósið er áreiðanlegt. Ár eftir ár hef- ur ljósið sama varanleika á ákveðnum degi, og þannig hefur það verið um milljónir ára. Líffræðingarnir gengu út frá þekkingu sinni á því, að vissar jurtir blómgast á vorin og að vissar dýrategundir eðla sig á þeim árs- tíma, þegar daginn fer að lengja. Jafnáreið- anlegt er það, að aðrar jurtir standa í full- um blóma á haustin, og að ákveðnar dýrateg- undir eðla sig á þeim tíma, er dagurinn fer að styttast. En til eru bæði blóm og dýr, sem eru „hlutlaus“ gagnvart deginum, þ. e. þau blómgast og eðla sig, hvert eftir því sem við á, án tillits til lengdar dagsins. Þessar athug- anir komu hópi vísindamanna til þess að rannsaka áhrif ljóssins á lifandi verur. Þeir einbeindu rannsóknum sínum fyrst að störum. Þeir fuglar verpa á vorin eins og kunnugt er. En vísindamennirnir sönnuðu, að það er ljósið — ekki hitinn — sem úrslit- um veldur í tímgunarhringrás þessara fugla. Þegar þeir voru settir í búr að vetrarlagi í stofu, þar sem hitinn var sá sami og á sumrin í-iti undir beru lofti, hafði það engin áhrif á fuglana. Þeir eðluðu sig og verptu eggjum í apríl — alveg eins og frændur þeirra í nátt- lirunni. Svo var langæi ljóssins breytt. í desember, þegar sólin seig snemma til viðar, var gervi- ljós látið lýsa á fuglana. Eftir fáeina daga tóku karlfuglarnir að fara lir vetrarbúningi sínum og klæðsat hinum litskrúðugu biðils- klæðum. Þeir viðruðu sig upp við kvenfugl- ana, og í lok desember — fjórum mánuðum fyrr en eðlilegt var — tóku kvenfuglarnir að verpa eggjum. (Eins og kunnugt er nota ali- fuglaræktendur sér þessa þekkingu til þess að stjórna með eggjaframleiðslunni, þannig að þeir kveikja ljós í stíunum eftir að dimmt er orðið.) Því næst sneru vísindamennirnir sér að því að leysa ljósið upp í hin einstöku litróf. Nokkrir starar voru settir í rautt ljós, aðrir í hvítt, fjólublátt og grænt. Árangurinn varð furðulegur. Þeir fuglar, sem voru í rauðu ljósi, vildu mjög fljótt fara að liggja á — enn fyrr í hvítu ljósi. Stararnir, sem geisl- aðir voru með fjólubláu og grænu ljósi, sýndu engin merki til athafna á þessu sviði. Hvers vegna? Lífeðlisfræðinrarnir hafa sett fram eftirfarandi kenningu: Rauði litur ljóssins örvar á einhvern hátt heiladingulinn til þess að framleiða þann hormón, sem hef- ur áhrif á þroska kynfæranna. Þegar um fugl var að ræða með þéttan fjaðraham, var gert ráð fyrir, að áhrifin ættu sér helzt stað í gegn- um augun. Til þess að sanna þetta var byrgt fyrir augun á nokkrum ungum fuglum. Eng- inn kynþroski átti sér stað, á meðan þeir gátu ekki tekið á móti ljósinu gegnum augun. Viðbrögð fuglanna gagnvart ljósinu hvöttu til tilrauna með önnur dýr. Merðir, íkornar og mörg önnur dýr eðla sig á vorin. Þegar merðir voru settir í gerviljós á haustin, tóku dýrin að eðla sig mörgum mánuðum fyrr en eðlilegt var, og eins og hjá störunum var það rauða ljósið, sem hleypti þessari þróun af stað. Ef nú fuglar og önnur dýr eru hrifnæm gagnvart ljósinu — og sérstaklega rauðu ljósi — er því þá einnig þannig farið um jurtir? Svarið er: já. Hópur náttúrufræðinga hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu, að jurtir, sem blómgast verulega, þegar nóttin er stutt, blómguðust fljótlega — jafnvel á öðru tíma- bili —- ef þau voru sett undir rautt ljós á nótt- inni á vissu tímabili. Hins vegar hindraði sams konar meðferð blómgun jurta, sem venjulega blómgast, þegar næturnar eru lang- ar. — Jurtirnar eru auðsjáanlega á einhvern hátt næmar fyrir ljósinu .Eftir margar tilraunir komust menn að því, að í jurtunum er ákveð- ið efni, sem eru ósýnilegt með berum augum- Þegar það verður fyrir geislun af ljósi, setur það blómgunarþróunina hjá jurtinni af stað. Þetta efni dregur í sig vissa tegund ljósgeisla betur en aðra. Uppgötvun þessa ljósnæmis eru mjög mik- ilvæg. Það fæst ekki aðeins tækifæri til að rækta betri plöntur, þar sem unnt er að ákveða nákvæmlega þörf þeirra fyrir ljós og myrkur, heldur fæst auk þess niðurstaða um alveg ákveðið samband milli jurta og dýra, eins konar ljósrofi, sem kveikir eða lokar fyr- ir hið lífsskapandi afl hjá fuglum og spen- dýrum, blómum og trjám. Allir geta með tilraunum sannfært sig um þetta heillandi samband milli ljóss og lífs- Fyrir mörgum árum þvingaði ég chrysan- temum-jurt, sem blómgast venjulega á haust- 18!) H E IM IL I S B Jj A Ð I

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.