Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 5
til þess að blómgast um miðjan júlí. Þeg- ar ég kom heim frá vinnu síðla dags um vor- ið, setti ég pappahylki yfir plöntuna. Um morguninn tók ég það burt, áður en ég fór í vinnu. Pappahylkið lengdi þá nótt plönt- unnar, og fannst henni því vera komið haust. Hún blómgaðist um leið og sumarblómin mín. Eftir að við, konan mín og ég, höfðum tek- Jð eftir töfraáhrifum Ijóssins, fórum við að líta í kringum okkur eftir nýjum starfsvett- vangi. Yið búum í úthverfi, þar sem dagur- inn er lengdur með götuljósum. Fyrir utan húsið stendur mösurtré eitt nálægt götuljós- keri. Eitt árið gerðist það, að næturfrostið í september drap nær því þetta tré, en hin mösurtrén, sem stóðu í skugganum á bak við húsið okkar, stóðust næturfrostið. Auðsjá- anlega héldu rauðu geislarnir í götulýsing- Unni stöðugt sumarþróuninni í gangi í trénu, þangað til hið snemmakomna næturfrost kom því á óvart. Eftir það fórum við að gefa gætur öðr- um trjá við veginn. Við höfðum tekið eftir, að nokkur þeirra laufguðust fyrr en önnur á vorin og héldu laufinu lengur á haustin en sams konar tré við venjuleg vaxtarskilyrði. A hverju ári bíð ég eftir merkinu um, að veturinn sé á förum. Þetta merki er fyrsta vigningin, sem kemur eftir fyrstu asahláku vorsins. Þegar að því kemur, finnum við, konan niín og ég, stígvél, ljósker og regnkápur, og síðan göngum við í næturmyrkrinu út að vortjörnum skóglendisins til þess að horfa á 'hina ævagömlu leiki náttúrunnar: eðlunar- dans salamandranna. Þessi skriðdýr vakna af dvala sínum, þegar dagarnir lengjast og rign- ingatíminn kemur, og þá verða þær þegar að taka til við að verpa eggjum sínum í leys- ingavatn vorsins. Seinna, þegar sumarsólin þurrkar þetta vatn upp, fara afkvæmin að anda með lungum og þarfnast ekki lengur vatnsins. Þau eru þannig gerð, að þau vaxa upp úr vatnsheiminum, jafnskjótt og sá heim- ur er ekki til lengur! Og í myrkrinu og rigningunni horfum við á þessar einkennilegu skepnur, sem líta út eins og einhver fornaldardýr, og virðast færa tímann aftur um milljónir ára — til þeirra tíma, er skriðdýrin voru ríkjandi lífsform á jörðinni. Okkur er kalt, því að loftið og jörðin er köld, og vatnið er ískalt; en þama fyrir aug- um okkar byrjar lífið. Karldýrin gefa frá sér lítil hvít sæðishylki, á stærð við flibba- hnapp, á grasstráin. Kvendýrin beygja sig með yndisþokka yfir þau. Það hefur gerzt! Rétt fyrir aftureldingu skríða þessar litlu, forneskjulegu skepnur aftur gegnum rigning- una inn í fylgsni sín. Næstu nótt eru salamnödruegg um allt í sefinu með fram litla vatnspyttinum. Við horfum á þetta nýja líf og vitum, að það er ljósið, sem hefur kallað það fram, og við vitum, að vorið er þegar að vakna í þessum ískalda vatnspytti. Furstalijónin í Monaco taka mik inn þátt í daglegu lífi þegnanna. Á myndinni sést er Rainier fursti er af gefa blóð. Sólin og hinn hlýi sjór MiSjarSar- jhafsins hafa þarna lokkaS Grace j furstafrú í Monaco til sín. Litln rtúlkan í bjargliringnum er Stephanie lóttir hennar. H E I M I L I S B L A Ð I Ð 181

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.