Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 6
GASPAR LORAINE: OTTINN ;> :<: Margar sögur liafa verið skrifaðar um stúlkur, sem strönduðu á eyðieyju ásamt karlmanni — en þessi saga er öðruvísi... því að hún er tekin beint frá lífinu sjálfu. Nær ]iví frá fyrsta andartaki, þegar liún uppgövatði, að hún var ein með honum í opnum báti, hafði henni liðið mjög illa innra með sér vegna augnaráðs hans. Það var eins og ögrun gagnvart henni. Það var augnaráð, sem gaf til kynna, að hann kærði sig kollótt- an um þann mismun, sem var á þeim með tilliti til ætternis og uppeldis, menntunar og stöðu. Iíann kærði sig líka kollóttan um ridd- aramennsku og þá nærgætni, sem karlmanni ber að sýna konu. Hún átti ekki að vænta sér neins af því tagi frá hans hálfu. Hann var ekki neinn risi, en hann var stór, sterklegur náungi með luralegar hendur. í þeim liöndum yrði hún jafn-varnarlaus og lítið barn. Hún óskaði þess í fyrsta skipti á ævi sinni, að hún væri ljót og tilheyrði þeim hópi kvenna, sem karlmenn hafa ímugust á. En hún vissi af reynslu, að hún laðaði þvert á móti karlmenn að sér. Það þurfti aðeins að líta á þennan mann til þess að gera sér ljóst, af hvaða manngerð hann væri. Allt, sem slíkur maður þarfnað- ist til þess að afhjúpa hið sanna eðli sitt, var aðeins áfengi og gott tækifæri. Hér var ekk- ert áfengi, en það var gott tækifæri, svo gott, sem hann gat krafizt. Tækifæri, sem náði yfir allar tuttugu og fjórar klukkustundir sólarhringsinns, og fól í sér liverja mínútu, nótt og dag. Þar við bættist einveran. Hann þurfti ekki að óttast afleiðingarnar. Og það gat eflaust komið í staðinn fyrir áfengið. Það var gott, að hún hafði hnífinn, og það var gott, að hann vissi ekki, að hún hafði hann. Þegar hann uppgötvaði skyndilega, að hún liefði vopn í fórum sínum og væri til- búin til þess að beita því, gæti verið, að hann hugsaði sig um. Það var ekki hans hnífur, annars hefði hann saknað hans og spurt um hann. Iíann hafði ekki spurt um neitt, og hann hafði ekki hagað sér, eins og hann saknaði nokkurs. Ilann hafði sennilega aldrei séð þennan hníf. Iíún hafði séð hann liggja í botni bátsins, falinn undir austurtrogi, svo að skaftið stóð aðeins út undan, og hann hafði verið svo nið- ursokkinn í að hagræða seglinu, að hann hafði ekki tekið eftir honum. Hún hafði lengi gef- ið hnífnum gætur, og þegar hann hafði farið fram í til þess að lagfæra eitthvað í sam- bandi við löngu árina, sem hafði verið notuð sem siglutré, hafði hún beygt sig niður í skyndi og tekið hnífinn. Hnífurinn var mannskæður útlits. Blaðið var ses þumlungar á lengd, og hún hafði gengið úr skugga um, að þótt hann væri ryðg- aður og útataður gömlu fiskhreistri, var egg- in enn hvöss og oddurinn hvass eins og nál. Hún hafði hreinsað hreistrið af hnífnum, jafnskjótt og hún fékk tækifæri til þess, með því að slípa liann á steini, og á sama hátt hafði hún getað fjarlægt mestallt ryðið. Hún taldi sig vel geta staðið manninum á sporði með þessum hníf og nokkurri heppni, ef til bardaga kæmi. Margir hellar voru neðst í klettabeltinu. Maðurinn bjó í einum þeirra, og hún bjo svo að segja í öllum hinum. Á daginn valdi hún sér með leynd þann, sem hún ætlaði að nota um nóttina, og þegar dimmt var orðið, flutti hún sig inn í hann. Það væri auðvelt fyrir hann að finna hana. Það var vesældarlíf, sem þau lifðu. Þó að 182 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.