Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 7
þau hefðu verið góðir vinir og verið jafn- ingjar, hefði það samt verið allt annað en skemmtilegt. Þau lifðu á skelfiski og fiski og villtum asparges. Næturnar voru kaldar. I einum liellanna var uppspretta með fersku vatni, en vatnið var ekki gott á bragðið. Ströndin teygði sig fyrir framan þau um tvo kílómetra, og fyrir ofan hana var kletta- belti, sem virtist vera óendanlegt. Þau höfðu fundið veg upp í klettana, en hann lá ekki til neins ákveðins staðar. Uppi sást hafið öðrum megin, og hinum megin var eyðimörk, sem náði alveg út til sjóndeildar- hringsins eins og hafið. Þau höfðu hætt sér spölkorn út í eyði- mörkina, en brennandi hitinn hafði knúið þau aftur til strandarinnar. Báturinn, sem þau höfðu stokkið niður í, þegar skemmtiskútan sökk, hafði brotnað í lendingunni. Það leit ekki út fvrir, að þau gætu sloppið héðan, og engin von var um björgun, nema leitað yrði að þeim. Frændi hennar hafði látið lífið, er stöng ein hafði molað höfuð hans einmitt í sama bili og hrin rétti niður höndina til þess að hjálpa honum upp í bátinn. Og við andlát lians hafði hún sem erfingi hans orðið ein af auðugustu stúlkum í heimi. Og nú var hún stödd hér án þess að eiga svo mikið sem léreftsföt til þess að geta haft fataskipti eða greiðu til þess að greiða hár sitt með. Hún furðaði sig stundum á, hvernig hún gat þraukað þetta. Hún var alltaf svöng, henni var alltaf kalt á nóttinni, fallega hárið á henni var eins og flóki, neglur hennar voru slitnar og brotnar, og eini félagsskapur henn- ar var maður, sem horfði á hana nær því fjandsamlegu augnaráði, og sem hún gat hvorki leitað huglireystingar né uppörvunar hjá. Hún varð að hafa einhvern til þess að tala við, annars yrði hún ærð. En hún gat ekki ta'lað við þennan mann. Hann var ekki annað en viðbjóðsleg ógnun. Hún gat ekki fengið sig til þess að tala eitt orð við hann fram yfir það sem bráð- nauðsynlegt var. Hún gekk niður eftir og út með ströndinni til þess að gefa skapi sínu lausan tauminn og tala við sjálfa sig. „Þú ættir að vera stórlátari en svo að sætta Pig við þetta,“ sagði hún við sjálfa sig. „Hvers vegna í ósköpunum viltu halda áfram nð lifa ? Dauðinn væri miklu ákjósanelgri. HEIMILISBLAÐIÐ Þetta getur ekki verið verra. Þú hefur ágætt haf til þess að drekkja þér í, fvrsta flokks klett til þess að fleygja þér fram af og beitt- an hníf, sem þú getur stungið þig með, en þú lieldur áfram að lifa, þó að þú líðir allar kvalir vítis og sért stöðugt hrædd . . .“ Eu hún gerði enga tilraun til þess að drepa sjálfa sig. Hún hugsaði aðeins, að hún mundi gera það einhvern daginn af eintómum leið- indum út af öllu saman og af ótta við mann- inn. Með þá hugsun í huga tók hún oft hníf- inn fram og brýndi hann á flötnm steini og gerði hann að beittu, glampandi vopni. Hún hefði vel getað slcorið hár sitt með honum, og hún mundi hafa gert það, en hún þorði það ekki, því að þá mundi hann uppgötva, að hún hefði eitthvert beitt verkfæri hjá sér. Hún hafði eins lítið samneyti við hann eins og unnt var, og hann þröngvaði ekki félagsskap sínum upp á hana. Iíann var mað- ur, sem beið síns tíma. En þegar þau voru saman, horfði hann á liana með óhugnanlegu, íhugandi augnaráði, eins og hann segði við sjálfan sig: Ætti ég að gera það nú — núna? Oft og tíðum, þegar langvandi, óþægileg þögn hafði ríkt milli þeirra, hafði hann sagt dálítið, sem olli því, að það var sem hjart- að hrykki upp í hálsinn á henni. Hann hafði horft ígrundandi augurn sínum á hana og sagt: „Þér vitið víst ekki, hvað ég er að hugsa um.“ Og í hvert skipti hafði hún svarað honum fráhrindandi og með hvössum rómi: „Hvernig ætti ég að vita það ? Hver nennir yfirleitt að hugsa á stað eins og þessum ? Ekki ég.“ Tvisvar sinnum liafði slíkt svar þaggað niður í honum, en í þriðja skiptið þagði hann aðeins í hálftíma, svo sagði hann: „Maður getur ekki alveg látið það ógert að hugsa. Eitthvað verður maður að liugsa um. Það er ekki svo margt, sem ég hef um að hugsa, en það er auðvitað annað með yður, því að þér eruð fín hefðarkona og hafið víst lesið heilmikið og þess háttar. En þér getið víst ekki gizkað upp á, hvað ég er að hugsa um einmitt núna.“ Hún lét egna sig til þess að segja: „Nei, auðMtað get ég það ekki. Hvað eruð þér þá að hugsa umf‘ „Ég er að hugsa um hárið á yður,“ sagði hann. Hiin fann, að hún fölnaði, og hún bar 183

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.