Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 8
höndina ósjálfrátt upp að hárinu. Hún var viss um, að hann ætlaði nú að segja henni, að hún hefði fallegt hár og viðra sig upp við hana með því að slá henni klaufalega gullhamra. En það gerði hann ekki. „Hvað er það viðvíkjanid hárinu á mér. Það er allt einn hræðilegur lubbi.“ „Já, það er einmitt það, sem ég var að hugsa,“ sagði hann. „Það er allt flókið, og það er tjara í bátnum. Eg hef lengi verið að hugsa, að það væri þægilegra fyrir yður, ef þér stuttklipptuð það.“ Ef hann hefði sagt eitthvað fallegt um hárið á henni, hefði hún orðið reið, en gagn- rýni hans á því gerði hana enn reiðari. Hvað kom honum hár hennar við ? „Það væri líklega nokkuð erfitt án skæra,“ sagði hún. „Það væri hægt að gera það með hníf,“ sagði hann, „ef við hefðum hann.“ „Já,“ sagði hún, „ef —“ Og hún leit tor- tryggnislega á hann. Vissi hann, að hún hafði þennan hníf eða vissi hann það ekki? Auð- sjáanlega ekki. Hún varpaði öndinni léttar. Hún sagði stutt í spuna: „Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af hárinu á mér. Eg hef það ekki sjálf.“ En hann hélt áfram, og hann var uppfinn- ingasamur. „Það væri hægt að slíta það af með því að nudda því við egghvassan stein, svolítið í einu,“ sagði hann. „Það mundi taka langan tíma, en ég skal gjarna gera það fyrir yður, ef þér óskið þess.“ Það fór hrollur um hana við tilhugsunina um, að hann snerti hár hennar með grófum, harðleiknum fingrum sínum. „Nei, þökk fyrir.“ „Ég er einnig fús til þess,“ sagði hann og sló sigri hrósandi á lærið á sér, „að fórna einni af eldspýtunum okkar á það. Það væri hægt að kveikja bál og svíða svolítinn bút af því.‘ ‘ „Þökk fyrir. Þér skuluð ekki gera yður neitt ómak,“ sagði hún. Hún stóð á fætur. „Ég ætla í langa gönguferð." „Ilvað verðið þér lengi?“ „Stendur yður ekki á sama um það? Út eftir ströndinni og aftur til baka, þangað til ég er orðin þreytt.“ „Ég hef verið að hugsa um það, að ef þér færuð yfir í hinn enda fjörunnar, og þér hefðuð ekkert á ínóti því að vera þar svo sem klukkutíma, þá mundi ég fá mér bað. Ég þarfnast þess mjög.“ „Já, gjörið þér svo vel,“ sagði hún. Hún lagði af stað yfir á hinn enda fjörunnar. En hann kallaði á eftir henni. „Halló —“ Hún sneri sér við. „Já?“ „Það er víst góður sandbotn þarna út frá á bak við steininn." „Já, ég veit það vel. En livað um það?“ „Ekkert. Ég átti bara við það, ef þér þörfn- uðust sjálf að fara í bað.“ Hún hafði aldrei á ævi sinni orðið fyrir annarri eins móðgun. Það hefði verið jafn- ókurteislegt, þó að hún hefði ekki þarfnast þess að fara í bað. En hún hafði mjög mikla þörf fyrir það. Og þegar hún kom út að steininum og leit til baka og sá manninn úti í vatninu, sem náði honum upp undir hendur, og sá hann busla eins og skóladreng, flýtti hún sér að fara ór fötunum og nær því fleygði sér út í indæla, hressandi vatnið. Það hafði mjög róandi áhrif. Hún þurrk- aði sig í sólskininu og klæddi sig, og klukku- tíma síðar sneri hún aftur til staðarins, þar sem hann lá makindalega í sandinum. „Ég fór eftir ráðleggingu yðar,“ sagði hún, „og fór að synda.“ „Synda?“ sagði liann. „Kunnið þér að synda ?‘ ‘ „Já, auðvitað.“ „Það var mikið,“ sagði hann. „Það kann ég ekki. Það kunnum við, sjómennirnir aldrei. Við höfum aldrei haft tækifæri til þess að læra það.“ Það hughreysti hana að heyra það. Það veitti henni algjöra yfirburði gagnvart hon- um, að hún kunni að synda og hann ekki, auk þess sem hún hafði hnífinn. Ef það versta kæmi fyrir, gæti hún fleygt sér í sjó- inn og synt frá honum og drukknað á heið- arlegan hátt. Ótti hennar við hann óx dag frá degi og varð að meinloku. Þegar dimmt var orðið, flutti hún sig úr einum hellinum í annan og lá lengi áður en hún sofnaði og hlustaði eft- ir ógnandi fótataki hans. Oft heyrði hún það ... eða hélt, að hún heyrði það. Þau hittust á morgnana og grófu skelfisk upp úr svörtu, söltu leðjunni. En einn morg- uninn kom hann ekki. Sólin hækkaði á lofti, 184 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.