Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 24
„Hún er dóttir konu, sem dó á fátækra- spítalanum.“ (Þegar sáralæknirinn heyrði þetta fór hann að blístra). „Þú mátt ekki misskilja mig. Hún var ekki ein af þeim, sem venjulegt er að flytja þangað. Hún var efa- laust heldri kona, sem hefur lent í fátækt. Hún var nefnd frú James.“ „Já, ekki er það glæpamanna nafn, og svo hefur hún líklega verið ekkja?“ „Svo sagði liún, og ég hef enga ástæðu til að ætla, að hún hafi skrökvað því á dánar- dægri. Hún sagði mér, að hún hefði haft of- an af fyrir sér og dóttur sinni, og að hún yrði alveg einmana í veröldinni, þegar hián féll frá.“ „Sagði hún þér þá ekki eitthvað um ætt- ingja dóttur sinnar ? Geta þeir ekki tekið stúlkuna að sér?“ „Nei, það var nú einmitt um þá, sem ég reyndi að fá að vita, en konan vildi ekkert segja, enda dó liún áður en úttalað var milli okkar um dóttur hennar. Eg fór undir eins og konan var dáin til stúlkunnar og fann hana á fátæktarheimili, fremur lélega til fara. Hún er engan veginn fullþroskuð. Hún reyndi ekkert að stilla harm sinn, þegar hún heyrði að móðir hennar væri dáin, og kom fram í geðofsa gagnvart mér, út, af því að ég hefði eigi sótt hana til móður sinnar áður en hún lézt. En livað sem þessu líður, þá er hún nú einu sinni orðinn skjólstæðingur minn, því að ég ólpaðist til þess að lofa móður hennar því í andaslitrunum að sjá um dóttur hennar.“ „Aumingja stúlkan!“ sagði Manders eins og við sjálfan sig. „Aumingja stúlkan, segir þú,“ sagði And- erson og hló kuldalega. „Finnst þér ég eltki verðskulda neina meðaumkun?“ „Ojú, það má vel vera, en ekki eins mikla og stiilkan, sem misst hefur móður sína ein- mitt á þeim tíma, sem hún ef til vill hefur haft liennar mesta þörf. Eftir lýsingu þinni gæti ég hugsað, að hún væri illa til þess fallin að ganga nú þegar út í baráttu lífsins. Og ég nefni hana vesaling, af því að hún hefur ekki aðra en hinn stranga og harðhjartaða Miles Anderson að leita athvarfs hjá.“ Um leið og Manders sagði þetta reis hann á fætur og sló á herðar vini sínum, sem tákn- aði það, að síðustu orðin væru sögð í gamni. „Þetta getur nú allt saman verið satt og rétt,‘1 sagði Miles, sem líka stóð á fætur, „en aðalatriðið er, hvað ég á að gera við stiilk- una, sem ég er skuldbundinn til að sjá um. —■ Móðir hennar bar svo mikinn kvíðaboga fyrir framtíð hennar, og það píndi hana svo á dauðastundinni, að mér varð það á, til þess að friða hana, að ég lofaði henni að sjá um barn hennar. Ég hélt að þetta væri lítið stúlkubarn, en svo-----------“ „Svo var það ung og nærri fullvaxta stúlka,“ bætti vinur hans við, þegar Miles strandaði. „Ég hef hluttekningu með þér, gamli vinur. Ég get svo vel skilið, að það sé ekkert skemmtilegt fyrir þig að hafa eign- ast þennan skjólstæðing. Ég vil því ráðleggja þér að reyna að hafa upp á ættingjum henn- ar, einhverja hlýtur hún að eiga. Auðnist þér að finna þá og færa þeim stúlkuna til ásjár og eftirlits, finnst mér þú hafa innt af hendi mikið af því, sem þú hefur lofað. Að öðrum kosti sé ég engin önnur úrræði en þau, að þú takir stúlkuna þér fyrir konu, eða setjir hana í klaustur. Og nú verð ég að fara. Ég vildi að ég hefði getað gefið þér betra ráð, en ég þekki engin betri.“ „Þú hefur að minnsta kosti gefið mér um- hugsunarefni,“ sagði Anderson með uppgerð- arbrosi, „og ekki mun ég liggja á liði mínu við að reyna að finna ættingja stúlkunnar.“ Þetta áform sitt reyndi hann að framkvæma þrem dögum síðar, þegar hann eftir jarðar- för frú James var staddur á fátæklega heim- ilinu í Merlinstræti, þar sem liann hafði fyrst hitt Hope, og sá hann ekki annað vænna, en að hún dveldi þar fyrst um sinn. Við útförina fannst þessum smekknæma manni skjólstæðingur sinn líta enn ver út en áður. Líkt og marga karlmenn vantaði hann nákvæmni og sanna umliugsunarsemi, og því hafði honum ekki hugkvæmzt, að hana mundi hafa skort efni til þess að útvega sér viðeig- andi sorgarbúning til að mæta í við jarðar- förina, og því síður hafði honum kömið til hugar, að hún mundi ekki hafa einurð til að biðja hann um peninga til þessa. Enga hug- mynd hafði hann heldur um, að fötin, sem hún var í, og sem lionum þóttu bæði ósmekk- leg og fara illa, höfðu verið fengin að lám sitt í hverjum staðnum, og hafði frú Brooks gengið vel fram í því að útvega þau. 200 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.