Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Blaðsíða 29
sömu niðurstöðu, var hún varla svo mikil fjarstæða, að ekki mætti um hana hugsa. „Giftast henni og ala hana upp til þess að verða fyrirmyndarkona/ ‘ tautaði hann með sjálfum sér, og hallaði sér aftur á bak í vagn- inum, þegar hann ók heim frá móður sinni; og hann fór að hugsa um hve miklum breyt- ingum þessi óviðfeldni unglingur yrði að taka ætti hann nokkuð að líkjast myndinni af konu þeirri, sem stöku sinnum hafði komið fram í huga hans og honum fundizt að hann mundi geta fellt sig við sem eiginkonu. Jafnvel þótt Miles Anderson hefði aldrei séð þá konu, sem hann hafði skapað sér mynd af sem eiginkonu, stóð sú mynd honum þó nokkurn veginn skýr fyrir hugskotssjónum. Sú tilvonandi skyldi vera ljóshærð með blá augu, andlitsdrættirnir reglulegir og nettir, hárið slétt og strokið aftur með vöngunum frá hinu hreina, hvíta enni, svipurinn sam- bland af alvöru og mildi, sem hann þekkti svo vel frá Maríumyndunum. Hans tilvonandi skyldi vera kvenleg, kunna vel að stjórna geði sínu, geta alls staðar unnið virðing og góðan þokka, vera ástiiðleg við mann sinn en alvarleg og hæglát gagnvart öðrum. Bn hversu ólík þessari draummynd var ekki ung- frúin hjá frú Brooks, og læknirinn gat ekki annað en brosað að þeim mikla mismun og hann tautaði við sjálfan sig: ómögulegt! ómögulegt! En ráðlegging móður sinnar og vinar gat hann ])ó ekki rekið úr huga sér. Ilann reyndi að gleyma henni en gat það ekki og eftir viku fór hún að bera ávöxt. V. Hope James sat einsömul í skuggalegu dag- stofunni hjá frú Brooks með opið bréf milli handanna. Hún hafði ýtt bakkanum með niorgunmatnum til hliðar og glejunt því, að hún var ekki nema hálfnuð að borða. Bréfið hafði hrifið alla hugsun hennar. Hún var jafn fátæklega og ósmekklega til fara, eins og hún hafði verið, þegar Ander- son læknir heimsótti hana í fyrsta skipti, og . stutti, sVarti kjóllinn hennar gerði hana enn krakkalegri en hún í raun og veru var. Hár hennar liðaðist óreglulega kringum andlitið og bar vott um hirðuleysi; hún var við og við að ýta þessum óstýrilátu lokkum frá augum sér og enni. Daufur roði breiddi sig yfir andlit stúlkunnar, þegar hún leit upp úr bréfinu og starði út í herbergið, en sá roði sýndi það þó að henni fór það vel að vera ofurlítið rjóðari yfirlitum en hún átti vanda til. — „Nei,“hrópaði hún undrandi og utan við sig, „aldrei á ævi minni hef ég lesið svona dásamlegt. Þetta er alveg eins og í ævintýr- unum. En hvað hann er góður, það er alveg ómögulegt annað, en að ég verði gæfusöm með honum. Mér þykir þegar svo vænt um hann!“ Þrátt fyrir átján ára aldurinn var Hope þó sannarlegt barn, og skyldi því ekki til fullnustu bréf það, sem hún var að lesa. Hún liafði eigi hugmynd um það, sem eldri og revndari kona mundi þegar hafa séð, að bréfið bar það með sér, að manninum sem hafði skrifað það, var ekkert áhugamál, að hún féllist á tillögu þá, sem hann kom með. Bréfið hljóðaði svo: „Harleystræti 200. Kæra ungfrú James! Ég hef alvarlega hugsað um framtíð yðar, og er kominn að þeirri niðurstöðu, að á einn hátt geti hún orðið vel tryggð. Ég vona að tillaga mín komi yður ekki óþægilega á óvart. Ég vil spyrja yður að því, hvort þér viljið eldii fara til mín, setjast að hjá mér, og verða eiginkona mín ? Ég er nú af unglingsárunum, og ég vona að þér takið það efkki sem skort á virðingu, að bréf mitt er nokkuð á annan hátt en kvon- bænabréf munu almennt vera. — Ég er sann- færður um að þér skiljið, að ég með því að biðja yður að giftast mér, hef haft það hug- fast, að það væri til góðs fyrir yður. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gera yður gæfusama. En þér verð- ið að fyrirgefa mér, sem er spaklyndur mað- ur, þótt ekki komi í ljós hjá mér neinar ákaf- ar tilfinningar. Yðar einlægur Miles Anderson. Eftirskrift: Ég kem til þess að fá svar yðar, þegar ég ek af spítalanum klukkan að ganga eitt.“ Heimilisblaðið 205

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.