Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 7
riði. Það var nefnilega álitinn heiðindómur að halda hátíðlegan afmælisdag guðsins. Bn í lók annarrar aldar taka lærðir kirkju- feður að grafast fyrir um það, um hvaða leyti árs Kristur muni hafa í heiminn komið; samt varð ekkert samkomulag um það atriði; svo óiíkir dagar voru tilnefndir eins og 28. marz, 20. apríl, 20. maí, 17. nóvember, og svo sá dagur sem notazt var við í Austurlöndum, t. d. í Jerúsalem: 6. janúar. Dagsetningin, sem við í dag höfum komið okkur saman um, 25. desember, var ákveð- inn af rómverskum yfirvöldum. Klerkdómur- inn rómverski var mjög hentistefnusinnaður eins og aðrir Rómverjar og átti gott með alla skipulagningu. Hann ákvað að dagsetja fæð- ingu Jesú á þann tíma, þegar heiðingjar héldu sína miklu hátíð á vetrarsólhvörfunum. Dag- setningin var ákveðin þá, með tilliti til þess, að heiðingjar þeir sem snerust til kristni, ákyldu ekki fara á mis við mikla hátíð á sama tíma og aðrir héldu meginhátíð ársins. Pyrst voru jól haldin með þessari dagsetn- ingu árið 354; það var í Róm. Bftir það breiddist sá siður út til annarra stórborga: Konstantínópel, Antíókíu; síðast tók dagsetn- ingin sér bólfestu í sjálfri Jerúsalem, þar sem lengst var streitzt á móti því að leggja niður 6. janúar sem fæðingarhátíð Krists. Pyrir fimmtán öldum hélt Ætheria jólin hátíðleg í Jerúsaiem, eftir að hafa lagt á sig margra mánaða ferðalag. Nú hefur útvarpið flutt sálmasöng og klukknahljóm inn í stof- ur okkar árum saman, og víða geta menn nú séð sjálf hátíðahöldin í Jer.isalem, jafn ljóslifandi og Ætheria sá þau og skrásetti í ferðaminningu sína fyrir fimmtán árhundr- uðum. GENGIÐ TIL KIRKJU Til kirkju minnar fús ég fer, þar finn ég sálarstyrk. þar skín það Ijós, er birtu ber þá brautin gerist myrk. Þar huggun finnst, er liryggðir þjá. I liretum bezta skjól. Þar Ijómar yfir lífi og ná Ijós frá náðarsól. Einar Sigurfinnsson. BÆNARORÐ O, kceri herra! Kristur, ég krýp að fótum þín. Ég þurfandi og þyrstur og þreytt er sálin mín. Nú lindir líknar þinnar ég lúinn nálgast fer af nægtum náðarinnar. Löng og brött er brautin og blæða iljasár, er þyrnar stinga, og þrautin þrúgar af augunx tár. Mig ei undan mceli að mœta hryggð og pín, því œ er öruggt hœli undir krossi þín. Þar við lífsins lindir ég lauga sálu míin , þar særa ekki syndir, sorg né hjartapín, þar skeflir ekki í skjólin, né skaði nálgast fer Ó, eilif elsku sólin, um eilífð dýrð sé þér. Einar Sigurfinnsson. AÐ MORGNI Lof sé þér, seni leiddir mig lífs uni brautir allar. í lífsins önn ég lofa þig og líka er œvi liallar. Lof sé þér, ég heyri hljóm, þú, Líerra, til mín kállar: „Kom!“ Ég heyri lcærleiks óm, „ó, kom til dýrðar-hallar“. Einar Sigurfinnsson. & HEIMILISBLAÐIÐ 227

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.