Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 8
Útsaumað hægindi SMÁSA0A EFTIR MARGUERITE COMERT „Hamingjan sanna, hvað manni líður hér vel lijá yður, elsku Madeleine!“ hrópaði Sonja upp yfir sig í því sem hún gelrk inn. Og án frekari formála settist hún á teppið fyrir framan arininn. Á arninum skíðloguðu viðarbútamir með háu snarki og veittu umhverfinu þá hlýju og notalegheit, sem jafnvel fullkomnasta mið- stöðvarhitun getur aldrei veitt. Sonja var óðara búin að hreiðra værðarlega um sig eins og hver annar heimilisköttur og lét sér líða vel í rósrauðum bjarmanum frá eldinum. Madeleine brosti. „Þetta verður öllu betra innan stundar. Eg er búin að hringja eftir tei. Á meðan við bíð- um vona ég þér hafið ekkert á móti því, að ég ljúki við þetta rósarmunstur . . . ég verð ekki nema fimm mínútur.“ „Nei, fyrir alla muni verið ekki að því. Gerið það fyrir mig, annars er ég óðara far- in,“ mælti Sonja. „Nú, jæja, eins og þér viljið,“ svaraði Madeleine háttvís. Sonja, sem var útlendingur, listakona og meira en lítið listamannsleg í háttum, gat fengið furðulegustu hugdettur. Madeleine lét sem ekkert væri, en lagði handaverk sitt auð- sveip til hliðar. Það var þessi auðsveipni, sem Sonju féll vel í geð, og enda þótt Madeleine krefðist aldrei neinnar skýringar á dyntum hennar, var Sonja vön að segja við sjálfa sig, rétt eins og hún sagði nú upphátt: „Þér megið ekki verða mér gröm, elsku Madeleine, en ég þoli bara ekki hannyrðir, og þá einkum og sér í lagi ekki þess konar sem þér eruð með núna —- það er eins konar sessa, er ekki svo?“ „Jú, það er útsaumað hægindi.“ Rödd Sonju skalf. „Og kannski ... að sjálfsögðu ... þá ætlið þér að gefa það manninum yðar? Ja, afsak- ið forvitnina.“ „Það er engin forvitni. Sessan er vissulega ætluð í legubekkinn þarna ... en hún er ætl- uð yður, sjálfri mér, hverjum sem vera skal.“ „Hverjum sem vera skal ... eruð þér nú svo viss um það? Eg þekki nú fólk hér í París. Al'lir hlutir eru ætlaðir einhverjum sérstökum, væna mín, einkum máski dauðir hlutir. Allt mitt líf hefur verið undir því komið, að ...“ Rétt í þessu gekk þjónustustúlkan inn með teið og greip fram í fyrir Sonju. Það var eins og hún hefði komizt úr sínu góða skapi, og hún lét ógert að bragða á kökunum, sem henni þóttu annars svo góðar. Iíún fékk sér tebolla með sítrónusneið, en sykurlaust, — og hún gleymdi að drekka það. „Ég get sagt yður það, Madeleine, að ég hef líka verið gift. Ég var ung þá, og hjóna- band mitt varaði stuttan tíma; þess vegna tala ég yfirleitt ekki um það. Ég var aðeins átján ára þegar ég gifti mig, og nítján ára þegar ég fór frá honum. Nú hef ég í finnntán ár sungið í borgum út um allan heim, og enginn þekkir mig nema undir listamanns- nafni mínu. En hvaða gagn væri í því að rifja upp gamlar minningar? Þær hafa alltaf verið sem myrkur skuggi vfir lífi mínu, og það eru þær sem ég kemst ekki hjá að hugsa um, ef ég ligg vakandi um nætur og get ekki fest blund. Ég var búin að þekkja manninn minn frá því ég var lítil stúlka, Pyrri konan hans var bezta vin'kona móður minnar ... og þau komu oft bæði í heimsókn til hennar. Bezta leikfangið mitt fékk ég að gjöf frá þeim, og hún veitti mér fyrstu tilsögnina í músík. Þau kepptust um að þóknast mér og gæla við mig, allt til þess dags sem hún dó, og þá missti hann áhugann á öllu umhverfis sig. Hann lifði árum saman utan við heiminn, og þegar hann loksins fór að liugsa um eitt- hvað annað en sína látnu konu, þá var ég vaxin úr grasi. Heitasta ósk mín var þá að giftast honum ... og ég giftist honum. Þar sem ég hafði umgengizt þau svo mikið 228 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.