Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 13
Háræðarnar dragast saman, svo að blóðið þrýstist inn á við, og jafnframt opnast aðr- ar stærri æðar og stytta blóðinu leið, svo að það geti komizt fljót til hjartans, lungannna og starfandi vöðva. Húðin tæmist af blóði, og þér „fölnið af reiði“ eða „fölnið af ótta“. Blóðæðar húðarinnar aðstoða við að tempra líkamshitann. Ef yður verður of heitt, þenj- ast blóðæðarnar út, svo að meira blóð streym- ir til yfirborðsins, svo það gefur frá sér hita. Hins vegar dragast blóðæðar húðarinnar saman, þegar þér komið út í kuldann, svo að sem minnstur hiti komist út. Svitakirtlarnir í húðinni taíka einnig þátt í að tempra líkamshitann. Ef liitinn liækkar of mikið, gefa svitakirtlarnir frá sér vökva, sem gufar upp á húðinni og gefur frá sér hita. Lo'ks er húðin stórt Skynfæri með fjölda tilfinningatauga. Nokkrir þessara taugaenda eru næmir fyrir kulda, aðrir fyrir hita og enu aðrir fyrir þrýstingi, sársauka, kitli og kláða. Allt frá fyrstu bernsku og þangað til hrukk- ur ellinnar fara að koma, er húðarhamur- in í raun og veru of þröngur fyrir líkamann og er því alltaf svolítið strengdur. Stríklci skyndilega á húðinni meir en eðlilegt er, verð- ur þess vart eins og snertingar. Ef blýantur er t. d. dreginn eftir húðinni, finnur mðaur eiginlega ekki blýantinn, held- ur aðeins þá breytingu á þenslu húðarinnar, sem hann veldur. Finna má fyrir blj'antinum, þó hann strjúkist aðeins við fínu hárin á innanverðum handleggnum, af því að tauga- endarnir eru svo margir, að hvert hár, sem snert er, hlýtur óhjákvæmilega að trufla nokkra þeirra. Húðin, sem þér „eruð í“ nú, er ekki sú sama, sem þér höfðuð árið sem leið. Maður- inn hefur hamskipti allt árið, og homlag húð- arinnaar flagnar af smám saman, án þess að þess verði vart. Byggingu húðarinnar er skipt í þrjú lög: yfirhúð, leðurhúð og slím- húð (undirhúð), og er hver þeirra fyrir sig í mörgurn þynnri lögum. Neðst í yfirhúðinni er þunnt lag af frumum, og það er aðallega þar, sem húðin vex og endurnýjast. Þessar frumur skiptast riieð vissu millibili og fram- leiða nýjar frumur, sem færast hægt út á yfirborðið. Flutningurinn út á yfirborðið get- rir tekið margar vikur. Frumurnar deyja á heimilisblaðið leiðinni, og veggir þeirra, sem breytzt hafa í horn, verða að örsmáu hreistri. I yfirhúðinni em allt að tuttugu hreistur- lög. Þessar ósýnilegu leifar dauðra fruma slitna af í sífellu og nýjar koma í staðinn. Ef húðin nuddast eirihvers staðar af og miss- ir hreistur sitt örar en eðlilegt er, þrefeldast eða fjórfaldast framleiðsla nýrra fruma í lögunum, sem undir eru. Hornlagið er þykkast á fingurgómunum, lófunum og iljunum. Ef eitthvert svæði húð- arinnar verður oft fyrir þrýstingi, myndast sigg og ef til vill líkþorn, sem eru ekki ann- að en söfn af hörðu, dauðu hreistri. Litur húðarinnar er því nær eingöngu kom- inn undir því, hve mikið er í henni af ákveðnu litarefni, sem kallað er melanin. Dökk híið er venjulega auðugri af melanini en ljós húð, en mismunurinn á svartasta negra og ljós- asta hvítingja (aibinóa), sem hefur ebkert litarefni í húðinni, er aðeins um eitt gramm af melanini. Efnafræðingar hafa þegar fundið efni, sem geta driegið úr melaninmyndun í tilrauna- glasi, og það er ekki óhugsandi, að sá dagur komi, að við getum válið hörundslit okkar eftir vild og tízku. Húðin helzt heilbrigð og starfshæf vegna milljóna fitukirtla. Þessir kirtlar eru við ræt- ur háranna og gefa frá sér fitu sína út á yf- irborð húðarinnar, þar sem það blandast svit- anum og verður þar að smurningu, sem gerir húðina mjúka og þjála. I köldu veðri getur fitan stirðnað, áður en hún kemst út á yfir- borðið og húðin verður þurr og sprungin. Ef maður hefur mjög fituríka eða mjög þurra húð, er það af því, að kirtlarnir framleiða of mikla eða of litla fitu. „Eg varð svo hræddur, að hárin risu á höfðinu á mér,“ segja menn, og það er meira en orðatiltæki. Bæði við höfuðhárin og fínu iiárin, sem vaxa víðast hvar á líkamanum, eru tengdir örsmáir vöðvar, sem geta komið hár- unum til þess að rísa, þegar þeir dragast saman. Þessi hæfileiki til þess að reisa burstir hefur áreiðanlega visst gildi fyrir loðdýr, sem á þann hátt verða stærri og meir ógnvekj- andi, þegar þau standa gagnvart óvini. Við mennirnir erum ekki lengur klæddir hári, svo að við getum skotið óvinum okkar skelk í bringu, en bæði fiðrungurinn í hársrótunum og fölvi og roði húðarinnar tilheyra hinum sí- 233 L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.